Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 2
2 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
Róbert, þværðu hendur þínar
af þessum ásökunum?
„Já, það er alveg á hreinu.“
Mikil röð við bílaþvottastöðina Löður
í Kópavogi veldur truflun á verslun í
Bæjarlind og veldur slysahættu, að mati
verslunarmanna. Róbert Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Löðurs, telur vandann ekki
svo djúpstæðan en vart sé hægt að tala
um annað en vandræðaástand.
FJÁRMÁL „Undanfarnar vikur
hefur borið á því að lóðarhafar
hafa ekki fengið þá lánafyrir-
greiðslu hjá bönkum og öðrum
fjármálastofnunum sem þeir
höfðu vænst og jafnvel verið
lofað,“ segir í greinargerð með
tillögum að vinnureglum fyrir
Reykjavíkurborg vegna fjár-
náms- og nauð-
ungarsölu-
beiðna á lóðum.
Tillögurnar
sem unnar voru
af embættis-
mönnum borg-
arinnar voru
ræddar í fram-
kvæmda- og
eignaráði á
þriðjudag en
afgreiðslu
þeirra frestað.
Vinnureglurn-
ar eiga ein-
göngu að lúta
að lóðum þar
sem byggingar-
rétturinn hefur
verið seldur en
ekki gerður
lóðar leigu-
samningur þar
sem ekki hefur verið byrjað á
húsunum.
Í greinargerð embættismann-
anna segir að vegna þess að bank-
arnir hafi brugðist lóðarhöfunum
á fyrrnefndan hátt hafi nokkrir
þeirra lent í greiðsluerfiðleikum.
Gera megi ráð fyrir að fram komi
kröfur um fjárnám í lóðunum og
uppboð á byggingarréttinum.
„Þar sem lóðarleigusamningar
eru ekki gerðir fyrr en lokið
hefur verið við að steypa sökkla
og plötu beinast slíkar kröfur að
Reykjavíkurborg sem lóðar-
eiganda,“ benda embættismenn-
irnir á.
Undanfarin ár hefur borgin
aðallega selt byggingarrétt á
lóðum með tvennum hætti; ann-
ars vegar til hæstbjóðenda og
hins vegar á föstu verði með
ákvæði um viðbótargjald ef lóðin
er endurseld innan tiltekins ára-
fjölda. Í báðum tilvikum hefur
verið heimilt að veðsetja bygg-
ingarréttinn fyrir því sem nemur
níutíu prósentum af verði hans.
Varðandi lóðirnar sem seldar
hafa verið hæstbjóðandi segja
embættismennirnir að markaðs-
verðmæti þeirra hafi ótvírætt
lækkað auk þess sem lánin og
kostnaður við þau geti verið orðin
hærri en upphaflegt verð. Ekki
eigi að bregðast við kröfum í
þessar lóðir:
„Er næsta víst að Reykjavíkur-
borg myndi tapa á að leysa lóðir
til sín. Auk þess getur verið var-
hugavert fyrir opinbera aðila að
grípa inn í atburðarás og trufla
markaðsforsendur,“ vara emb-
ættismennirnir við.
Lóðir sem seldar voru á föstu
er lagt til að borgin leysi til sín og
geri upp við kröfuhafana með
kaupverðinu sem lóðarhafarnir
höfðu greitt, að því tilskildu að
greiðslan verði ekki hærri en
upphaflegt lóðarverð auk vísi-
tölutryggingar.
gar@frettabladid.is
Neyðaráætlun vegna
lóðarhafa í kröggum
Reykjavíkurborg gerir viðbragðsáætlun vegna krafna frá bönkunum sem ganga
að borginni vegna skulda lóðarkaupenda. Bankarnir hafa jafnvel svikið loforð
um fjármögnun segir í greinargerð til framkvæmda- og eignaráðs borgarinnar.
JÓRUNN
FRÍMANNSDÓTTIR
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
FRAMKVÆMDASVÆÐI VIÐ ÚLFARSFELL Reykjavíkurborg er í erfiðleikum vegna þess
að lóðahafar eru í fjárhagskröggum í lausafjárkreppu bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SLYS Fólkið sem slasaðist í
árekstri á Reykjanesbraut á
miðvikudagsmorgun er allt á
batavegi, að sögn vakthafandi
læknis á Landspítalanum.
Meðlimir í hljómsveitinni Steed
Lord voru í öðrum bílnum og þar
á meðal Svala Björgvinsdóttir
söngkona. Einar Egilsson, unnusti
hennar, gekkst undir aðgerð
vegna innvortis blæðinga á
miðvikudag og var haldið sofandi
í öndunarvél í gærmorgun. Hann
er nú vaknaður.
Tveir bræður Einars og faðir
hans, Egill Eðvarðsson dagskrár-
gerðarmaður, voru í bílnum.
Ökumaður hins bílsins var einn á
ferð og slasaðist nokkuð. - sgj
Slösuðust í árekstri:
Öll á batavegi
eftir bílslysið
ATVINNULÍF Samtök iðnaðarins
segja að vegna gengisþróunar og
hækkandi olíuverðs geti verk-
takar ekki staðið við samninga
eða tekið að sér
ný verk.
Ósanngjarnt sé
að þeir sitji
uppi með
áhættuna.
„Á meðan
þetta óróleika-
tímabil stendur
yfir er farið
fram á að
opinbera
verkkaupar
verðtryggi, til að mynda með
bygginga- og gengisvísitölu alla
samninga sem gerðir eru til
lengri tíma en þriggja mánaða,“
segir Jón Steindór Valdimarsson,
framkvæmdastjóri SI, í bréfi
sem rætt var á fundi fram-
kvæmda- og eignaráðs Reykja-
víkur og sent til umsagnar hjá
innkauparáði. - gar
Verktakar fyrir opinbera aðila:
Vilja tryggingar
vegna óróans
JÓN STEINDÓR
VALDIMARSSON
SJÁVARÚTVEGUR Fyrstu niðurstöður
úr togararalli Hafrannsókna-
stofnunar árið 2008 benda til að
stærð veiðistofns í þorski sé í
góðu samræmi við mat á ástandi
hans vorið 2007. Heildarstofnvísi-
tala þorsks eins árs og eldri
hækkaði um tólf prósent frá
mælingunni 2007 en er þó lægri
en árin 2002-2006. Fyrsta mat á
stærð 2007 árgangs þorsks bendir
til að hann sé slakur, eða af
svipaðri stærð og árgangarnir frá
2005 og 2006. Árgangurinn frá
2004 mælist sem fyrr mjög
lélegur. - shá
Fyrstu niðurstöður togararalls:
2007 árgangur
þorsks lélegur
Á SJÓ Fyrstu niðurstöður togararallsins
gefa ekki von um aukna þorskveiði.
FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
EFNAHAGSMÁL „Við erum að festast í
hópi vandræðaríkjanna,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, um
stýrivaxtahækkanir Seðlabank-
ans.
Samtök atvinnulífsins eru að
skipa nefnd til að kanna hvernig
íslensk fyrirtæki geti tekið upp
evruna og hvernig það myndi virka
á efnahags- og atvinnulífið.
„Það myndi ganga út á að fyrir-
tækin yrðu öll með sitt verð í
evrum, versla sín á milli í evrum,
eftir atvikum gera kjarasamninga
og greiða laun í evrum, vera með
bankaviðskipti í evrum og eiga
eignir í evrum,“ útskýrir
Vilhjálmur, sem þó boðar ekki
endalok íslensku krónunnar: „Hluti
af hugmyndinni er að krónan yrði
mjög lítill gjaldmiðill við hliðina á
evrunni. Hún yrði meðal annars
notuð í viðskiptum við opinbera
aðila eins og þeir vilja og í raun
verða notuð áfram sem lögeyrir
með föstu gengi sem bakkað væri
upp af ríkinu og Seðlabankanum.“
Vilhjálmur telur fullreynt að
halda stöðugu gengi með krónunni.
Hún sé einfaldlega ekki samkeppn-
ishæf. „Á það eru helst notaðir þrír
mælikvarðar: verðbólgan, vextirn-
ir og gengið. Krónan er með fal-
leinkunn á alla þessa mælikvarða,“
segir Vilhjálmur, sem sjálfur mun
veita evrunefndinni forstöðu og
boðar niðurstöður um miðjan maí.
- gar
Samtök atvinnulífsins vilja að einkaaðilar taki frumkvæði í gjaldmiðilsmálum:
Íslensk fyrirtæki noti evruna
Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS Davíðs
Oddsson seðlabankastjóri og Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræðast
við á ársfundi Seðlabankans í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FJÖLMIÐLAR Farið er lofsamlegum
orðum um Ísland í forsíðugrein
sem birt var í lesbókar El País síð-
astliðinn sunnudag. Meðal annars
er sú ályktun dregin að í íslensku
samfélagi sam-
einist það besta
sem heims-
byggðin hefur
upp á að bjóða.
Greinarhöf-
undurinn John
Carlin fjallar
þar meðal ann-
ars með aðdáun
um það hvernig
fjölskyldulíf sé almennt afar gott
þó svo að skilnaðir séu tíðir og
fjölskyldusamsetningin þar af
leiðandi flókin. Þar vitnar hann
mikið í samtal sitt við Oddnýju
Sturludóttur, borgarfulltrúa.
Einnig er haft eftir Geir Haarde
forsætisráðherra að okkur hafi
tekist að sameina það besta frá
Bandaríkjunum og Norðurlöndun-
um. Það er að segja framtakssemi
einstaklingsins og síðan velferðar-
kerfið. Höfundur bætir síðan við
að hér megi finna lífsgæði sem
flestir Evrópubúa fara á mis við
en megi finna í Afríku. Þau felast í
því að börnin skynja sjálf sig sem
hluta af stórfjölskyldunni og nær-
samfélagi vegna þess hve margir
hafa áhrif á uppeldi þess.
Meðal annarra viðmælenda er
Svafa Grönfeldt, rektor Háskól-
ans í Reykjavík, og dáist greinar-
höfundur af krafti hennar og
atorkusemi. - jse
Umfjöllun um Ísland í spænska blaðinu El País:
Ísland sameinar það besta
ÚR MIÐBÆNUM Íslenskt samfélag fær
fyrstu einkunn í grein spænska dag-
blaðsins El País. Þar er sagt að hér ægi
saman öllu því besta.
GEIR H. HAARDE
ALÞINGI Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra
segir að með ólíkindum sé að
Íslendingi hafi verið haldið í
einangrun í færeysku fangelsi í
meira en 170 daga. Hún sagði
stjórnvöld beita sér í máli
mannsins, sem er í haldi vegna
aðildar að Pólstjörnumálinu.
Samúel Örn Erlingsson,
Framsóknarflokki, hvatti
ráðherra til að beita sér fyrir
samnorrænum reglum um
einangrun fanga. Kvaðst
ráðherra vilja reyna að sjá til
þess að svona lagað endurtæki
sig ekki.
- bþs
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Löng einangr-
un sérkennileg
ALÞINGI „Ég tel að í báðum
tilvikum hafi lögreglan farið að
lögum og það sé ekki um ólíka
framkvæmd laganna að ræða,“
sagði Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra í svari við fyrir-
spurn Helga Hjörvar Samfylking-
unni á Alþingi í gær.
Helgi spurði hvernig stæði á
ólíkri framkvæmd laga gagnvart
mótmælendum. Vörubílstjórar
hafa að mestu verið látnir
óáreittir en í fyrra voru nokkrir
mótmælendur handteknir fyrir að
stöðva umferð á Snorrabraut.
Sagðist Björn enn fremur ekki
hafa beitt sér gagnvart lögreglu í
málunum. - bþs
Dómsmálaráðherra:
Mótmælendum
ekki mismunað
SPURNING DAGSINS