Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 55

Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 55
ATVINNA SUNNUDAGUR 30. mars 2008 19 Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir ef næg þátttaka fæst: Matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn 8.-16. maí, ath. breyttar dagsetningar. Sveinspróf í prentsmíð - grafískri miðlun, prentun og bókbandi, fara fram dagana 19. – 26. maí. Mat á starfsreynslu í fjölmiðlatækni og bókasafnstækni fer fram á sama tíma. Húsasmíði, 13. - 15. maí, ath. breyttar dagsetningar. Pípulögnum, 14.-16. maí. Múrsmíð, 19. - 23. maí. Málaraiðn, 26. maí -30. maí. Sveinspróf í húsgagnasmíði 26. maí- 30. maí. Í dúklögnum og veggfóðrun, 26. maí til 6. júní. Umsóknarfrestur fyrir ofangreind próf er til 1. apríl. Sveinspróf í málmiðngreinum og netagerð verða haldin í maí og júní. Gull- og silfursmíði og skósmíði í júní. Hársnyrtiiðn, skriflegt próf 19. maí og verklegt 31.maí og 1. júní í Iðnskólanum í Hafnarfirði og 7. og 8. júní í Iðnskólanum í Reykjavík. Snyrtifræði, 23. - 31. maí. Klæðskurði 26. til 31. maí og kjólasaumi 2. til 7. júní. Bifvélavirkjun, 6. júní, bifreiðasmíði 30.-31.maí, bílamálun 6.-7. júní. Umsóknarfrestur fyrir ofangreind próf er til 1. maí. Sveinspróf í ljósmyndun verða haldin í september. Sveinspróf í vélvirkjun verða haldin í október. Umsóknarfrestur fyrir ofangreind próf er til 1. júní. Nánari tímasetningar verða auglýstar á heimasíðu okkar www.idan.is. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2008. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður, er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.uns.is ; www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is Endurmenntunarnámskeið fyrir ökumenn sem fl ytja hættulegan farm Samkvæmt reglugerð nr. 984/2000 um fl utning á hæt- tulegum farmi er gildistími starfsþjálfunarvottorðs ökumanns (ADR-skírteinis) sem annast fl utning á hættulegum farmi 5 ár. Heimilt er að framlengja gildistíma vottorðsins um fi mm ár í senn hafi handhafi þess á síðustu tólf mánuðum og ekki síðar en þrem mánuðum eftir að gildistími vottorðsins rann út lokið endurmenntunarnámskeiði og staðist próf í lok þess. Fyrirhugað er að halda eftirfarandi endurmenntunar- námskeið í Reykjavík sem hér segir: Grunnnámskeið 10. apríl. 2008. Flutningur í tönkum: 11. apríl 2008. Flutningur á sprengifi mum farmi 12. apríl 2008. Til að að endurnýja réttindi fyrir fl utninga á hættulegum farmi í tönkum og/eða fl utningi á sprengifi mum farmi verður viðkomandi að hafa gild réttindi fyrir stykkjavörufl utninga (grunnnámskeið). Skrá skal þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 4. apríl 2008. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími 550 4600. Auglýsing vegna úthlutunar atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiðar. Vegagerðin auglýsir laus til umsóknar 23 leyfi til leiguaksturs á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þeir einir geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigu- bifreiðar að aðalatvinnu. Til að öðlast leyfi þurfa um- sækjendur að uppfylla skilyrði leyfi s skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og reglugerðar nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfa fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 397/2003. Umsóknareyðublöð má nálgast á vegagerdin.is/leyfi sveitingar, eða í afgreiðslu Vegagerðarinnar Borgartúni 5 í Reykjavík. Þeir sem þegar hafa sótt um leyfi þurfa ekki að endurnýja umsóknir sýnar. Umsóknarfrestur er til 07.04.2008. VERKSTJÓRAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavíkur 2008 verður haldinn á morgun mánudaginn 31. mars 2008 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50d, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 19:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Stjórn Verkstjórafélag Reykjavíkur. Styrkúthlutun úr Húsafriðunarsjóði árið 2008. Húsafriðunarnefnd samþykkti á fundi sínum 4. mars sl. styrkveitingar úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2008. Veittir voru 209 styrkir samtals að upphæð 228.650.000 kr. Þar af eru styrkir Fjárlaganefndar Alþingis 162.000.000 kr. Aðallega eru styrkir veittir til endurbygginga og viðhalds friðaðra húsa um land allt, en auk þess til húsa sem talin eru hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. Leitast er við að veita tiltölulega stórum styrkjum til verkefna í hverjum landshluta í samræmi við stefnumörkun Húsafriðu- narnefndar. Nánari upplýsingar um styrkveitingarnar er að fi nna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar www.husafridun.is undir styrkúthlutun 2008. Húsafriðunarnefnd stjórnar Húsafriðunarsjóði, en hlutverk sjóðsins er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Þá eru einnig veittir styrkir til húsa, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi að mati nefndarinnar. Ennfremur styrkir sjóðurinn gerð húsakannana og rannsóknir á íslenskum byggingararfi og útgáfu þar að lútandi. Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi. • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði. • Aðstoð við sameiningu fyrirtækja. • Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum. • Aðstoð við gerð kaupsamninga. • Rekstrarráðgjöf. Við finnum kaupendur og seljendur að fyrirtækjum Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Firma Consulting leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu: Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endur- skoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smárahvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Magnús er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) TILKYNNINGAR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.