Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 22
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
6 FERÐALÖG
UPPÁHALDSVERSLUNARGATAN
/ HVERFIÐ: Gaman að rölta
um Wudaokou-hverfið sem
er hluti af háskólahverfinu.
Bæði verslunarmiðstöðvar og
einnig pínkulitlar bútik búðir þar
sem þú getur fundið ýmislegt
skemmtilegt. En annars hefur það
reynst mér best hérna að fara til
skraddarans Toby og fá saumað á
mig það sem hugurinn girnist fyrir
frekar lítinn pening.
SKEMMTILEGASTA KAFFIHÚSIÐ
TIL AÐ STOPPA Á: The Book-
worm er frábært kaffihús í
SanLiTun-hverfinu, samansett af
bókasafni, bókabúð og kaffihúsi.
Allir veggir eru þaktir bókum og
hægt er að kaupa enskar bækur
og blöð sem er ekki hægt alls
staðar hér í borg. Mæli með
salati með grilluðu grænmeti og
pönnusteiktum geitaosti.
SMARTASTI BARINN: West Bar.
Mjög flottur bar sem býður upp
á frábært úrval af drykkjum
sem hægt er að sötra við lifandi
djasstónlist.
EKKI MISSA AF... Listahverfinu
798, magnað hverfi, var
verksmiðjuhverfi sem breytt
var í listahverfi með áherslu á
nútímalist. Fullkomin blanda
af hráu verksmiðjuumhverfinu
sem hefur fengið að halda sér
fullkomlega en inniheldur nú fullt
af listagalleríum, kaffihúsum og
veitingastöðum.
NEFNDU TVO BESTU VEITINGA-
STAÐINA Í BORGINNI: Jap-
anski veitingarstaðurinn Isshin í
Wudaokou-hverfinu býður upp á
æðislegt sushi og annan japansk-
an mat á ótrúlega ódýru verði.
Flottur staður sem alltaf er gaman
að koma á. Xianmanlou Restaurant
í Chao Yang-hverfinu, býður upp
á dásamlega pekingönd með öllu
tilheyrandi í heimilislegu umhverfi á
mjög góðu verði.
NÝJASTA UPPGÖTVUNIN ÞÍN:
Bohdi Sense er nýtt spa í Chao
Yang-hverfinu sem býður upp
á nudd og annað dekur í ljúfu
umhverfi sem fær mann til að slaka
algjörlega á.
ÞAÐ SEM KEMUR MEST Á ÓVART
VIÐ PEKING ER: Hversu miklar
andstæður eru hérna, þú getur
fengið frábæran mat fyrir 160
kr. eða fyrir 30.000 kr. Það eru
himinháar byggingar hérna en
á öðrum stöðum eru bara kofar.
Þú sérð hlið við hlið í umferðinni
stórglæsilega bíla og illa ryðguð
reiðhjól. Endalausar andstæður
sem gerir borgina mjög lifandi og
sjarmerandi.
SKEMMTILEGASTA DAGSFERÐIN:
Houhai-garðurinn er yndislegur
staður, stór og fallegur garður þar
sem líka er hægt að ganga um
kínverskt hverfi , Hutongs, sem er
eins og Peking var í gamla daga.
Fullt af flottum veitingastöðum
og börum. Einnig hægt að
kíkja í tehús og fá te eftir öllum
kínverskum kúnstarinnar reglum.
Frábær staður hvort sem það er að
degi til eða um kvöld.
HEIMAMAÐURINN
Peking
KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR, HÁSKÓLANEMI Í
ALÞJÓÐASAMSKIPTUM OG KÍNVERSKU
Ímyndið ykkur eyju þar
sem hvítar strendur
virðast óendanlegar,
pálmatré ber við túrkís-
bláan himin og hitastigið er alltaf
hlýtt og notalegt. Á eyjunni Barba-
dos má sjá virðuleg hús í nýlendu-
stíl og heimamenn, sem kallast
Bajans, dreypa á tei eða Pimms með
klaka og gúrkusneið. Það er ekki
skrítið að breskt andrúmsloft ríki á
þessari paradísareyju þar sem Bar-
bados var bresk nýlenda fram á sjö-
unda áratuginn og hefur oft verið
nefnd „Litla Bretland“ Karíbahafs-
ins. En þetta er aldeilis ekki það
sveitta og sólbrennda andlit Bret-
lands sem við sjáum stundum
bregða fyrir í massavís á spænsku
ströndum. Barbados-eyjan er sótt
af vel ættuðum og efnuðum Bret-
um, og ekki óalgengt að sjá frægum
andlitum bregða fyrir. Það er held-
ur ekkert skrítið að Barbados sé
ferðamannaparadís. Hér líður tím-
inn hægt, andrúmsloftið er dásam-
lega rólegt og notalegt og laust við
ys og þys. Náttúran er stórbrotin,
hvort sem það er við strendurnar
eða þjóðgörðum innan eyjunnar þar
sem gefur að líta mikla skóga og
náttúrulíf eins og páfagauka, apa og
græneðlur. Þeir sem nenna ekki að
liggja í sólinni allan daginn geta
brugðið sér á sjóstangaveiðar, í köf-
unarferð eða á sjóskíði. Lífsnautna-
seggir hafa einnig af nógu að taka
því að það eru ógrynni dásamlegra
veitingahúsa á eyjunni. Svo geta
áhugasamir dreypt á rommi en hér,
eins og annars staðar í Karíbahaf-
inu er ræktaður sykurreyr og það
er meira að segja hægt að heim-
sækja rommverksmiðjuna sem
heitir því skemmtilega nafni Mount
Gay. Hægt er að komast til Barba-
dos frá til dæmis London eða Kaup-
mannahöfn en Íslendingum býðst
líka sá þægilegi kostur að fljúga
beint þangað með Heims ferðum í
október og nóvember.
www.heimsferdir.is
BRESKAR HEFÐIR
Á HVÍTUM STRÖNDUM
Barbados er sannkölluð paradísareyja.
www.ultimathule.is
Spennandi ferðir um allan heim
BÓKAÐU
NÚNA