Fréttablaðið - 30.03.2008, Síða 24
48 STUNDIR Í KÖBENBORGARFERÐIR
8 FERÐALÖG
FÖSTUDAGUR
09.00-12.00
Smörrebröð að morgninum og ekki
sakar að fá sér einn grænan
Tuborg. Uppáhaldsstaðurinn minn
til þess er Ida Davidsen í Nyhavn
sem er náttúrlega alveg stór-
kostlegur á þessum tíma dags.
Ekki skemmir fyrir útsýnið yfir
alla smábátana og skúturnar og
fyrr en varir er maður kominn í
siglingu á framandi slóðir.
12.00-16.00
Kaupmannahöfn er ekki bara
„hygge“-borg því þar er urmull af
flottum verslunum. Ég mæli
sjálfur með Elmegade uppi á
Nörrebro, þar í kring eru margar
skemmtilegar búðir sem gaman er
að kíkja í. Hið íslenska Laundromat
er í næsta nágrenni og þar er hægt
að fá alvöru kaffi, jafnvel hægt að
þvo nýju fötin ef þannig liggur á
manni.
18.00-20.00
Söfnin í Kaupmannahöfn eru mörg
hver ótrúleg. Eitt af þeim
skemmtilegri og fræðandi er
safnið um seinni heimsstyrjöldina
í einni af hliðargötu Striksins. Þar
er hægt að sjá misskemmtilegar
myndir og minjar um þau áhrif
sem hernám Þjóðverja hafði á
danskt þjóðlíf.
21.00-23.00
Einn af fjölmörgu sushi-stöðum
sem spretta upp eins og gorkúlur í
höfuðborg Dana. Einn af mínum
eftirlætisstöðum er án nokkurs
vafa staðurinn með skemmtilega
nafnið Sachi Sushi á Vesterbrogade,
huggulegur staður þar sem hægt
er að snæða einn af bestu sushi-
réttum borgarinnar í góðra vina
hópi
23.00-03.00
Mexi-bar, ódýrasti kokteilbarinn í
Danmörku og þó víðar væri leitað.
Myndast alltaf skemmtileg
stemning á slíkum knæpum og
menn hafa látið flakka ótrúleg
gullkorn eftir að hafa sötrað á
suðrænum vökva.
03.00
Pylsubílarnir á Strikinu eru bestu
vinir svangs ferðalangs eftir
langan dag.
LAUGARDAGUR
08.00
Yfirleitt reyni ég að rífa mig á
fætur klukkan átta og stekk út í
næsta bakarí, þau eru nánast á
hverju horni og alltaf með nýbakað
góðmeti.
10.00
Fer út að skokka og kýs þá helst að
hlaupa í garðinum í kringum
Fælledparken og reyni að koma
blóðrásinni af stað.
12.00
Ferðinni er heitið í siglingu á
Nyhavn í síkjunum kringum
Kaupmannahöfn. Þar fær maður
einstaklega skemmtilega sýn á
borgina og fróðleik um hana á
ýmsum tungumálum.
15.00
Tilvalið að skjótast í Tivólíið ef það
er opið. Maður er hreinlega aldrei
of gamall fyrir rússíbana. Annars
er gaman að geta þess að ég er
ákaflega lofthræddur en píni mig í
tækin til að halda karlmennskunni.
Skammt undan er síðan
vaxmyndasafnið þar sem hægt er
að sýna ungviðinu allar helstu
stjörnur samtímans.
18.00
Museum Erotica við Købmager-
gade 24 er opið til átta á kvöldin.
Og alveg kjörinn staður að kíkja á
fyrir kvöldið. Alveg merkilegt
hvað það er hægt að hafa gaman af
kynlífsvenjum fólks í gegnum
tíðina.
20.00
Hviids Vinstue er tilvalinn fyrir
fordrykkinn. Hinn þrjú hundruð
ára gamli staður hefur síður en
svo glatað sjarma sínum,
þjónarnir hafa ekkert breyst
síðan íslensku námsmennirnir
sátu þar og lögðu drög að
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Ekki skemmir að sjá má glitta í
mynd af sjálfum Jóni
Sigurðssyni.
22.00
Rölt eftir Nyhavn og það skiptir
eiginlega engu máli inn á hvaða stað
maður fer, alltaf er jafn huggulegt
að sitja undir hitalömpunum í
byrjun vorsins og fylgjast með
mannlífinu, skrautlegum persónum
ásamt því að borða góðan mat. Mæli
sérstaklega með því að fólk fái sér
„stjerneskud“, sem er fiskur í raspi,
rækjur og þess háttar.
00.00
Alveg kjörið að finna góða tónleika
í miðborg Kaupmannahafnar sem
eru nánast á hverju strái. Gott að
kíkja á Billetnet.dk og athuga hvort
einhverjir áhugaverðir tónlistar-
menn séu að spila í nágrenninu. Oft
eru ágætis tónleikar á Vega sem er
á Vesterbro.
POTTÞÉTT
LEIKKERFI
FYRIR GÓÐUM
DEGI Í KÖBEN
Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handbolta,
hefur um þriggja ára skeið búið í smábænum Skjern
á Vestur-Jótlandi. Þrátt fyrir að frítími atvinnumanns
í handbolta sé ekki mikill þá nýtir Vignir sér þær
fáu stundir sem hann hefur afl aga og skellir sér í
helgarferð til vina og kunningja í Kaupmannahöfn.
Vignir féllst á að upplýsa lesendur Ferðalaga um
hvernig draumahelgin í kóngsins Kaupinhavn væri í
hans huga.
Gamla höfuðborgin Kaupmannahöfn hefur síður en svo glatað sjarma sínum og er alltaf
kjörin fyrir helgarferðir á vorin jafnt sem haustin.
Snilld Líkt og í öðrum stórborgum heimsins hafa sushi-veitingastaðir sprottið upp eins og
gorkúlur í Kaupmannahöfn.
Smörrebrauð Varla er hægt að ímynda sér ferð til Danmerkur án þess að hafa gætt sér á
gómsætu smörrebrauði.
Nyhavn Einhver ákaflega skemmtilegur andi svífur yfir vötnum við Nyhavn og þar er iðandi mannlíf á nánast hverju kvöldi.
Vignir Svavarsson fer ekki ofan af því
að Kaupmannahöfn leyni alltaf á sér
þrátt fyrir að hafa komið þangað oftar
en einu sinni.