Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 32

Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 32
ATVINNA 30. mars 2008 SUNNUDAGUR168 Véltæknifræðingar Okkur vantar véltæknimann til starfa við þjarkalausnir. Vélateikningar, umsjón með undirverktökum og uppsetningar. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Jónsson í síma 510 5200. eða thorkell@samey.is Samey ehf, Lyngási 13, 210 Garðabæ Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir N1 hf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996. Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða áhugasama og vandvirka einstaklinga í eftirtalin sumarstörf. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi og stundvísi. Störfin standa báðum kynjum til boða. Skrifstofustarf - sumarstarf Starfið felst meðal annarrs í daglegri verkstjórn á dreifingarbílum, móttöku á pöntunum og aðstoð við daglegt uppgjör á afgreiðslubókhaldi. Olíustöðin Örfirisey Leitað er að handlögnum einstaklingum til sumarstarfa í olíustöðinni í Örfirisey. Vélstjóra eða stýrimannsréttindi kostur. Olíustöðin Örfirisey er stærasta olíubirgðastöð landsins. Þar er tekið á móti stærstum hluta alls eldsneytis sem flutt er til landsins. Í birgðastöðinni er m.a. unnið á 12 tíma vöktum og felst vinnan í losun og lestun olíuskipa, afgreiðsla eldsneytis til skipa og rekstur dælubúnaðar og skilvinda. Meiraprófsbílstjórar Leitað er að meiraprófsbílstjórum sem tilbúnir eru í mikla vinnu staðsettum á eftirfarandi stöðum: Reykjavík, Reykjanesbæ, Snæfellsnes, Akranes, Borgarnes, Patreksfjörður, Selfoss, Þorlákshöfn, Akureyri, Reyðarfjörður. Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Um er að ræða tímabilið maí til september eða hluta af því samkvæmt samkomulagi. Allar nánari Allar nánari upplýsingar veita: Fyrir Akureyri: Jóhann Guðjónsson í síma 4614070 eða akureyri@odr.is Fyrir Reyðarfjörð: Rafnkell Már Magnason í síma 8624126 eða austurland@odr.is Fyrir olíustöðina Örfirisey: Einar Sveinn Ólafsson í síma 5509944 eða einar@odr.is Fyrir aðra staði: Helgi M. Egonsson í síma 5509937 eða helgim@odr.is Sumarstörf hjá Olíudreifingu ehf. Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík. STARFSKRAFTUR Í LAUGASKJÓL Hjúkrunarheimilið Skjól leitar að góðum starfskrafti til þess að sjá um býtibúr og ræstingu í Laugaskjóli sem er sambýli fyrir aldraða minnissjúka. Vinnutími er frá 8:00 - 16:00 virka daga. Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður hjúkrunarforstjóri alla@skjol.is Einnig í síma: 522-5600 milli kl: 8-16 virka daga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.