Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 32
[ ] Feðgarnir Björn Ingi Hilm- arsson og Arnmundur Ernst Backman brugðu nýverið á leik og völdu föt hvor á annan. Arnmundur, sem er nemi á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamra- hlíð og einn liðsmanna Morfís-liðs MH, valdi föt á föður sinn í versl- uninni Bask á Laugavegi. Fyrir valinu urðu gallabuxur, skyrta, svört peysa og svartir stiga- skór og þegar Björn Ingi var kom- inn í fötin komst sonur hans svo að orði: „Þarna er kominn pabbinn sem ég eignaðist aldrei,“ en Arn- mundur hvíslaði því að blaðamanni að hann hefði oft furðað sig á fata- smekk föður síns. Eftir að Björn Ingi hafði fengið leiðbeiningar frá afreiðslustúlkunni um hvar buxna- strengurinn, sem hann hafði helst til of hátt uppi, ætti að vera sagðist hann bara nokkuð ánægður með útkomuna. „Ég gæti jafnvel hugsað mér að vera svona til fara.“ Björn Ingi, sem leikur um þessar mundir í Jesus Christ Superstar ásamt því að vera í fæðingarorlofi, langaði mikið til að sjá son sinn í fötum úr Herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar. „Hann er reynd- ar yfirleitt mjög snyrtilega klædd- ur og ég get ekki kvartað yfir fatasmekk hans ef frá er talinn sá tími sem hann virtist ekki getað hysjað upp um sig buxurnar,“ segir hann og hlær. „Hann spáir að minnsta kosti mun meira í föt en ég gerði á hans aldri. Mér leið yfirleitt bara best í íþróttabuxum,“ bætir hann við. Arnmundur leyfði föður sínum að ráða ferðinni hjá Kormáki og Skildi og var ekki síður ánægður með útkomuna. Þeir feðgar sam- mældust um að þarna væri jafnvel útskriftardressið komið. Arnmund- ur, sem venjulega gengur í galla- buxum og hettupeysu, lifði sig inn í hið nýja tennis-lúkk og pósaði af stakri snilld. vera@frettabladid.is „Svona er hann pabbinn sem ég eignaðist aldrei“ Arnmundur gengur yfirleitt í gallabuxum og hettupeysu. Birni Inga líður yfirleitt best í íþrótta- buxum en það hefur stundum farið fyrir brjóstið á syni hans. Loðstígvél má ekki setja inn í skáp strax. Íslenska veðrið er óút- reiknanlegt svo hælaskór og kuldabomsur verða að fá að standa hlið við hlið í skóhillunni. Arnmundur Ernst valdi gallabuxur, skyrtu, peysu og svarta strigaskó úr Bask á pabba sinn og voru báðir ánægðir með útkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svona myndi Björn Ingi vilja sjá Arnmund til fara og var Arnmundur mjög sáttur við hið nýja útlit. Skórnir, buxurnar, skyrtan, peysan, trefillinn og hatturinn eru úr Herrafataversl- un Kormáks og Skjaldar. HEKLAÐAR FLÍKUR ERU FLOTTAR, AUK ÞESS SEM FLJÓTLEGT ER AÐ BÚA ÞÆR TIL FYRIR ÞÆR SEM KUNNA AÐ MUNDA HEKLUNÁL. Í mörgum prjónablöðum er að finna uppskriftir að hekluðum fatnaði, svo sem peysum og jafnvel pilsum. Þó að heklmynstur séu fjölbreytileg í útliti er grunn- urinn alltaf sá sami og mynstrin yfirleitt einföld og auðveld við að eiga. Guðrún Hannele, verslunarstjóri í Storkinum á Laugavegi 59, segir ungar stúlkur spenntar fyrir hekli og býður hún öðru hvoru upp á námskeið í því. Kennt er einu sinni í viku, alls fjögur skipti frá klukkan 18 til 21. Uppáhald þeirra ungu Jakkapeysa í Storkinum gefur hugmynd um hvað hægt er að gera með hekli og útsaum. Nýjar vörur Sportjakkar Stuttkápur Vattkápur Ullarkápur Silkislæður Mörkinni 6, s. 588 5518 Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS 20% afsláttur fram á laugardag Láttu taka eftir þér!Ein heitasta búðin í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.