Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 74
18 30. mars 2008 SUNNUDAGUR
Það er oft ákveðinn
höfuðverkur að
ákveða um hvað
þessir vikulegu
pistlar eigi að vera.
Stundum er of margt
sem hægt er að tjá sig
um og stundum ekki
neitt. Núna væri til
dæmis mjög auðvelt að tjá sig
eitthvað um gengi krónunnar og
efnahagsástandið, en það verður
ekki gert í þetta skiptið. Þetta á nú
einu sinni að vera svolítið skemmti-
legt.
Mér þykja afmæli alltaf skemmti-
leg. Þá er ég ekkert að tala um mín
eigin afmæli, heldur bara afmæli
almennt. Ég geri mér samt grein
fyrir því að það eru margir mjög
ósammála mér í þessu – þola ekki
afmæli og sjá bara ekkert skemmti-
legt við það að verða árinu eldri.
Ástæðan fyrir því að ég fór að
velta fyrir mér afmælum er sú að á
föstudaginn átti mjög merkileg
kona stórafmæli. Svo stórt að það
eru ekkert sérstaklega margir sem
ná að halda upp á það. Hvað þá með
slíkum stæl og þessi kona. Svo ég
ákvað að kynna lesendur þessa
pistils fyrir henni ömmu minni.
Hún varð nefnilega áttræð á
föstudaginn.
Ég þekki ekki margt áttrætt fólk
sem er eins og hún. Reyndar þekki
ég ekkert mjög mikið af áttræðu
fólki yfirhöfuð, en ég veit samt að
hún er í algjörum sérflokki. Það eru
ekkert margir á þessum aldri sem
fara í sund á nánast hverjum
morgni, passa mjög fjörug barna-
barnabörn heilu dagana og næturnar
og bjóða öllum afkomendunum í
kaffiboð um hverja helgi, þar sem
meðal annars eru heimabakaðar
pítsur á boðstólnum.
Ég fékk reyndar ekki að halda
upp á stórafmælið með henni því
amma skellti sér til London um
helgina. Þar bjó hún og vann í
sendiráðinu sem ung kona á
eftirstríðsárunum, og alla tíð síðan
hefur hún haldið tryggð við borgina
og passað að heimsækja hana
reglulega. Fyrir mér sýnir amma
það vel að aldur er oftar en ekki
bara hugarástand. Það ættu allar
fjölskyldur að eiga allavega eina
svona ömmu eins og mína.
STUÐ MILLI STRÍÐA Aldur er bara hugarástand
ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR HÉLT UPP Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Kort
100 kr.
Tja... Hvað get ég sagt?
Líf mitt hefur tekið
miklum breytingum! Til
hins betra!
Ég er fluttur að heiman, er
komin með fasta vinnu og
fluttur inn til yndislegrar konu!
Það gengur allt vel! Í
fyrsta skipti líður mér
eins og ég hafi meðbyr!
Ég er happy!
Ég hélt
kannski að
þetta væru
góðar fréttir?
Þú ert bara
að grínast
í mér! Þú ert
veikur! Veikur!
Til
hægri!
Sagðirðu ekki
að mamma
þín væri í
burtu?
Ég sagði að
hún hefði farið
í göngutúr!
Inn í
reykinn!
Flýttu þér, þá náum við að
skrúfa dekkin af rúgbrauð-
inu og setja þau á bílinn
hennar aftur, áður en hún
kemur heim!
Við erum sloppnir,
félagi!
Sjáðu! Ég hef
skrifað mjög
spennandi lýsingu
á lífi mínu!
En þú gerir ekkert
annað en að sofa! Ertu búinn að
lesa hana?
Vandamálið með svona heim-
sóknir er að börnin fara aldrei
að sofa á skikkanlegum tíma
Þau eru vakandi svo lengi
að þau eru þreytt og úrill
restina af helginni!
Auðvitað! Vakið alla nóttina!
Skemmtið ykkur! Hver hefur
áhyggjur af morgundeg-
inum?
Ég skal segja þér
það að í rauninni
eru það foreldr-
arnir sem þjást!
Ég get
staðfest
það!
LIST VINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRK JU 26. STARFSÁR
AÐGANGSEYRIR 2000 KR.
MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRK JU S. 510 1000
Camerarctica og
Marta Guðrún Halldórsdóttir
T Ó N L E I K A R Í
H A L L G R Í M S K I R K J U
S U N N U D A G I N N
3 0 . M A R S 2 0 0 8
K L . 1 7
sópran
l i s t v i n a f e l a g . i s
ELÍN GUNNLAUGSDÓTTIR:
Sálmar á atómöld
ÞORKELL S IGURBJÖRNSSON:
„Allir verði eitt“ - sálmur í þýðingu Sigurbjörns
Einarssonar biskups fyrir sópran, flautu, klarinett og
strengjakvartett -
MAX REGER:
Kvintett fyrir klarinettu og strengi í A dúr op.146
F R U M F LU T N I N G U R
MENNTAMÁLA-
RÁÐUNEYTIÐ