Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 10.04.2008, Qupperneq 56
 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Óperusmiðjan frumsýndi í húsi Íslensku óperunnar á sunnudags- kvöld Così fan tutte eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hljómsveit, kór og burðarhlutverkin sex voru skip- uð ungu listafólki sem komið er að þröskuldi framhaldsnámsins, sumt stigið yfir hann og hefur tekið upp búsetu í erlendum borgum til að fullframa sig áður en lagt er á hina þyrnum stráðu braut atvinnu- mennskunnar. Óperusmiðjan er sett á stofn til þess að veita því tækifæri og nýtur til þess stuðn- ings Glitnis. Frumsýningin á sunnudag var um margt ánægjuleg kvöldstund. Óperustúdíóið réð Ágústu Skúla- dóttur til að leikstýra verkinu. Hún er vön að vinna með áhugafólki og atvinnumönnum og skilar hér afbragðsvinnu með listamönnun- um ungu. Daníel Bjarnason hljóm- sveitarstjóri átti við ramman reip að draga: hljómsveitin náði engan veginn þeim kröfuríka hljómi sem tónlist Mozarts útheimtir . Sýningin var falleg í öllum útbúnaði, búningar smart í stílis- eringu sinni, lýsing fjölbreytileg eftir efninu, leikmyndin ekki of rúmfrek og bauð upp á snör atriða- skipti. Katrín Þorvaldsdóttir, Páll Ragnarsson og Guðrún Öyahals eru smekkvísir atvinnumenn. Það var enginn fátæktarbragur á neinu, einfaldleiki skilaði sýning- unni fullkomlega verðugri umgerð sem var ekki ofþrengd og lýsti fág- aðri smekkvísi. Systurnar tvær og strákarnir þeirra hafa mér reyndar alltaf þótt óttalega leiðinlegar persónur, eink- um þær tvær og þröngt um vik að gera úr þeim eitthvað lífandi á sviði. Þau sem skipuleggja gabbið sem er plottið í verkinu, Herra Alfonso og þjónustan Despina, eru skemmtilegra fólk. Gripið er til þess ráðs að deila sýningum milli söngvara: þannig eru tvær söngkonur í hlutverki Fiordigli, og aðrar tvær í hlutverki Despinu á þessum sýningarkvöld- um sem eftir eru: 11. og 13. apríl. Þorvaldur Þorvaldsson bassi fer með hlutverk Alfonsos á öllum sýningunum, vörpulegur maður með fína rödd sem enn skortir þroska til að ná hinum fínu blæ- brigðum slægðar og undirferlis en með sterka nærveru og örugg- an leikstíl. Falleg frammistaða. Hlutverk Despinu var á frumsýn- ingunni sungið og leikið af Unni Helgu Möller sópran en Tinna Árnadóttir mun einnig fara með það. Unnur Helga er konfektmoli þótt rödd hennar sé ekki full- þroskuð og hana vanti styrk. Framburður hennar eins og Þor- valdar var til sóma en mestu skipti þó frábær skilningur henn- ar í öllum hreyfingum og fasi sem gladdi áhorfendur sinn eftir sinn á frumsýningarkvöldinu. Vonir eru að hún nái öruggari tökum á rödd sinni og þá eru henni margar leiðir færar. Piltarnir tveir sem láta tilleiðast að reyna á trygglyndi þeirra systra eru sungnir af Sveini Dúa Hjörleifssyni tenór og Jóni Svav- ari Jósefssyni barítón sem báðir eru orðnir nýtir söngvarar og liprir leikarar. Misvel fórst þeim í erfiðustu einsöngsatriðum en æskuþokki þeirra og lifandi nær- vera bætti það upp. Jón er vaskur í framgöngu og sýndi hörku af öryggi, en Sveinn hefur sýnilega tilburði til að verða söngvari með snert af gamanleikara. Systurnar tvær, þessar stilltu dúkkur, sungu þær Sólveig Samú- elsdóttir mezzo og Steinunn Skjen- stad sópran sem deilir hlutverkinu með Hönnu Þóru Guð brands dóttur. Þær voru leiklega séð í veikastri stöðu í sviðsetningu Ágústu en komu fallega fram og sungu víða ljómandi. Sólveig er styrkari í söng sínum en Steinunn. Allir eru þessir krakkar mis- langt komnir í raddþroska. Frammistaða þeirra sýnir að hér er að vaxa upp mannvænlegur hópur söngvara. Þá er ónefndur kór sem söng fallega og sinnti sínu vel, meðal annars hópatriðum í leik sem Ágústa hefur lagt af mik- illi smekkvísi. Hæfileikum Ágústu til að ná vel hinu besta úr viðvan- ingum er hér ekki brugðið. Stíll hennar hefur löngum tekið mið af mímunni og stílfærslunni fremur en hinum sálfræðilega leikmáta natúralismans. Það tekst hér víða afar vel og sýnir enn hvar styrkur hennar liggur sem leikstjóra. Vilji menn nota hann. Áhorfendur skemmtu sér vel á frumsýningunni. Hún er öllum til sóma sem að henni standa. Páll Baldvin Baldvinsson Öll eru þau til prýði LEIKLIST Cosi fan tutte Wolfgang Amadeus Mozart og Lorenzo da Ponte. Leikmynd: Guðrún Öyehals. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. ★★★ Glæsileg nemendasýning með efnilegum leikurum með góðar raddir sem munu eflast í reynslunnar eldi. Lucyna Aleksandrowicz- Pedich, prófessor í bókmennt- um og fjölmenningarsamskipt- um við Sálfræðiháskólann í Varsjá, heldur opinn fyrirlest- ur í Háskólanum á Akureyri í dag kl. 15.20. Fyrirlesturinn ber titilinn Bókmenntir og fjölmenningarvitund fyrir „mestu bókmenntaþjóð í heimi“. Í fyrirlestrinum verður skýrt hvernig bókmenntir geta stuðlað að betri skilningi á „Hinum“ og auðveldað samskipti í heimi sem einkenn- ist af æ fjölbreyttari menning- artengslum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri, stofu L103 á Sólborg. - vþ Bókmenntir og „Hinn“ NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (hámark 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. D Y N A M O R EY K JA V IK Þri 15/4 kl. 20 Mið 16/4 kl. 20 Fös 18/4 kl. 21 Lau 19/4 kl. 19 Lau 19/4 kl. 21 Fös 2/5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Forsýning - uppselt Forsýning - uppselt Frumsýning - uppselt Uppselt S Ý N I N G A R Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. 10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ALLAR SÍÐUSTU SÝNINGAR Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fim 10/4 örfá sæti laus, fös. 11/4 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. lau 12/4 næst síðasta sýning Sólarferð e.Guðmund Steinsson Tvær sýningar lau. 12/4 örfá sæti laus, sýn 13/4 uppselt Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau 12/4 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýn. sun. 13/4 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. mið 9/4 uppselt, fös 11/4 sun. 13/4 örfá sæti laus FIMMTUDAGUR 10. APRÍL KL. 20 TIL FLUGS – SÖNGTÓNLEIKAR. HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG ANTONÍA HEVESI. LÖG GUNNAR REYNIR OG LJÓÐ HRAFN HARÐARSON. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ. GUÐNÝ ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir LAUGARDAGUR 12. APRÍL KL. 17 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR IVAN KLÁNSKÝ. TUNGLSKINSSÓNATAN, NÆTURLJÓÐ CHOPINS O.FL. SLAGHÖRPUSNILLD! SUNNUDAGUR 13. APRÍL KL. 16 KLARÍNETTUTÓNLEIKAR - LHÍ KRISTJÁN RÚNARSSON Aðgangur ókeypis, allir velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.