Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 40
10. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● suðurland
VÍK Í MÝRDAL
FJÖLSKYLDUVÆNT SVEITARFÉLAG
Í FALLEGU UMHVERFI.
Mýrdalshreppur. Vestur-Skaftafellssýsla. Skrifstofa: 487-1210. Heimasíða: www.vik.is
*
Fjölbreytt starf er rekið í Skál-
holtsskóla og meðal annars
boðið upp á kyrrðardaga þar
sem áhersla er lögð á kyrrð og
heilsu.
Skálholtskóli, í Skálholti í Biskups-
tungum, hefur verið starfræktur
síðan 1056 með breyttum áhersl-
um en þar er nú rekið fræðslu-
og menntasetur kirkjunnar. Starf
skólans er skipulagt til að mæta
þörfum samfélagsins, og meðal
þess sem fólgið er í vetrarstarfinu
eru kyrrðardagar. Að sögn Krist-
ins Ólasonar, rektors Skálholts-
skóla, hafa kyrrðardagar verið
haldnir í Skálholti í meira en tvo
áratugi.
„Á kyrrðardögum er fólki gef-
inn kostur á að fara í hvarf, taka
sér hlé frá daglegri önn. Hver þátt-
takandi er einstaklingur á kyrrðar-
dögum enda þótt hann komi í litl-
um hópi vina eða vandamanna.
Dagskráin er tilboð til þátttak-
enda, en þeir ráða hvernig þeir
verja tíma sínum, hvað þeir sækja
af dagskrárliðum,“ segir Kristinn.
„Á kyrrðardögum sem haldnir
eru undir yfirskriftinni Heilsu-
dagar er lögð áhersla á kyrrð og
heilsu,“ heldur Kristinn áfram.
„Fjallað er um jafnvægi, sátt og
lífsgæði og heilsusamleg gildi.
Dagskráin felst í hugleiðingum,
kyrrðarsamveru með slökunar-
æfingum, tónlistaríhugun, útivist
og hreyfingu. Umsjón með kyrrðar-
dögum hefur hópur sérfræðinga.“
Að sögn Kristins verður fjöl-
breytt dagskrá komandi helgi
leidd af Bergþóru Baldursdóttur
sjúkraþjálfara, Helgu Hróbjarts-
dóttur kennara og Hróbjarti
Darra Karlssyni hjartalækni
ásamt Kristni Ólasyni. Á þessum
dögum er boðið upp á heilsufæði
og uppbyggjandi samfélag á helg-
um stað.
„Í lok apríl verður síðan löng
helgi þar sem áhersla er lögð á úti-
vist og hreyfingu,“ segir Kristinn.
„Örfá pláss eru svo laus á vinsæla
helgi í maíbyrjun þegar haldið
verður Feldinkrais-námskeið með
kyrrðarívafi.“
Kristinn segir aðstöðu á Skál-
holti alla eins og best verður á
kosið. Í boði eru sérherbergi með
snyrtingu, einbýli eða tvíbýli, upp-
búin rúm og fullt fæði. Hann lofar
heilsusamlegum mat fyrir gesti og
gangandi og hófstilltum kostnaði.
Sjá nánar á vefsvæði Skál-
holts, www.skalholt.is. Skráning í
síma 486 8870 eða með netfanginu
skoli@skalholt.is. - vaj
Kyrrð í guðdómlegu umhverfi
Fræðslu- og menntasetur er rekið í Skálholtsskóla. Þar hafa verið haldnir kyrrðardagar í meira en tvo áratugi. Myndina tók
Gunnar Einar Steingrímsson en hún er úr safni Skálholtsskóla.
Vorið kvaddi dyra á Lyngum í
Meðal landi á páskadag með fæð-
ingu þriggja lamba. Sigursveinn
Guðjónsson er sauðfjárbóndi þar.
Sigursveinn er í daglegu tali
kallaður Svenni á Lyngum. Þegar
Fréttablaðið sló á þráðinn til hans
var hann nýkominn úr reisu vestur
í Árnessýslu á vörubílnum sínum
að ná í steinbita og áburð fyrir nýja
nágranna sem eru að hefja kúabú-
skap í Langholti í Meðallandi.
Inntur frétta af eigin búskap
kveðst hann búinn að fá sex lömb á
þessu vori. „Fyrst fæddust hér þrí-
lembingar á páskunum, nokkrum
dögum síðar komu tvílembingar og
síðan einlembingur. Þannig að þetta
fer hratt niður á við,“ segir hann
hlæjandi en býst þó við að upp úr
20. apríl fari að fjölga í fjárstofnin-
um. „Þetta fer rólega af stað, gems-
arnir bera fyrst,“ segir hann. „Svo
fer allt á fullt um mánaðamótin.“
- gun
Sex lömb
á Lyngum
Auk bústarfa sinnir Sigursveinn fólks-
flutningum á lítilli rútu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN