Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 30
[ ]Pottar þurfa að vera til í öllum stærðum. Stór þegar von er á mörgum í grjónagrautinn í hádeginu og lítill þegar allir afboða komu sína.
Rjúkandi
Ottósopi
FÁTT KEMUR DEGINUM Á EINS
GOTT RÓL OG NÝLAGAÐUR
ESPRESSO Á HELLUNNI HEIMA.
Margir eiga í eldhúsinu
gamaldags espresso-kaffikönnu
til uppáhellinga á eldavélinni,
en sú hönnun er í senn sígild,
gamaldags og fögur. Nú hefur
hún hins vegar eignast keppi-
naut í ástralskri stallsystur sinni,
sem reyndar heitir Ottó, en Ottó
hefur þann kost líka að búa yfir
kröftugum gufustút til að flóa
mjólk svo hægt sé að útbúa
ilmandi cappuccino, latté eða
aðrar útfærslur af ljúffengum
kaffidrykkjum heimsins um leið
og rótsterkur espressóinn rennur
í gegn.
Ottó-espressokaffikönnuna
verður fyrst hægt að kaupa þegar
maísól tindrar hæst á www.
ottoespresso.com. - þlgTímarit og dagblöð er oft erfitt
að hemja á borði.
Á hringlaga borðum sem
standa ekki uppi við
vegg er erfitt að
koma fyrir möppum
eða rekkum undir
tímaritin. Tyrk-
nesku hönnuðirnir
á hönnunarstofunni
Ünal&Böler hönn-
uðu sniðugt borð
með innbyggðum
tímaritarekka.
Í miðju borðinu er skál
í mörgum lögum sem hægt er
að stinga tímaritunum ofan í. Blöð-
in raðast í hring eins og blóm á
miðju borðinu sem hönnuðirnir
nefna „Kase“ sem þýðir
skál á tyrknesku.
Alper Böler &
Ömer Ünal stofn-
uðu hönnunarstof-
una árið 2000 og
hafa verk þeirra
hlotið fjölda verð-
launa. Nánar má
lesa um verk
þeirra á vefsíðunni
www.ub-studio.com
heida@frettabladid.is
Blöðin raðast eins
og blóm í borðið
Tímaritahirslan í miðju borðinu nýtist einnig sem skál. MYND/ÜNAL&BÖLER
Tímaritin raðast eins og
blóm á miðju borði.