Fréttablaðið - 10.04.2008, Side 18
18 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
■ Það eru erfðir sem stýra háralit
okkar. Nokkur gen hafa áhrif á húð-
og háralit og genin
geta komið saman
á ýmsa vegu enda
er háralitur manna
mjög mismunandi.
■ Það er litarefn-
ið melanín sem
gefur hárinu lit. Tvö
afbrigði eru til af
því, faeómelanín
(gult, rautt) og eumelanín (dökk-
brúnt, svart). Í dökku hári er aðallega
eumelanín en í ljósu og rauðu hári
er faeómelanín. Þegar hárið á okkur
fer að grána er það vegna þess að
frumurnar sem mynda melanínið
hrörna og framleiðslan minnkar þess
vegna. Heimild: Vísindavefur.is
ERFÐIR
HÁRALITUR
„Skynsemin ræður“ var
kjörorð félags Trabant-
eigenda og vísaði það til
þess hve bíllinn var ódýr
og sparneytinn. Bíllinn
var framleiddur í Austur-
Þýskalandi og afar vinsæll
austan við hið svokallaða
járntjald.
Þegar Berlínarmúrinn féll og
Þýska alþýðulýðveldið leið undir
lok lagðist austur-þýsk bílafram-
leiðsla af en nú er stefnt á að þessi
sögufræga bílategund komist aftur
á færibandið í nýrri og endurbættri
mynd.
Fall Berlínarmúrsins hafði í raun
í för með sér endalok á framleiðslu
á Trabant-bílum. En út í frelsið í
vestri óku Austur-Evrópubúar á
Traböntum og það mörgum enda
höfðu fáir aðrir bílar verið þar til
sölu.
Glaðir og reifir fögnuðu Austur-
Evrópubúar nýfengnu ferðafrelsi
með því að flykkjast út á hrað-
brautirnar og það gerðu þeir auð-
vitað á Traböntunum sínum. Stefán
Ásgrímsson, starfsmaður hjá
Félagi íslenskra bifreiðaeigenda,
segir fréttamyndir sem síðan bár-
ust fjölmiðlum af umferðaröng-
þveiti Trabant-eigenda úr austri
hafa gert bílinn að eins konar tákn-
mynd nýfengins frelsis. Sjálfur
eignaðist Stefán fyrsta Trabantinn
sinn í kringum 1970. „Hann var
hræódýr og í sjálfu sér ekki afleit-
ur. Ég væri alveg til í að eiga gömlu
týpuna,“ segir Stefán. Hann segist
þó ekki jafn spenntur fyrir nýju
týpunni sem fyrirtækið Herpa,
sem þekktast er fyrir leikfangaút-
gáfur af raunverulegum bílum,
hyggur á að koma á markað innan
tíðar.
„Gamli Trabantinn var ef til vill
ekki tákn um velgengni en hann
var allavega táknmynd um bar-
áttuvilja og þrautseigju. Ef marka
má það sem ég hef lesið um þessa
nýju týpu þá verður hann eins
konar uppabíll sem hentar helst
þeim sem vilja snobba niður á við,“
segir Stefán sem ekki segist munu
kunna við að sjá auðkýfinga á Tra-
bant.
Karl Tómasson, forseti bæjar-
stjórnar í Mosfellsbæ, segir að sér
þyki mikil gleðitíðindi að heyra að
von sé á Traböntum aftur af færi-
bandinu. „Ég átti „trabba“, þann
fyrsta keypti ég nýjan árið 1984 á
84 þúsund krónur og seldi hann
tveimur árum síðar á 75 þús-
und krónur. Af honum voru því
afar lítil afföll. Það eina sem ég
keypti í hann á þessum tveimur
árum voru þurrkublöð. Ég er því
ekki hissa að Trabant-eigendur hafi
stofnað klúbbinn Skynsemin
ræður,“ segir Karl sem greinilega
hefur ánægju af því að rifja upp
gömul kynni af bílnum.
Karl segir að eftir að hann hafði
fóðrað hurðirnar með steinull og
látið sníða ullaráklæði frá Álafoss
á sætin hafi hann verið svo vel
hljóðeinangraður að ökumanni hafi
liðið eins og hann æki hinum besta
Bens. „Ég hef haft afskaplega góða
reynslu af þessum bílum og myndi
vel vilja fá mér annan,“ segir
hann.
Undir orð Karls tekur Guð-
mundur Pálsson, framkvæmda-
stjóri Digitaltækni. „Ég eignaðist
nýjan station-bíl af Trabant-gerð
árið 1987 og eftir að hafa sett undir
hann pínulítið stærri dekk komst
ég allra minna leiða hvernig sem
færðin var. Hann eyddi nánast
engu en eina vesenið sem ég man
eftir var þegar hætt var að selja
blandað bensín á bensínstöðinni í
Borgartúni því þá þurfti maður
sjálfur að blanda bensínið á hann,“
segir Guðmundur en undir plast-
vélarhlíf gömlu Trabantanna var
tveggjastrokka vél svipaðir að
gerð og garðsláttuvélar eru og var
hún knúin áfram með smurolíu-
blönduðu bensíni.
„Þetta var samt góður bíll sem
hentaði mér og fjölskyldunni alveg
prýðilega,“ segir Guðmundur um
reynslu sína af litla bílnum frá
Austur-Þýskalandi.
karen@frettabladid.is
Nýi trabantinn verður uppabíll
Rafmagnaður út-
varpsmaður
„Hluti námskeiðsins var að
vera skotinn til að skilja
tækið betur. Þetta var vont,
á að vera vont en um leið
og lokað var fyrir strauminn
var allur sársauki fyrir bí og
engin eftirköst.“
KRISTÓFER HELGASON
Fréttablaðið, 9. apríl 2008.
Sama tuggan
Þetta er bara bull og sama
tuggan og við fengum þegar
við hittum Geir Haarde fyrir
þremur árum í sama ráðu-
neyti. Hvar er niðurstaðan af
þeim fundi?
STURLA JÓNSSON
Morgunblaðið, 9. apríl 2008
„Ég skil mótmælin mjög vel,“
segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
varaborgarfulltrúi. „Það er auðvitað
verið að mótmæla framferði
kínverskra stjórnvalda gagnvart
íbúum Tíbet.“
Hún skilur
að þeir sem
samúð hafa
með málstað
Tíbeta og
berjast fyrir
mannréttinda-
málum láti til
sín taka þar
sem Ólympíu-
eldurinn fer um
heiminn. „En
auðvitað hafa mótmælin gengið of
langt í sumum tilfellum.“
Bryndísi finnst mótmæli við hlaup
íþróttamanna með Ólympíueldinn
vera réttur vettvangur. „Það er
alþjóðasamfélagið sem tekur þátt
í Ólympíuleikunum og mér finnst
það ekki geta skilið að pólitískar
ofsóknir og mannréttindabrot
stjórnvalda í Kína frá Ólympíu-
leikunum.“ Hún telur líklegt og
fullkomlega eðlilegt að þessi sami
vettvangur verði notaður í fram-
tíðinni til að mótmæla því sem
miður fer í því landi sem Ólympíu-
leikarnir eru haldnir hverju sinni.
SJÓNARHÓLL
ÁTÖK UM ÓLYMPÍUELDINN
Fullkomlega
eðlileg
BRYNDÍS ÍSFOLD
HLÖÐVERSDÓTTIR
„Það er allt alveg glimrandi gott að frétta
af mér,“ segir Hermann Gunnarsson,
fjölmiðlamaður með meiru. „Þessa dag-
ana er Meistaradeildin í knattspyrnu mér
ofarlega í huga og sú skrautsýning sem
er iðulega á boðstólum í þessari frábæru
keppni. Ég fylgist vel með fótboltanum og
mæti reglulega í þáttinn 4-4-2 á Stöð
2 Sport þar sem ég lýsi skoðunum
mínum á mönnum og málefnum
í boltanum. Svo er ég á leið í frí á
næstu dögum og fótboltaandinn
mun svífa yfir því ferðalagi, því
ég ætla meðal annars að sjá leik
Barcelona og Manchester United
á Nou Camp eftir tæplega tvær
vikur. Einnig ætla ég að koma
við í Austurríki, en þar á ég
marga góða vini frá þeim dögum
þegar ég var þar í atvinnumennsku. Við
gömlu liðsfélagarnir höfum hist reglulega
í tíu ár og það er alltaf jafn gaman,“ segir
Hermann og hlær.
Það er líka nóg að gera í vinnu hjá
Hemma. „Ég er alltaf með þættina
mína á Bylgjunni á sunnudögum
og það er frábært að fást við
mannleg samskipti á hverjum
degi í tengslum við þá. Á
sunnudaginn verða meðal
annarra hjá mér hljómsveit
sem er að vinna að plötu en
spilar ekki opinberlega nema
bara fyrir mig, Deep Jimi and
the Zep Creams. Ég hef þekkt
þessa stráka síðan þeir voru
tíu ára og þeir verða góðir um
helgina.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HERMANN GUNNARSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR:
Á leið í sannkallað fótboltafrí
NÝI TRABANTINN Leikfangafyrirtæk-
ið Herpa hyggst koma Trabant af
þessu tagi á markað.
TÁKNMYND FRELSIS Stefán
Ásgrímsson, hjá FÍB, segir frétta-
myndir sem bárust af umferð-
aröngþveiti Trabanteigenda
hafi gert bílinn að eins konar
táknmynd nýfengins frelsis.