Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 40
 10. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● suðurland VÍK Í MÝRDAL FJÖLSKYLDUVÆNT SVEITARFÉLAG Í FALLEGU UMHVERFI. Mýrdalshreppur. Vestur-Skaftafellssýsla. Skrifstofa: 487-1210. Heimasíða: www.vik.is * Fjölbreytt starf er rekið í Skál- holtsskóla og meðal annars boðið upp á kyrrðardaga þar sem áhersla er lögð á kyrrð og heilsu. Skálholtskóli, í Skálholti í Biskups- tungum, hefur verið starfræktur síðan 1056 með breyttum áhersl- um en þar er nú rekið fræðslu- og menntasetur kirkjunnar. Starf skólans er skipulagt til að mæta þörfum samfélagsins, og meðal þess sem fólgið er í vetrarstarfinu eru kyrrðardagar. Að sögn Krist- ins Ólasonar, rektors Skálholts- skóla, hafa kyrrðardagar verið haldnir í Skálholti í meira en tvo áratugi. „Á kyrrðardögum er fólki gef- inn kostur á að fara í hvarf, taka sér hlé frá daglegri önn. Hver þátt- takandi er einstaklingur á kyrrðar- dögum enda þótt hann komi í litl- um hópi vina eða vandamanna. Dagskráin er tilboð til þátttak- enda, en þeir ráða hvernig þeir verja tíma sínum, hvað þeir sækja af dagskrárliðum,“ segir Kristinn. „Á kyrrðardögum sem haldnir eru undir yfirskriftinni Heilsu- dagar er lögð áhersla á kyrrð og heilsu,“ heldur Kristinn áfram. „Fjallað er um jafnvægi, sátt og lífsgæði og heilsusamleg gildi. Dagskráin felst í hugleiðingum, kyrrðarsamveru með slökunar- æfingum, tónlistaríhugun, útivist og hreyfingu. Umsjón með kyrrðar- dögum hefur hópur sérfræðinga.“ Að sögn Kristins verður fjöl- breytt dagskrá komandi helgi leidd af Bergþóru Baldursdóttur sjúkraþjálfara, Helgu Hróbjarts- dóttur kennara og Hróbjarti Darra Karlssyni hjartalækni ásamt Kristni Ólasyni. Á þessum dögum er boðið upp á heilsufæði og uppbyggjandi samfélag á helg- um stað. „Í lok apríl verður síðan löng helgi þar sem áhersla er lögð á úti- vist og hreyfingu,“ segir Kristinn. „Örfá pláss eru svo laus á vinsæla helgi í maíbyrjun þegar haldið verður Feldinkrais-námskeið með kyrrðarívafi.“ Kristinn segir aðstöðu á Skál- holti alla eins og best verður á kosið. Í boði eru sérherbergi með snyrtingu, einbýli eða tvíbýli, upp- búin rúm og fullt fæði. Hann lofar heilsusamlegum mat fyrir gesti og gangandi og hófstilltum kostnaði. Sjá nánar á vefsvæði Skál- holts, www.skalholt.is. Skráning í síma 486 8870 eða með netfanginu skoli@skalholt.is. - vaj Kyrrð í guðdómlegu umhverfi Fræðslu- og menntasetur er rekið í Skálholtsskóla. Þar hafa verið haldnir kyrrðardagar í meira en tvo áratugi. Myndina tók Gunnar Einar Steingrímsson en hún er úr safni Skálholtsskóla. Vorið kvaddi dyra á Lyngum í Meðal landi á páskadag með fæð- ingu þriggja lamba. Sigursveinn Guðjónsson er sauðfjárbóndi þar. Sigursveinn er í daglegu tali kallaður Svenni á Lyngum. Þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans var hann nýkominn úr reisu vestur í Árnessýslu á vörubílnum sínum að ná í steinbita og áburð fyrir nýja nágranna sem eru að hefja kúabú- skap í Langholti í Meðallandi. Inntur frétta af eigin búskap kveðst hann búinn að fá sex lömb á þessu vori. „Fyrst fæddust hér þrí- lembingar á páskunum, nokkrum dögum síðar komu tvílembingar og síðan einlembingur. Þannig að þetta fer hratt niður á við,“ segir hann hlæjandi en býst þó við að upp úr 20. apríl fari að fjölga í fjárstofnin- um. „Þetta fer rólega af stað, gems- arnir bera fyrst,“ segir hann. „Svo fer allt á fullt um mánaðamótin.“ - gun Sex lömb á Lyngum Auk bústarfa sinnir Sigursveinn fólks- flutningum á lítilli rútu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.