Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 68
40 FERÐALÖG Þegar við lítum aftur fyrir okkur út um gluggann á rútunni sem ekur okkur áleiðis eftir gjöfulustu vín- ekrum Chile umhverfis höfuðborg- ina Santiago þá öndum við léttar – og það bókstaflega. Héðan úr hæðunum ofan við Santiago blasir við okkur þykk, fölgul mengunar- slikja milljónaborgarinnar. Við höldum á vit sjávarloftsins, eftir sjötíu mínútna rútuferð komum við til hafnarborgarinnar Valparaíso. Um Chile er sagt að þangað komi ferðafólk til að njóta undurfagurrar náttúru en menningar- og borgarlífið sé aftur á móti fremur lítt eftirsóknarvert. Valparaíso er undantekningin á þeirri reglu. Borgin er ekki aðeins algjörlega einstæð meðal borga í Chile, hún er einstæð í sínum heimshluta og jafnvel um heim allan. Svo sérstæð þykir hún raunar að borgin er á alheimsminjaskrá UNESCO en á þann lista komast, eins og kunnugt er, einungis fágætustu gersemar verald arinnar. Í Valparaíso er augað mikilvæg- asta skynfærið. Þegar ferð er und- irbúin þangað dugar mjög takmark- að að leggjast yfir langa texta um borgina. Maður verður nefnilega að leita uppi stórar og litríkar myndir til þess að átta sig á því hvað maður á í vændum. Þegar rútan frá Santiago, með okkur inn- anborðs, nálgast borgarmörkin fer maður strax að verða var við það í bröttum hlíðum og á klettasyllum báðum megin við veginn hvert maður er kominn. Þar læsa nefni- lega litrík timburhús klónum í ystu nafir og mynda í sameiningu yndis- lega kaótíska litadýrð. Eftir þann forleik er síðan komið að aðalréttinum sjálfum þegar inn í borgina er komið. Við manni blasir nokkuð alveg einstakt. Borg sem byggð er á miklum misfellum, örlitlum kraga af undirlendi í kring- um hafnarkantinn sem rétt dugir til að rúma miðborgarysinn en síðan bröttum hæðum fullum af lit- ríkustu húsaþyrpingu á byggðu bóli. Hæðirnar gefa til kynna horfna gullöld, þegar Valparaíso var nafli alheimsins á seinni hluta 19. aldar sem nauðsynlegur áning- arstaður á siglingaleiðinni um Mag- ellan-sundið til og frá Evrópu og borgum gullæðisins á vesturströnd Bandaríkjanna. Valparaíso varð á þessum tíma að alþjóðlegu samfélagi þar sem hópar ýmissa evrópskra þjóða, einkum enskir, þýskir, franskir og ítalskir, settu sinn sterka svip á borgarlífið. Velsældin var mikil og allt var í lukkunnar velstandi allt þar til Panama-skurðurinn leiddi skipin um aðra siglingaleið og Val- paraíso sat eftir með sárt ennið. Húsin á hæðunum eru minnisvarði þessa tíma; heilu hæðirnar af reisu- legum og einstaklega glæsilegum 19. aldar timburhúsum, mörg klædd bárujárni að íslenskum hætti og máluð í skærum litum. Litadýrð- in og sérstaða byggingalandslags- ins á hæðunum gerir það að verk- um að ferðalangar finna sig hreinlega knúna til að beina myndavélinni að hverju horni, hverri byggingu og upp og niður hvern snarbrattan slóðann á fætur öðrum. Myndatökur á svarthvíta filmu eiga ekki við á hæðunum í Valparaíso. Cerro Concepción er yfirleitt talin fremst meðal jafningja af hæðunum og þangað sækir ferða- fólk helst. Byggingarnar þar eru glæsilegastar og sérstæðastar, þar er urmull frábærra veitingastaða og gististaða og útsýnið þaðan yfir höfnina og út á Kyrrahafið er engu líkt. Hæðirnar sérstæðu eru þó ekki einar um athyglina í Valparaíso. Óhætt er að tala um afar nána sam- keppni við hitt sem aðallega heldur merkjum borgarinnar á lofti og er ekki síður merkilegt og einstakt en hæðirnar regnbogalituðu: Það eru lyfturnar sem notaðar eru til að komast af undirlendinu og upp á þverhníptar hæðirnar. Lyfturnar eru allar um hundrað ára gamlar (byggðar á árabilinu 1883-1916) og hafa að flestöllu leyti haldið sinni upprunalegu umgjörð. Gott ef lyftuverðirnir sem hleypa manni um borð í þessa skröltandi kláfa liggja ekki líka sterklega undir grun um að hafa fylgt lyftunum frá fyrsta degi. Lofthræddum er bent á að loka augunum og reyna að hugsa um eitthvað annað en aldur farar- tækjanna meðan á ferðunum upp eða niður þverhnípið stendur. Lyft- urnar eru alls fimmtán talsins, dreifast á brattar hæðir bæjarins og eru enn virkur hlekkur í sam- göngum borgarbúa. Niðri á láglendinu er höfnin eðli- lega aðalaðdráttarafl gömlu hafn- arborgarinnar. Lengra úti með strandlínunni breytist höfnin hins vegar í sandströnd. Þar tekur við Viña del Mar, bær sem er samvax- inn Valparaíso, en er þó eins ólíkur hinum síðarnefnda og hugsast getur. Meðan Valparaíso byggir hróður sinn á glæstri sögu og blómstrandi menningarlífi er Viña del Mar hreinræktaður strandbær með tilheyrandi ósmekklegum hót- elblokkum, vondum skyndimat og sölustöndum þar sem strandtennis- spaðar og sólhattar með áletrun staðarins eru falboðnir jöfnum höndum. En ekkert af því skiptir máli enda fólk ekki komið til Viña del Mar til þess að dást að húsagerð eða menningararfi. Þangað er fólk komið til að flatmaga á ströndinni og einskis annars. Það er líka eitt- hvað alveg dásamlegt við það að taka frá smástund þar og spóka sig á sundfötunum, sérstaklega í ljósi þess að sumar ríkir í Chile frá nóv- ember og fram í mars. Þeir Íslend- ingar sem skoppa þá fáklæddir um ströndina á Viña del Mar eru því nokkuð líklegir til þess að kalla yfir sig öfund landa sinna á meðan. Flestir kveðja því Valparaíso og nánasta umhverfi með söknuði þegar síðustu húsin á klettasyllun- um eru að baki á rútuferðinni áleið- is aftur í fölgulu mengunarslikjuna í höfuðstaðnum. HÆÐIRNAR Í VALPARAÍSO Sigurður Ólafsson kannar hafnarborgin Valparaíso sem er falinn gimsteinn í Chile. VALPARAÍSO OG NÁGRENNI Verðlag í Valparaíso, og í Chile yfirleitt, er mjög hagstætt fyrir íslenska ferðamenn. Auðvelt er að finna gistingu fyrir brotabrot af því sem geng- ur og gerist á viðlíka stöðum í Evrópu. Þjónustulund er afar ríkur þáttur í fari Chile-manna. Í borginni er fjöldi góðra veitingastaða þar sem mikið er lagt upp úr metnaðarfullri og nútímalegri eldamennsku. Gæði hráefnis eru yfirleitt mjög mikil í Chile. Hér eru tveir nefndir af handahófi. Pasta y Vino á Cerro Concepción-hæðinni er pastastaður í hæsta klassa. Réttirnir sem þar eru fram bornir eru frumlegir og einkar ljúf- fengir. Smekklegt yfirbragð staðarins er allt samkvæmt nýjustu tísku og þjónustan er til mikillar fyrirmyndar. Franski staðurinn Le Filou de Montpellier er einnig á Cerro Concep- ción-hæðinni. Hann er dæmi um þá alþjóðlegu strauma sem leika um Valparaíso. Matseðillinn er breytilegur frá einu kvöldi til annars og að sjálfsögðu eru franskir réttir í hávegum hafðir. Andrúmsloftið er skemmtilega óreiðukennt, eins og sönnum Frökkum sæmir. Engar lestir ganga frá höfuðborginni Santiago til Valparaíso en rútur fara hins vegar reglulega á milli staðanna. Rútuferðin tekur um það bil 70 mínútur. Mjög góðar neðanjarðarlestarsamgöngur eru á milli Valparaíso og strandbæjarins Viña del Mar og tekur ferðin þar á milli einungis 5-10 mínútur. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.