Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 31

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 31
ATVINNA SUNNUDAGUR 30. mars 2008 157 Saman náum við árangri > Sumarstarfsmenn óskast Við leitum að dugmiklum og samviskusömum einstaklingum til starfa á tímabilinu 15. maí – 31. ágúst. Bílstjórar Störfin felast í akstri gámaflutningabíla innanbæjar í Reykjavík og út á land frá Reykjavík. Um er að ræða bæði vaktavinnu (kl. 08.00-16.00 / kl. 18.00-02.00) og dagvinnu (kl. 08.00-16.00). Umsækjendur skulu hafa lokið meiraprófi og eru ADR- réttindi æskileg en ekki skilyrði. Jafnframt leitum við að bílstjórum með „C“ réttindi meiraprófs til afleysinga í sendibíladeild, vinnutími kl. 08.00-17.00. Starfsmenn í lestun Starfið felst í lestun og losun flutningatækja, eftirliti með nýtingu flutningatækja, þjónustu við viðskipta- vini, almennri vörumeðhöndlun og öðrum tilfallandi verkefnum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af akstri. Meirapróf og lyftarapróf eru kostur en ekki skilyrði. Áhugasamir Vinsamlegast fyllið sem fyrst út atvinnuumsókn á vef Samskipa, www.samskip.is og veljið starfið sem óskað er eftir. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil. Gerð er krafa um stundvísi, góða ástundun og reglusemi. Þar sem um sumarafleysingar er að ræða er ætlast til að umsækjendur taki ekki sumarfrí á ráðningartímabilinu. Starfsmenn í vörumiðstöð Um er að ræða almenna vörumeðhöndlun: vöru- móttöku, tiltekt á vörum og þjónustu við viðskipta- vini. Í vörumiðstöðinni er bæði unnið á dagvöktum og næturvöktum. Umsækjendur skulu vera orðnir 17 ára. Lyftarapróf er kostur en ekki skilyrði. Starfsmenn í skipaafgreiðslu Um er að ræða vinnu við upp- og útskipun í skipa- afgreiðslu. Unnið er á vöktum (kl. 07.55 -16.00 aðra vikuna og kl. 16.00-24.00 hina vikuna). Starfsmenn á gámavelli Starfið felst í afgreiðslu gáma á gámavelli, bæði lyftaravinnu og gámaakstri innan svæðis á dráttar- bílum. Um er að ræða bæði vaktavinnu (kl. 08.00-16.00 / kl. 16.00-24.00) og dagvinnu (kl. 08.00-16.00). Umsækjendur um lyftaravinnu skula hafa þunga- vinnuvélaréttindi, kostur er að hafa litla lyftaraprófið til aksturs dráttarbílanna en ekki skilyrði. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Leikskólinn Hvarf Leikskólinn Hvarf er 6 deilda leikskóli við Álfkonuhvarf, sem opnaði fyrir um tveim árum síðan. Kópavogsbær mun þann 1. maí taka við rekstri leikskólans. Eftirtalin störf eru laus til umsóknar • Aðstoðarleikskólastjóri óskast sem fyrst Umsóknarfrestur er til 14. apríl • Deildarstjórar • Leikskólakennarar Um er að ræða ýmis starfshlutföll á deildum. Leitað er að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í metnaðarfullu, skemmtilegu leikskólastarfi og fjölbreyttu þróunarstarfi, þar sem starfsgleði er í fyrirrúmi. Upplýsingar um störfin veita Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 570 4900 eða Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi í síma 570 1600, net- fang: sesselja@kopavogur.is Hægt að sækja um störfin á www.job.is Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og FL. Leikskólasvið Í Reynisholti fer fram lífsleikninám sem einkennist af hlýju, umhyggju og fagmennsku. Markvisst er unnið að jákvæðri sjálfsmynd hvers barns og samkennd þess með öðrum og er meðal annars unnið í gegnum snertingu, jóga og slökun. Helstu verkefni aðstoðarleikskólastjóra er að vinna að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldis- starfsins í samvinnu við leikskólastjóra. Menntunar- og færnikröfur: • Leikskólakennaramenntun • Framhaldsmenntun og reynsla af stjórnun æskileg • Góð tölvukunnátta • Samskiptahæfni, skipulagshæfi leikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Upplýsingar veita Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólastjóri í síma 517-5560/693-9849 og Auður Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi á Leikskólasviði í síma 411-7000. Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf. Umsóknir skulu berast til Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík eða á netfangið audur.jonsdottir@reykjavik.is Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2008. Laun eru skv. kjarasamningi LN við KÍ vegna FL. Sjá nánar heimsíða leikskólans. www.reynisholt.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Aðstoðarleikskólastjóri í Reynisholti Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Reynisholti, Gvendargeisla 13 í Grafarholti. Leikskólinn er þriggja deilda og stendur í fögru umhverfi við Reynisvatn. Bílstjóri/lagerstarfsmaður Óskast Æskilegt er að hafa meirapróf eða gamla prófi ð. Við leitum að einstaklingi sem er metnaðarfullur,hefur góða þjónustulund,getur sýnt frumkvæði,er sveigjanlegur, skipulagður og hefur hæfi leika í mannlegum samskiptum. Starfssvið: Útkeyrsla og almenn lagerstörf. Matfugl er mjög framsækið og ört vaxandi fyrirtæki í framleiðslu á kjúklingaafurðum. Áhugasamir sendið inn skrifl egar umsóknir á netfangið Steinar@matfugl.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.