Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 20
20 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
Kr
ón
ur
23
6
26
2
19
4
27
2
1999 2002 2005 2008
Nú fer í hönd tími umfelgana á bílunum
okkar. Fréttablaðið kannaði verð á slíkri
þjónustu og komst að því að munað getur
umtalsverðum fjárhæðum á kostnaði við
slíka þjónustu.
Umfelgun á venjulegum fólksbíl með 13-15“ dekk á
stálfelgum er ódýrust hjá Vöku og dýrust hjá N1.
Hjá Vöku kostar slík umfelgun 4.800 krónur en 6.699
krónur hjá N1. Munurinn nemur 1.899 krónum.
Svipaða sögu er að segja um verð á umfelgun á
jeppa með 29“ dekk á járnfelgum. Hún er ódýrust
hjá Vöku, sléttar 7.000 krónur, en dýrust hjá N1 eða
8.126 krónur. Munurinn á 29“ dekkja umfelgun er
ekki eins afgerandi og á 13-15“ dekkja umfelgun,
eða 1.126 krónur.
Fréttablaðið kannaði verð á umfelgun á 13-15“
dekkjum hjá sömu sjö stöðunum á landinu annað
árið í röð: Vöku, Dekkjaverkstæði Grafarvogs,
Pitstop, Bílaáttunni, Bílkó, Gúmmívinnslunni
Akureyri og N1. Vaka var einnig ódýrust í fyrra og
býður upp á sama verð, kr. 4.800, meðan N1 hefur
hækkað verðið um 609 krónur og býður enn upp á
hæsta verðið eins og fyrir ári.
Líkt og hjá Vöku stendur verðið hjá Dekkjaverk-
stæði Grafarvogs í stað síðan í fyrra en mesta hækk-
unin hefur orðið hjá Gúmmívinnslunni Akureyri,
eða 1.273 krónur.
Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðar-
deildar lögreglunnar, segir mikinn misbrest á því að
fólk fari eftir settum reglum er varða akstur á
nagladekkjum: „Því miður er allt of algengt að fólk
sé að keyra á glamrandi nöglum sem grafa ofan í
malbikið og gera vegi verri til aksturs. Nagladekk
skilja oft eftir sig rásir með vatni og slitin nagla-
dekk geta lengt hemlunarvegalengd og virkað eins
og skautar á blautum vegum.“
Lögreglan hefur heimild til að sekta bíleigendur á
nagladekkjum um 5.000 krónur á hjólbarða eftir 15.
apríl. Það er því vissara að fara að lögum til að
vernda vegina, lágmarka hættu á slysum og forðast
fjársektir. - kg
MATUR & NÆRING IÐUNN GEIRSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR
Notkun gers við brauðgerð fyrr og nú
VERÐKÖNNUN Á UMFELGUN
Kostnaður við verð á umfelgun á venjulegum fólksbíl
með 13“-15“ dekk á stálfelgum annars vegar og hins
vegar jeppa með 29“ dekk á stálfelgum
Verð 13-15“ 29“
Vaka 4.800 7.000
Dekkjaverkst. Grafarvogs 5.752 7.551
Pitstop 5.971 8.002
Bílaáttan 6.200 7.500
Bílkó 6.236 7.750
Gúmmívinnslan Akureyri 6.590 7.890
N1 6.699 8.126
Misdýrt að láta skipta
um dekk fyrir sumarið
Ger kemur mjög víða við í
matvælaframleiðslu. Það
er meðal annars eitt af
lykilhráefnum brauðgerðar
og hefur það verið notað
allt frá tímum Forn-Egypta.
Fyrstu brauðin voru flatar
og harðar kökur sem voru
lagaðar úr mjöli og vatni
og bakaðar á heitum
steinum. Upphaflega var ger notað
á formi súrdeigs en úr því fengust
mun léttari og bragðmeiri brauð
en áður þekktist. Menn komu sér
upp „skemmdu“ deigi og í það var
sett malað korn og vatn til þess að
laga brauðhleif. Hluta af deiginu
var svo alltaf haldið eftir til næstu
brauðgerðar. Á þennan hátt gat
súrdeigið gengið manna á milli og
jafnvel kynslóða á milli. Í súrdeigi
eru auk gersveppa svokallaðir
mjólkursýrugerlar sem gefa brauðum
mjög einkennandi bragð sem margir
sækjast eftir.
Það var vísindamaðurinn Louis
Pasteur sem uppgötvaði síðar að
gersveppir eru lifandi frumur sem
mynda lofttegundina kolsýru og
vínanda við að gerja sykrur mjölsins
ef þeim eru búin hagstæð lífsskil-
yrði. Til gamans má geta
þess að í einu grammi af
geri geta verið um 20 millj-
arðar gerfruma. Gerfrumur
dafna best í brauðdeigi
við 35°C. Ef vökvinn er of
heitur drepast gerfrumurnar
(54°C) og þá verður deigið
þungt og klesst. Of kaldur
vökvi eða umhverfi lamar
mátt þeirra svo það tekur lengri tíma
fyrir deig að lyfta sér. Bein snerting
við salt hefur einnig hamlandi áhrif
á gerfrumur. Hitinn í ofninum veldur
því að kolsýran þenst út þannig að
deigið lyftir sér enn frekar. Þegar hit-
inn í brauðinu nær 54°C deyr gerið
og verður óvirkt.
Þótt vísindamenn hafi greint
yfir 400 mismundandi tegundir af
gersveppum er bakaragerið
(Sacharomyces Cerevic-
eae) nær allsráðandi
við brauðgerð.
Bakarager er
ýmist notað
sem pressuger
eða þurr-
ger. Það er
lítill munur á
þessum tveimur
gertegundum þótt sumum bökurum
finnist pressuger gefa betra bragð.
Þurrgerið er notað í minna magni
og er gott viðmið að einn pakki af
þurrgeri (um 12 g) komi í stað 50 g
af pressugeri í uppskrift. Pressuger
á að geyma í kæli og hefur það
tiltölulega stuttan líftíma (nokkrar
vikur). Þurrgerið geymist vel við
stofuhita og endist í marga mánuði í
loftþéttum umbúðum.
Ger hefur ekki teljandi áhrif á
næringargildi brauða þar sem það er
ekki notað í miklu magni. Það hefur
aftur á móti mikil áhrif á bragðgæði
og áferð. Í ljósi þess að gerið er
lifandi örvera, sem deyr við bakstur,
er ekki möguleiki að gersveppurinn
haldi áfram að gerjast í líkamanum
eftir neyslu brauða. Það á bæði
við um brauð löguð úr
bakarageri og
súrdeigi.
www.mni.is
„Að loknum vinnudegi er gott að
koma heim sé allt á sínum stað
og loftið ferskt og gott. Gott ráð
til þess er að opna glugga áður en
farið er í vinnuna,“ segir Halldór
Tinni Sveinsson, ritstjóri Húsa og
hýbýla. „Það er alveg frábært að
koma heim í ferksa loftið. Þetta er
gott lítið tipps sem auðvelt er að
framkvæma.“
GÓÐ HÚSRÁÐ:
FERSKT LOFT Í HÚSIÐ
Bestu kaup sem ég hef gert um ævina
var þegar ég fjárfesti í flugmiða til Bang-
kok síðasta vor. Ég ákvað að skella mér
út í óvissuna og næstu fjóra mánuði
eftir þá flugferð ferðaðist ég með kær-
ustunni minni um Suðaustur-Asíu, frjáls
eins og fuglinn. Þar upplifði ég margt og
sit eftir með ómetanlegar minningar.
Af mörgu ógleymanlegu ber gestrisni
Taílendinga hæst, en henni var
viðbrugðið. Þá var umferðin
í Hanoí alveg mögnuð,
ótrúlega kaótísk og gaman
að fylgjast með henni. Ég
upplifði líka nýárshátíð-
arhöld í Bangkok sem
ég hefði alls ekki viljað
missa af.
Þá smyrja allir leir
framan í sig, fara út á götur með
vatnsbyssur, fötur, hvaða ílát sem er
og ausa vatni hver yfir annan. Þetta er
forn hefð og stendur fyrir hreinsun,
nýtt upphaf. Aðallega er þetta samt
bara eitt stórt partí, þar sem allir eru
glaðir, enginn fullur og enginn er lam-
inn; ólíkt nýársgleði Íslendinga.
Verstu kaupin voru einnig áður-
nefndur flugmiði – því hann
var ekki bara til Bangkok
– heldur einnig aftur
heim. Því þó að „Ísland
sé land þitt“ – þá er
„hér ekkert sem heldur
í“. Ég hefði gjarnan
viljað vera um aldur og
ævi áfram á suðrænni
strönd.
NEYTANDINN: PÁLL HILMARSSON ALÞJÓÐAFULLTRÚI
Flugmiðinn góð og slæm kaup
Útgjöldin
> 200 grömm af suðusúkkulaði.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Í kjölfar styrkingar krónunnar síðustu daga ákvað bifreiðaumboðið B&L að
lækka verð á nýjum bílum. Nemur lækkunin að meðaltali 5 prósentum en
hún er breytileg eftir bílgerðum.
Verð á bifreiðum lækkar þá aftur hjá fyrirtækinu í
kjölfar hækkana sem urðu vegna gengissveiflna
í mars. Er um umtalsverðar lækkanir að
ræða á sumum bílunum, frá nokkur
hundruð þúsundum upp í
rúmlega milljón krónur á
dýrustu bílunum. Vonast
forráðamenn fyrirtæk-
isins til að styrking
krónunnar haldi svo
ekki þurfi að koma til
hækkana að nýju.
■ Verð á bifreiðum
B&L lækkar verð á bílum
TÍMI DEKKJASKIPTA Lögreglan
hefur heimild til að sekta öku-
menn sem keyra á nagladekkjum
eftir 15. þessa mánaðar.
Ráðstefnustjóri: Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður
Dagskrá:
Kl. 13.15 Setning ráðstefnu. Kristján Möller samgönguráðherra
Kl. 13.30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis:
Stjórnsýslueftirlit með sveitarfélögum - réttaröryggi eða ógn
við sjálfstæði sveitarfélaga?
Kl. 14.00 Sesselja Árnadóttir, lögfræðingur KPMG og höfundur
skýringarrits um sveitarstjórnarlögin:
Ábyrgð sveitarstjórnarmanna, réttindi og skyldur, hefur
aukin dreifstýring hjá sveitarfélögum áhrif?
Kl. 14.30 Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambands sveitarfélaga:
“Er rammalöggjöf betri en miðstýring? – Sjálfsstjórnarsvið
sveitarfélaga skv. 4. gr. Evrópusáttmála um sjálfsstjórn
sveitarfélaga”
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.30 Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og doktorsnemi
í sveitarstjórnarrétti: Heimild sveitarfélaga til að ákveða sér
afrakstur af fyrirtækjum sínum og stofnunum.
Kl. 16.00 Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður:
Hver á að bera kostnað við rekstur máls fyrir stjórnvöldum?
Kl. 16.30 Ráðstefnuslit
Aðgangur án endurgjalds - allir velkomnir
Ráðstefnan er styrkt af Verkefnasjóði Háskólans á Akureyri og
EYÞING - Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
Ráðstefna
um sveitarstjórnarrétt
verður haldin á Hótel KEA, Akureyri 11. apríl, kl. 13.15
EYÞING
Á
S
P
R
E
N
T