Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 83
SUNNUDAGUR 30. mars 2008 27
FÓTBOLTI Það verður stórleikur á Anfield í dag
þegar nágrannarnir Liverpool og Everton
mætast. leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport
2 og hefst klukkan 15.00.
Það er alltaf mikið undir þegar þessi
fornfrægu félög mætast en aldrei meira en
einmitt nú þegar þau eru einnig í harðri keppni
um fjórða sætið og þar með þátttökurétt í
Meistaradeildinni á næsta tímabili. Félögin
hafa mæst 204 sinnum, Liverpool hefur
unnið 78 sinnum á móti 64 sigrum Everton.
Liverpool er með tveggja stiga forskot
þegar sjö umferðir eru eftir og því ljóst að
úrslit leiksins í kvöld geta ráðið miklu um
þróun mála á endasprettinum. Everton má
alls ekki við því að tapa þessum leik en félagið
hefur ekki unnið á Anfield síðan 1999. Liverpool
vann umdeildan 2-1 sigur í fyrri leiknum á
Goodison Park þar sem Dirk Kuyt skoraði bæði
mörk Liverpool úr vítaspyrnum.
„Við höfum undanfarin ár ekki veitt þeim
eins mikla keppni og við vildum en nú öndum
við ofan í hálsmálið þeirra. Það væri frábært að
komast í Meistaradeildina og þessi leikur ræður
miklu um það. Sigurvegarinn verður kominn í
lykilstöðu og ég er viss um að það myndi gera
útslagið fyrir okkur að vinna. Við erum mjög
spenntir fyrir því að fá að spila í stóru keppninni
eftir að hafa verið í Evrópukeppni í vetur,“
sagði David Moyes, stjóri Everton.
Bæði lið verða án lykilmanna í leiknum.
Javier Mascherano hjá Liverpool tekur út
leikbann í kjölfar rauða spjaldsins gegn
Manchester United um síðustu helgi og þá er
það ljóst að Tim Cahill hjá Everton verður ekki
meira með í vetur. -óój
205. derby-leikurinn á Merseyside milli Liverpool og Everton hefur enn meiri þýðingu en vanalega:
Berjast um fjórða Meistaradeildarsætið
HVERJIR FAGNA?
Fernando Torres,
Steven Gerrard og
Yakubu verða í stórum
hlutverkum í
dag.
KÖRFUBOLTI Kobe Bryant skoraði
53 stig gegn Memphis Grizzlies
en það var þó ekki til þess að
koma í veg fyrir annað tap Los
Angeles Lakers í röð. Fimm
leikmenn Memphis skoruðu yfir
tíu stig og liðið vann 114-111
sigur.
„Við gerðum ekki það sem við
eigum að gera í vörninni og
eigum í miklum vandræðum með
að halda okkur fyrir framan
boltann. Við erum núna búnir að
tapa fyrir tveimur liðum sem við
mætum sem betur fer ekki í
úrslitakeppninni,“ sagði Bryant
eftir leikinn en hitt tapið var á
móti Charlotte.
Kobe fékk tæknivillu í leiknum
og má ekki fá aðra í síðustu níu
leikjunum því þá fer hann í eins
leiks bann.
Þetta var í 23. sinn á ferlinum
sem Bryant skorar 50 stig eða
meira en Lakers hefur unnið 16 af
23 leikjum sínum þegar Kobe er
með svo mörg stig. - óój
Kobe Bryant hjá LA Lakers:
Einni tæknivillu
frá leikbanni
15 TÆKNIVLLUR Kobe Bryant hefur látið
dómarana heyra það í vetur.
NORDICPHOTOS/XXX
NFL Eigendur NFL-liða munu
funda um ýmis mál í næstu viku
og meðal þess sem er á dag-
skránni er að taka afstöðu til þess
hvort banna eigi leikmönnum að
vera með sítt hár.
Kansas City Chiefs hefur lagt
fram tillögu um að leikmönnum
verði bannað að hafa hár sem nær
yfir nafn leikmannanna á baki
búninganna. Leikmenn verða ekki
neyddir í klippingu og sleppa ef
þeim tekst að troða hárinu innan í
hjálminn sinn.
Nokkrir leikmenn í NFL-
deildinni eru með mjög sítt hár og
þeirra þekktastur er líklega Troy
Polamalu hjá Pittsburgh Steelers
en hárið á honum nær niður á
mitt bak. Skal engan undra þar
sem hann hefur ekki farið í
klippingu síðan árið 2000.
Hann fékk að kenna illa á því
að vera með sítt hár fyrir tveim
árum síðan er hann var tæklaður
illa á hárinu. Hann sá þrátt fyrir
það enga ástæðu til að fara í
klippingu en hann gæti þurft að
hitta rakara ef þessi tillaga nær í
gegn enda kemst allt þetta hár
aldrei undir hjálminn. - hbg
NFL-eigendur funda:
Verður sítt hár
bannað í NFL?
TROY POLAMALU Gæti þurft að fara í
klippingu fyrir næsta vetur.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES