Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 14

Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 14
14 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Við lagadeild HR er í boði metnaðarfullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði. Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frumkvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og samkeppnishæfni í samfélaginu. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á öllum námsstigum. Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhalds- námi til meistaraprófs í lögfræði. Kynntu þér spennandi og krefjandi laganám við Háskólann í Reykjavík á vef lagadeildar, www.lagadeild.is. ARMENÍA, AP Serzh Sarkisian sór í gær embættiseið sem forseti Armeníu. Hann er þriðji maðurinn til að gegna embættinu frá því landið hlaut sjálfstæði er Sovétríkin leystust upp fyrir rúmum 16 árum. Nærri tveir mánuðir eru nú frá forsetakosn- ingunum, sem vestrænir eftirlitsmenn úrskurðuðu að hefðu að mestu farið vel fram en gerðu þó nokkrar alvarlegar athugasemd- ir við. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnarliða um kosninga- svik í þágu forsætisráðherrans Sarkisians. - aa Stjórnmál í Armeníu: Nýr forseti sver embættiseið SERZH SARKISIAN. UTANRÍKISMÁL Endurskoða þarf starfsemi utan- ríkisráðuneytis- ins í heild vegna breyttra tíma, að því er fram kemur í greinar- gerð Sigurbjarg- ar Sigurgeirsdótt- ur, stjórnsýsluráð- gjafa um skipulag þróunarsam- vinnu Íslands. Í greinargerðinni leggur Sigur- björg fram ýmsar tillögur, þar á meðal að Ísland gerist aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunar- innar OECD. Þá verði sett á fót nýtt svið innan utanríkisráðuneytisins, þró- unarsamvinnusvið, þó að Þróunar- samvinnustofnun Íslands starfi áfram sem sérstök stofnun. Sigur- björg leggst gegn hugmyndum þess efnis að fella stofnunina undir ráðuneytið. Í greinargerðinni kemur fram að utanríkisráðuneytið kanni nú hagkvæmni þess að Ísland gerist aðili að Þróunarbanka Afríku. Bankinn sé ein helsta þróunar- stofnun Afríku og geti einnig skap- að ný tækifæri fyrir íslensk fyrir- tæki. Ísland er eina norræna ríkið sem ekki er aðili að bankanum. Frumvarp um alþjóðlega þróun- arsamvinnu Íslands liggur nú fyrir á Alþingi. - sgj Tillögur um skipulag þróunarsamvinnu á Íslandi: Nýir tímar kalla á endurmat starfsins SIGURBJÖRG SIGURGEIRS- DÓTTIR. STÓR STUBBUR Á TRAFALGARTORGI Risastórri eftirlíkingu af sígarettustubbi var komið fyrir á Trafalgartorgi í Lond- on til að vekja athygli á þeim óhrein- indum sem stafa af því að reykingafólk hendir stubbum sínum á almannafæri. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, fjallaði um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og mikilvægi verðmætasköpunar á grundvelli hennar á alþjóðlegri ráðstefnu í Færeyjum um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar í Norður-Atlantshafi og þann vanda sem þær skapa fyrir lönd á svæðinu. Ráðherra greindi frá hvernig skynsamleg, hófsöm og ábyrg nýting sjávarauðlindarinnar ásamt fullum yfirráðum yfir 200 mílna efnahagslögsögu hafi skipt algjörum sköpum fyrir íslenskt samfélag. Sjávarútvegurinn hafi verið og sé burðarás efnahagslífsins. Því sé óhjákvæmilegt að hann lúti lögmálum markaðarins og hvorki geti né eigi að þiggja ríkisframlög, ólíkt því sem gerist í mörgum samkeppnislöndum Íslendinga. Einar sagði í ræðu sinni að ekki sé hægt að útiloka að hlýnun sjávar undanfarin ár hafi haft áhrif á þorskstofninn við Ísland og einnig verði að huga vel að ýmsum öðrum þáttum svo sem áhrifum af vexti og viðgangi hvala- stofna. „Það er til dæmis alveg ljóst að vöxtur hvalastofna hér við N-Atlantshaf hefur haft neikvæð áhrif á stærð ýmissa fiskistofna og hvalurinn er í beinni samkeppni við manninn þegar kemur að nýtingu fiskistofnanna. Þess vegna teljum við nýtingu hvala vera óhjá- kvæmilegan þátt í því að nýta auðlindir hafsins með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkj- anna og Nóbelsverðlaunahafi, flutti aðalerindi ráðstefnunnar. - shá Sjávarútvegsráðherra fjallaði um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í Færeyjum: Möguleg áhrif hlýnunar á fiskistofna FRÁ FÆREYJUM Einar K. Guðfinnsson og Al Gore ræddu um umhverfismál í Færeyjum og á leiðinni til Íslands, enda voru þeir samferða. MYND/SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ UMFERÐARMÁL Vegagerðin hyggst á allra næstu dögum aðskilja akst- urstefnur á framkvæmdasvæði á Reykjanesbrautinni með föstum rauðum og hvítum gátskiltum á milli akreina. Framúrakstur verð- ur því ekki mögulegur á löngum kafla auk þess sem skilti á miðjum vegi draga úr umferðarhraða. Því má búast við að ferðatími á Reykjanesbrautinni lengist. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu urðu 55 slys og óhöpp á tímabilinu frá ágúst 2007 til og með janúar síðastliðnum á umræddum vegarkafla. Síðan þá hafa orðið mörg alvarleg slys, síð- ast í gærmorgun þegar fjórir slös- uðust alvarlega. „Þegar öllu er á botninn hvolft er það á ábyrgð ökumanns að keyra eftir aðstæðum,“ segir Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu. „En hins vegar er ekki einleikið hvað þarna eiga sér stað mörg óhöpp og slys sem greinilega má rekja til þess að ökumenn átta sig ekki á aðstæðum.“ Eins telur Einar Magnús að í einstaka tilfellum taki ökumenn óþarfa áhættu miðað við aðstæður. „Við hjá Umferðarstofu erum þeirrar skoðunar að hægt sé að gera þetta mun betur en hefur verið gert þarna á Reykjanes- brautinni.“ Segir hann því miður vera mörg dæmi um að merkingar við framkvæmdir séu ekki í lagi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ekki hafi staðið til að framhjáhlaup yrðu opin þetta lengi og heldur ekki að þau væru svo mörg opin í einu en að verk- takinn hafi ekki staðið við kröfur Vegagerðarinnar. Þá segir að frá því verktakinn, Jarðvélar ehf., sagði sig frá tvöföldun Reykjanes- brautarinnar í desember síðast- liðnum hafi Vegagerðin unnið að því að bæta merkingar og umferð- aröryggi á framkvæmdasvæðinu. „Það virðist ekki hafa dugað til að setja skilti á þriðja hvern staur,“ segir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar. Segir hann Vegagerðina hafa sett tvístefnumerkingar á ljósastaura en fleiri og stærri skilti verði sett upp nú fyrir helg- ina. „Ég held að klárlega til fram- tíðar þurfi menn að skoða leiðir til að aðskilja aksturstefnurnar í svona tilvikum,“ segir G. Pétur. Tilboð í þá vinnu sem eftir er við tvöföldun Reykjanesbrautar voru opnuð á þriðjudaginn og voru Adakris uab. og Toppverktakar ehf. með lægsta boðið. Er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist að nýju eftir um tvær til þrjár vikur. olav@frettabladid.is Slysum fjölgað um helming á Reykjanesbraut Slysum hefur fjölgað á Reykjanesbrautinni frá því framkvæmdir við tvöföldun hennar hófust. Vega- gerðin hyggst aðskilja akstursstefnur með skiltum milli akreina til að koma í veg fyrir framúrakstur. UMFERÐARSKILIT Varúðarskiltum verður fjölgað á Reykjanesbrautinni. UMFERÐARSLYS Á REYKJANESBRAUT Slys og óhöpp á vegarkaflanum þar sem vegaframkvæmdir eiga sér stað frá Vogaafleggjara að Njarðvík Frá ágúst 2004 til og með janúar 2005 Alvarleg slys 1 Slys með litlum meiðslum 6 Óhöpp án meiðsla 17 Samtals 24 Frá ágúst 2007 til og með janúar 2008 Alvarleg slys 0 Slys með litlum meiðslum 15 Óhöpp án meiðsla 40 Samtals 55 HEIMILD: UMFERÐARSTOFA FRÁ REYKJANESBRAUTINNI Jarðvélar efh. sögðu sig frá fram- kvæmdum í desember en áætlað er að þær hefjist að nýju innan þriggja vikna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.