Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 10
10 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Afnema á annars vegar lög um ríkisábyrgð á láni Íslenskrar erfðagreiningar frá 2002 og hins vegar lög um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði frá 1998. Hvorug lögin hafa komið til fram- kvæmda. Þetta er skoðun Þuríðar Back- man, þingmanns Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs. Hún hefur sent heilbrigðis- og fjár- málaráðherrum fyrirspurnir vegna málanna. Þuríður tekur fram að í þessu felist engin afstaða til fyrirtækis- ins en hún telji óþarfa og ábyrgð- arleysi að lögin séu virk þar sem þau hafi ekki verið notuð og ekki sé útlit fyrir að svo verði. Hún tekur jafnframt fram að viljinn til afnáms laganna sé háður því að fyrirtækið eigi ekki skaða- bótakröfur á hendur ríkinu. Þuríður er enn fremur andvíg sölu Íslenskrar erfðagreiningar á erfðamengi einstaklinga og innir heilbrigðisráðherra svara um hana. „Ég held að við séum komin á vafasama slóð hvað varðar vænt- ingar fólks. Þegar selt er aðgengi að erfðamengi með tilliti til hugs- anlegra sjúkdóma getur það skap- að meiri ótta og óróa og fólk getur búið við ímyndaðar eða óraunhæf- ar væntingar. Við getum hugsað okkur að konur láti fjarlægja brjóst af því þær halda að þær muni fá brjóstakrabbamein,“ segir Þuríður sem óttast líka að trygg- ingafélög ásælist upplýsingarnar. - bþs Þuríður Backman VG vill afnám tvennra laga er snúa að Íslenskri erfðagreiningu: Ríkisábyrgðin verði afnumin ÞURÍÐUR BACKMAN Hún vill afnema lög um ríkisábyrgð á láni Íslenskrar erfða- greiningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÉLAGSMÁL Málefni innflytjenda á Suðurlandi verða rædd á málþingi Velferðarmálanefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Menningarráðs Suðurlands í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn á föstudaginn. Fjölmörg erindi verða flutt á málþinginu og má þar nefna erindi Bryndísar Friðgeirsdóttur um aðkomu almennings að málefnum innflytjenda. Sr. Baldur Kristjáns- son, sóknarprestur mun og leita svara við hvort Íslendingar þurfi að endurskoða afstöðu sína til innflytjenda. Þá munu stofnanir kynna upplýsingar af ýmsu tagi á upplýsingatorgi. - ovd Málþing í ráðhúsi Ölfuss: Ræða málefni innflytjenda MAKINDALEGAR PÖNDUR Pandabirn- ir fá sér lúr á verndarsvæði þeirra í Wolong í Setsúan-héraði í Suðvestur- Kína. Átta birnir af verndarsvæðinu verða fluttir í dýragarðinn í Peking til að gleðja gesti Ólympíuleikanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RV U N IQ U E 04 08 05 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. Sparakstur með Volkswagen 18 Horfðu fram á veginn! HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Das Auto. Þegar bíl er ekið með sparakstur í huga er mikilvægt að horfa ávallt vel fram á veginn. Taktu eftir öllum ljósum, beygjum og gatnamótum tímanlega til að þú þurfir ekki að hemla. Notaðu heldur hreyfiorku bílsins til að knýja hann sem lengst. Volkswagen hjálpar þér að fara betur með eldsneytið. Fylgstu með átakinu okkar og lærðu fleiri aðferðir til að spara í akstri. KJARAMÁL Kennarar eru með mun lægri laun en háskólamenntaðir félagar í Bandalagi háskólamanna (BHM). Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent vann fyrir Kennarasamband Íslands (KÍ) og kynnt var á fjórða þingi þess sem sett var í gær. Félagar í KÍ eru með ríflega 85 þúsund lægri heildarlaun á mánuði að meðal- tali. Meðaltal grunnlauna félaga í KÍ er 280.135 krónur samkvæmt könnuninni, en 343.390 hjá félög- um í BHM. Munurinn eykst enn þegar kemur að heildarlaunum sem eru 334.991 að meðaltali hjá félögum KÍ og 420.327 hjá félög- um BHM. Elna Katrín Jónsdóttir, vara- formaður KÍ, segir könnunina staðfesta það sem kennarar hafi lengi vitað. Vonandi átti fleiri sig á ástandinu með tilkomu skýrsl- unnar. „Það er ljóst að kennarar eru komnir langt aftur úr saman- burðarhópum, jafnvel hjá hinu opinbera. Síðan hafa opinberir starfsmenn dregist aftur úr öðrum,“ segir Elna Katrín. Framhaldsskólakennarar hafa hæstu launin af félögum KÍ, þeir eru með tæplega 295 þúsund króna grunnlaun að meðaltali. Grunnskólakennarar hafa lægstu launin, eða tæplega 242 þúsund krónur. Það sama er upp á ten- ingnum þegar kemur að heildar- launum. Framhaldsskólakennar- ar eru hæstir með 406 þúsund krónur að meðaltali og grunn- skólakennarar tæplega 289 þús- und krónur í heildarlaun að með- altali. Óánægja með laun er mest hjá grunnskólakennurum. Þeir telja að heildarlaun sín þurfi að hækka um 46 prósent til að verða sann- gjörn, en framhaldsskólakennar- ar telja sín laun þurfa að hækka um 24 prósent. Á bak við þessi heildarlaun liggur mismunandi fjöldi vinnu- stunda. Framhaldsskólakennarar vinna flestar stundir, eða 52,2, en leikskólakennarar fæstar, 42,7. Athygli vekur að grunnskóla- kennarar vinna fleiri stundir en bæði tónlistar- og leikskólakenn- arar, en hafa lægri laun. Launamunur kynja er ríflega 18 prósent, konum í óhag. Í niður- stöðum er kynbundinn launamun- ur þó ekki sagður nema fimm pró- sent, en þá hefur verið tekið tillit til ýmissa breytna, svo sem vinnu- tíma, fjölda greiddra yfirvinnu- tíma og aldurs. Elna Katrín segir að skýrslan verði innlegg í kjarabaráttu kenn- ara. kolbeinn@fréttabladid.is Grunnskóla- kennarar með lægstu launin Félagar Kennarafélags Íslands eru með ríflega 85 þúsund krónum lægri heildarlaun á mánuði en fé- lagar í Bandalagi háskólamanna. Grunnskólakenn- arar telja laun sín þurfa að hækka um 46 prósent. LAUN KENNARA 2008 Grunnlaun kennara Framhaldsskólakennarar 294.808 Tónlistarskólakennarar 291.772 Leikskólakennarar 261.854 Grunnskólakennarar 242.349 Vinnustundir á viku Framhaldsskólakennarar 52,2 Grunnskólakennarar 46,4 Tónlistarkennarar 44,4 Leikskólakennarar 42,7 Kennarar heildarlaun Framhaldsskólakennarar 405.967 Tónlistarkennarar 331.064 Leikskólakennarar 297.237 Grunnskólakennarar 285.921 HEIMILD: CAPACENT GALLUP KENNARAR ÞINGA Kennaraþing stendur yfir og þar þinga kennarar um málefni sín, meðal annars laun, en mikil óánægja er í þeirra röðum með þau. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.