Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 34

Fréttablaðið - 10.04.2008, Page 34
[ ]Ávextir eru góður biti milli mála. Í staðinn fyrir popp og nammi fyrir framan sjónvarpið er sniðugt að setja þurrkaða ávexti í skál. Hvernig spörum við orku og hvernig verjumst við eiturefnum? Þessum spurningum og ótal öðrum verður svarað framvegis í litlum klausum á síðum Alltsins. Listakonan Guðrún Tryggva- dóttir stendur þar á bak við. „Þetta verða vistvæn húsráð sem eiga að hjálpa fólki í innkaupum á hlutum og notkun á þeim,“ byrjar Guð- rún þegar hún er beðin að útskýra tilgang greinanna sem birtast munu frá henni í Fréttablaðinu. „Þetta eru upplýsingar af vefnum www.natturan.is og þær eru komnar þar inn fyrir atbeina starfsfólk vefsins. Til dæmis fróðleikur um hvernig ýmsir hlutir á heim- ilinu voru gerðir, hvernig á að spara orku á notkunar- tíma þeirra og hvernig þeim verður fargað á sem bestan hátt.“ Guðrún segir allar vörur hafa mögu- leika á því að vera vottaðar og viðurkenndar og útskýrir það nánar. „Það eru til borð sem eru úr viði úr sjálfbærum skógum og það er til vottun fyrir því.“ Guðrún, sem er myndlistarkona, bjó og starfaði við list og hönnun erlendis um átján ára skeið, fyrst í París og síðan í München. „Þegar ég kom heim þótti mér svo vænt um þetta land en fannst vera farið illa með það. Við gætum gert svo miklu betur og nýtt okkur þá forgjöf sem við höfum. Ég hugsaði hvernig ég gæti lagt mitt af mörkum til þjóðfélagsins, til nátt- úrunnar og til að búa til betri framtíð fyrir þennan heim.“ Afsprengið af þessum hugleiðingum Guðrúnar er vefurinn www.natturan.is. Hann fór í loftið á degi umhverfisins 25. apríl fyrir ári og veitir margs konar upplýsingar sem fólk á að geta nýtt sér í dagsins önn, því eins og Guðrún orðar það: „Fólk á ekki að þurfa að vera umhverfisfræðingar til að kaupa þvottaefni sem ekki drepur fiskinn í sjónum.“ Guðrún kveðst njóta sérfræðiþekkingar fjölda fólks við vinnslu vefsins. „Við höfum viðað að okkur gríðarlegum upplýsingum, púslað saman og unnið úr þeim. Fengum styrk af fjárlögum í ár, sem er viður- kenning á því að við séum að uppfylla þörf sem var fyrir hendi og miðla upplýsingum sem ríkinu ber í raun skylda til að koma til neytenda. Þetta er samt unnið af áhuga til að geta byggt upp vistvænni heim. Við getum það ekki ef allir halda áfram að kaupa það sem er framleitt á neikvæðan hátt,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég vil koma samvisku fólks í gang því við erum öll hluti af umhverfinu.“ gun@frettabladid.is Erum hluti af umhverfinu Guðrún er gegnheill umhverfissinni og leggur sitt af mörkum með því að miðla fróðleik til almennings á www.natturan.is og líka í Fréttablaðinu. FRÉTTABLAIÐ/ARNÞÓR Frískandi og mildir hreinsiklútar fyrir augn- og andlitsfarða. Fást í verslunum um land allt. RAFMAGNSHITARAR VERÐ FRÁ 1.990 ne tv er slu n ish us id .is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.