Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 69
54 10. apríl 2008 FIMMTUDAGUR GOLF Hið stórskemmtilega risa- mót, Masters, hefst á Augusta- golfvellinum í dag. Masters er fyrsta risamót ársins af fjórum. Líkt og venjulega er búist við sigri hjá Tiger Woods sem hefur byrjað árið með látum og unnið sjö af síð- ustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. Þess utan hefur Tiger oftar en ekki gengið vel á Augusta þar sem hann hefur fjórum sinnum endað mótið í græna jakkanum. Stefnan hjá Tiger á þessu ári er að vinna öll risamótin. Hann hefur einu sinni áður haldið öllum fjór- um titlunum á sama tíma en það gerðist ekki á sama árinu. „Ég held að þetta sé mitt tólfta eða þrettánda tímabil og níu af þessum árum hef ég unnið fimm eða fleiri mót. Nú þarf ég bara að vinna réttu fjögur mótin í röð,“ sagði Tiger léttur á blaðamanna- fundi fyrir mótið en árið 2000 vann hann opna breska, opna bandaríska og PGA-meistaramót- ið og sigur á Masters fylgdi árið eftir. „Það verður ekkert gefið á þessu móti enda eru flestir þeirra bestu að spila vel þessa dagana og nægir þar að nefna Vijay Singh og Phil Mickelson. Retief Goosen og Ernie Els eru líka að hitna svo ég nefni einhverja. Það þarf margt að ganga upp svo maður sigri risa- mót. Ein slæm mistök geta hæg- lega eyðilagt mótið fyrir manni,“ sagði Tiger sem líkar vel að spila á Augusta. „Það er venjulega hægt að ná fuglum á þessum velli en veðrið í fyrra leyfði okkur ekki að spila okkar besta leik. Lykilatriði á þessum velli er að pútta vel. Það er ekki hægt að pútta illa hérna og vinna. Maður þarf einnig að spila ákveðið og upphafshöggin þurfa að vera bein. Hér áður fyrr var hægt að vera villtari í upphafs- höggum en það er liðin tíð,“ sagði Tiger. Eins og áður segir kann Tiger vel við sig á Augusta-vellinum en hann hefur samt ekki unnið þar síðustu tvö ár. Það lengsta sem hann hefur beðið eftir sigri á þess- um velli er þrjú ár. Hann tapaði naumlega fyrir Zach Johnson í fyrra og er oftar en ekki í toppbar- áttunni þó hann vinni ekki alltaf. Veðbankar hallast þó að sigri Tig- ers í ár og það verður enginn ríkur á því að setja peninga á hann í ár. henry@frettabladid.is Tiger Woods segist geta unnið öll risamótin á sama árinu Golfsérfræðingar búast flestir við mjög öruggum sigri hjá Tiger Woods á Masters-mótinu sem hefst á hin- um fornfræga Augusta-golfvelli í dag. Tiger hefur verið í ótrúlegu formi á árinu og unnið sjö af níu síðustu mótum sínum. Tiger hefur trú á því að hann geti unnið öll risamótin á þessu ári. FERSKUR Tiger Woods sést hér hress og kátur á æfingu fyrir Mastersmótið fyrr í vikunni. Honum er sem fyrr spáð sigri á mótinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Pálína Gunnlaugsdótt- ir varð á föstudagskvöldið Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári með Keflavík en þetta er þriðja árið í röð sem hún spilar með besta liði landsins því hún varð Íslandsmeist- ari með Haukum 2006 og 2007. Þetta er tólfti Íslandsmeistara- titill Pálínu í öllum flokk- um en hún hefur orðið Íslands- meistari á öllum tíma- bilum frá árinu 2001. Pál- ína sem er aðeins 21 árs gömul hefur samtals unnið 29 titla á ferlinum þar af 21 Íslands- og bikar- meistaratitil. Pálína er þriðji leik- maður sögunnar sem nær því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð með fleiri en einu liði en bæði Hanna Björg Kjartansdóttir og Olga Færseth urðu Íslands- meistarar með Keflavík 1992 og 1994 og svo með Breiða- bliki árið 1995. Það má segja að síðustu þrjú tímabil hafi verið ein stór sigurganga hjá Pálínu en á þeim hefur hún leikið 82 leiki á Íslands- móti, 61 í deild og 21 í úrslita- keppni, og hefur verið í sigurliði í 72 þeirra eða 90 prósentum leikj- anna sem hún hefur spilað. Pálína og félagar hennar í Haukum og Keflavík hafa enn fremur unnið tólf titla á þessum tíma þar af Íslandsmeistaratitilinn, deildar- meistaratitilinn og fyrirtækja- bikarinn öll þrjú tímabilin. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður deildarinnar und- anfarin þrjú tímabil en það má segja að hún hafi blómstrað í sókninni með Keflavík í vetur. Pálína skoraði 12,1 stig að meðal- tali í deildinni með Keflavík í vetur sem var 2,7 stigum meira í leik en hún hafði mest náð með Haukum (9,4 tímabilið 2005-06). Pálína gerði síðan enn betur í úrslitakeppninni þar sem hún skoraði 12,8 stig að meðaltali í leik. - óój STÓRIR TITLAR PÁLINU Íslandsmeistari 12 sinnum 2008 Meistaraflokkur kvenna 2007 Meistaraflokkur kvenna 2006 Meistaraflokkur kvenna 2006 Unglingaflokkur kvenna 2005 Unglingaflokkur kvenna 2004 Unglingaflokkur kvenna 2003 Unglingaflokkur kvenna 2003 10. flokkur kvenna 2002 Unglingaflokkur kvenna 2002 10. flokkur kvenna 2002 9. flokkur kvenna 2001 9. flokkur kvenna Bikarmeistari 9 sinnum 2007 Meistaraflokkur kvenna 2007 Unglingaflokkur kvenna 2006 Unglingaflokkur kvenna 2005 Meistaraflokkur kvenna 2005 Unglingaflokkur kvenna 2004 Unglingaflokkur kvenna 2003 10. flokkur kvenna 2002 10. flokkur kvenna 2002 9. flokkur kvenna Pálína Gunnlaugsdóttir varð á dögunum Íslandsmeistari í tólfta sinn á síðustu sjö árum: 21 árs með 21 Íslands- og bikarmeistaratitil FÓTBOLTI Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, var í skýjunum eftir sigur liðs síns gegn Arsenal á Anfield í fyrra- kvöld og kvaðst hlakka til þess að mæta Chelsea í undanúrslitunum í þriðja skipti á síðustu fjórum árum. „Það er ótrúlegt að við séum að mæta Chelsea enn og aftur á þessu stigi keppninnar en eins og áður verður þetta mjög erfitt og krefjandi verkefni,“ sagði Benitez en spurður út í hvort það væri kostur fyrir Chelsea að eiga seinni leik liðanna á Brúnni var Spánverjinn ekki of viss. „Ég veit ekki hvort það er kostur eða ekki. Spyrjið mig frekar að því eftir einvígið. Ég hef annars mikla trú á reynslunni sem við búum yfir fyrir svona leiki og trúin til að ná árangri er vissulega til staðar í okkar herbúðum,“ sagði Benitez. - óþ Rafa Benitez um Chelsea: Erfitt og krefj- andi verkefni BJARTSÝNN Benitez telur að Liverpool hafi reynsluna og trúna til að vinna Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Frank Lampard, miðju- maður Chelsea, ítrekaði á blaðamannafundi eftir 2-0 sigurinn gegn Fenerbahce í fyrrakvöld að lið sitt væri ekki í hefndarhug gegn Liverpool. Liverpool hefur slegið Chelsea tvisvar sinnum út úr undanúrslit- um Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum. „Hefnd er hættuleg tilfinning til að draga inn á fótboltavöllinn vegna þess að þar þarftu að hugsa skýrt og vera með hausinn í lagi. Fyrri viðureignir okkar gegn Liverpool munu ekki hafa neitt að segja í þessu einvígi,“ sagði Lampard. - óþ Frank Lampard um Liverpool: Chelsea ekki í hefndarhug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.