Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 34

Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 34
ATVINNA 30. mars 2008 SUNNUDAGUR180 Bakkabraut 9 · 200 Kópavogur · Sími: 414-7777 ·Fax: 414-7779 · borg@evborg.is · www.evborg.is BORG ehf. – Einingaverksmiðja og Steypustöð hóf starfsemi í upphafi ársins 2005. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við framleiðslu, sölu og dreifingu forsteyptra húseininga og steinsteypu. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður og hefur framleiðsla og þjónusta fyrirtækisins fengið góðar viðtökur viðskiptavina. Félagið leggur áherslu á gæði, áreiðanleika og heildarlausnir. Góður starfsandi er í fyrirtækinu og er fjöldi spennandi verkefna framundan. Óskum eftir að ráða verkfræðing í starf forstöðumanns hönn- unardeildar. Fyrsta verkefni forstöðumanns er að byggja upp og leiða nýja hönnunardeild fyrirtækisins. Hlutverk deildarinnar er að vinna burðarþolsteikningar fyrir einingaframleiðslu og sinna ráðgjöf til viðskiptavina. Viðkomandi aðili þarf að búa yfir skipu- lagshæfileikum og vera sjálfstæður í vinnubrögðum. Stjórnunar- reynsla er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Óskum eftir tæknimenntuðum starfsmönnum í nýja hönn- unardeild fyrirtækisins. Helstu verkefni er hönnun eininga fyrir einingaframleiðslu, ráðgjöf til viðskiptavina, verkefnastjórnun og önnur sérhæfð verkefni. Til greina koma t.d. byggingafræðingar, byggingatæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar o.fl.. Óskum eftir að ráða forstöðumann steypustöðvar fyrirtækisins. Forstöðumaður hefur umsjón með öllum daglegum rekstri steypustöðvarinnar, sér um starfsmannamál, aðföng og innra skipulag. Viðkom- andi hefur að auki umsjón með því að framleiðslan uppfylli gæðakröfur og staðla. Leitað er að aðila með skipulagshæfileika og reynslu af stjórnun. Háskóla- menntun er kostur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Bílstjórar óskast til starfa við steypustöð Borgar. Jafnt er um að ræða störf á hefðbundnum steypubílum eða steypudælum. Reynsla er kostur en ekki nauðsynleg. Meirapróf er skilyrði. Umsóknir með ferilskrá óskast sendar á netfangið atvinna@evborg.is eigi síðar en 7. apríl nk. Fullum trúnaði er heitið. Skólastjóri Gerðaskóla í Garði Staða skólastjóra Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. Nemendur Gerðaskóla eru 245 í 1. – 10. bekk. Gott samstarf er við leikskóla og framhaldsskóla og aðgangur greiður að góðri sérfræðiþjónustu. Í skólastefnu Sveitarfélagsins Garðs eru eftirfarandi áherslur lagðar í skóla- og æskulýðsstarfi bæjarins: • Öll samskipti einkennist af gagnkvæmri virðingu. • Fjölbreyttir hæfileikar barna séu viðurkenndir og sjálfsmynd þeirra styrkt. • Aðstæður til náms séu góðar og hvetjandi. • Samvinna heimila, skóla og æskulýðsstarfsemi sé góð og samskiptaleiðir greiðar. • Tengsl við umhverfi, fyrirtæki og stofnanir bæjarins séu virk. • Gleði, metnaður og umhyggja einkenni allt starf með börnum og ungmennum. Leitað er að kraftmikilum og drífandi stjórnanda sem er tilbúinn til að starfa að öflugri skólaþróun. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennarapróf og kennslureynsla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg og reynsla af skólastjórnun. • Frumkvæði, samstarfsvilji og góðir skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hafi áhuga á að leiða þróunarstarf í átt að einstaklingsmiðuðu námi. Umsókn skal fylgja yfirlit yfir menntun og störf umsækjanda og hver þau verkefni sem varpað geta ljósi á færni til að sinna skólastjórastarfi. Við ráðningu í starfið verður tekið tillit til menntunar, kennsluferils, stjórnunarreynslu og umsagna um starfshæfni umsækjanda. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2008. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til 7. apríl og skal skila umsókn á bæjarskrifstofu Sveitar- félagsins Garðs að Sunnubraut 4, 250 Garður. Nánari upplýsingar veitir Oddný Harðardóttir bæjarstjóri í síma 4227150, netfang oddny@svgardur.is. þar sem ferskir vindar blása H en na r h át ig n 08 -0 04 9 www.svgardur.is Starfsmaður á Akureyri Minkaveiðiátak Umhverfi sstofnun auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf umsjónarmanns með minkaveiðiátaki til ársloka 2009 hjá stofnuninni á deild lífríkis og veiðistjórnunar, sem staðsett er á Akureyri. Megin verkefni starfsmannsins verður að hafa með höndum daglega umsjón minkaveiðiátaks, vera í tengslum við minkaveiðimenn og taka á móti gögnum frá þeim. Næsti yfi rmaður starfsmannsins er deildarstjóri lífríkis og veiðistjórnunar, sem heyrir undir svið náttúruauðlinda Umhverfi sstofnunar. Nánari upplýsingar um starfi ð veita Bjarni Pálsson, deildarstjóri, sími 460 7900 og Sigrún Valgarðsdóttir, starfsmannastjóri, sími 591 2000. Æskilegt er að starfsmaður geti hafi ð störf sem fyrst. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Reynsla af veiðum • Góð tölvukunnátta, þekking á landupplýsingakerfi er kostur • Góð íslenskukunnátta Við val á umsækjendum verður að auki lögð áhersla á að væntanlegur starfsmaður: • Sýni frumkvæði í starfi og getu til að vinna sjálfstætt • Sýni lipurð í samskiptum • Geti unnið undir álagi Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfi ð. Umsóknir um ofangreint starf skulu sendar rafrænt á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 14. apríl 2008. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfi sstofnun á www.ust.is Njótum umhverfi sins og stöndum vörð um það saman.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.