Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 8

Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 8
8 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Víxlar Icebank hf. teknir til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. Icebank hf., kt. 681086-1379, hefur birt lýsingar vegna víxla bankans sem verða teknir til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. Lýsingarnar eru aðgengilegar almenn- ingi frá og með 11. apríl 2008 og er hægt að nálgast í 1 ár frá útgáfudegi á vefsetri útgefanda, www. icebank.is, og í prentuðu formi hjá útgefanda að Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík. Eftirfarandi víxlafl okkar verða teknir til viðskipta: Víxlafl okkur heildarfjárhæð 5.000.000.000 kr. Víxlar að fjárhæð 5.000.000.000 kr. voru gefnir út þann 27. febrúar 2008 og verða teknir til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. 11. apríl 2008. Auðkenni fl okksins í OMX Nordic Exchange Iceland hf. verður ICB 09 0114. Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf, hver að fjárhæð 5.000.000 kr. og skulu víxlarnir endurgreiðast þann 14. janúar 2009. Víxlafl okkur heildarfjárhæð 5.000.000.000 kr. Víxlar að fjárhæð 2.500.000.000 kr. voru gefnir út þann 27. febrúar 2008 og verða teknir til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. 11. apríl 2008. Auðkenni fl okksins í OMX Nordic Exchange Iceland hf. verður ICB 09 0211. Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf, hver að fjárhæð 5.000.000 kr. og skulu endurgreiðast þann 11. febrúar 2009. Víxlafl okkur heildarfjárhæð 5.000.000.000 kr. Víxlar að fjárhæð 3.000.000.000 kr. voru gefnir út þann 27. febrúar 2008 og verða teknir til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. 11. apríl 2008. Auðkenni fl okksins í OMX Nordic Exchange Iceland hf. verður ICB 09 0318. Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf, hver að fjárhæð 5.000.000 kr. og skulu endurgreiðast þann 18. mars 2009. Umsjónaraðili töku til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf. er Icebank hf. Viðeigandi lýsingar útgefanda er hægt að nálgast í 1 ár frá útgáfudegi á vefsetri útgef- anda: www. icebank.is og í prentuðu formi hjá útgefanda, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík. 11. apríl 2008 1 Hvaða útvarpsmaður flytur inn rafbyssur fyrir lögregluna? 2 Hver er fyrirliði meistara- flokks körfuknattleiksliðs ÍR? 3 Hvað heitir nýjasta lag Merzedes Club? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 NEYTENDAMÁL Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst telur að matar- verð myndi lækka um tíu til tuttugu og fimm prósent með inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ESB. Með aðild að myntbandalaginu myndu vextir á íbúðarlánum lækka um þrjú til fimm prósent, eða niður í það sem gengur og gerist í Evr- ópu, að sögn Eiríks Bergmanns Ein- arssonar, sérfræðings í Evrópumál- um. Stýrivextir eru fjögur til átta prósent í öðrum löndum Evrópu. Evrópufræðasetrið hefur unnið skýrslu fyrir Neytendasamtökin sem ber nafnið „Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neyt- endur?“, þar sem helstu kostir og gallar aðildar eru metnir út frá hagsmunum íslenskra neytenda. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að matarverðið var hæst á Íslandi 2004 og 2005 og það var sjö prósentum hærra á Íslandi en í Nor- egi. Kjöt er langdýrast á Íslandi, 86 prósentum dýrara en í ESB-ríkjun- um fimmtán árið 2005, en fiskverð er svipað hér og í ESB-ríkjunum. Íslendingar myndu spara mikið við inngöngu í ESB. Miðað við 65 þúsunda króna meðalútgjöld fjög- urra manna fjölskyldu í matvæla- kaup á mánuði ættu útgjöldin að lækka um 200 þúsund krónur á ári miðað við fjórðungslækkun á mat- vöruverði, að því gefnu að tollar og innflutningshöft á landbúnaðar- vörum yrðu felld niður við aðild að ESB. Miðað við heildaráhrif við upptöku evrunnar og lægra vaxta- stig gætu fjölskyldurnar sparað um 700 þúsund krónur á ári. Matvælaverð lækkaði um sjö prósent í Svíþjóð og ellefu prósent í Finnlandi við inngöngu í ESB. Matarverð er enn með því hæsta í Evrópu í þessum löndum. Eva Heiða Önnudóttir, annar höfunda skýrslunnar, segir að matvælaverð hafi þegar lækkað nokkuð í þess- um löndum áður en kom til ESB- aðildar. Minni munur hafi verið á verði milli ESB og þessara landa en sé nú milli Íslands og ESB. „Þess vegna teljum við að lækkunin geti orðið meiri hér,“ segir hún. Í skýrslunni kemur fram að toll- ar milli Íslands og ESB-landanna myndu falla niður, fyrst og fremst á landbúnaðarvörum. Endurskipu- leggja þyrfti íslenskan landbúnað og draga þyrfti úr stuðningi við innlendan landbúnað. Íslendingar eiga, að mati skýrsluhöfunda, góða möguleika á að ná samningum um stuðning við innlendan landbúnað miðað við þá samninga sem Finnar náðu fram þar sem allt Ísland fellur undir skilgreiningu um heims- skautalandbúnað. ghs@frettabladid.is Matarverð myndi lækka um fjórðung Matvælaverð lækkar um allt að fjórðung og neysluverð um fimmtán prósent ef Ísland gengur í ESB. Með upptöku evru og lægra vaxtastigi myndi meðalfjöl- skyldan spara 700 þúsund á ári. Vextir á íbúðalánum yrðu sambærilegir ESB. LÖND MEÐ HÆSTA MATAR- VERÐ Í EVRÓPU Án drykkjarvöru 2003-2005 Sæti 2003 2004 2005 1 Sviss Ísland Ísland 2 Noregur Sviss Noregur 3 Ísland Noregur Sviss 4 Danmörk Danmörk Danmörk 5 Írland Írland Írland 6 Svíþjóð Finnland Finnland 7 Finnland Svíþjóð Lúxemborg 8 Lúxemborg Lúxemb. Svíþjóð 9 Ítalía Ítalía Ítalía 10 Frakkland Frakkland Frakkland HEIMILD: EVRÓPUFRÆÐASETUR HÁSKÓLANS Á BIFRÖST. TRYGGINGAMÁL Guðbjörg Guð- mundsdóttir, verkefnisstjóri kynningarmála hjá Trygginga- stofnun, segir meiri fyrirhöfn fyrir foreldra barna, sem þurfi að fá þjónustu talmeinafræðinga, að fá endur greiðslu en áður var. Fréttablaðið birti í gær frásögn foreldra fjögurra ára drengs sem fæddist með skarð í vör og góm, en þeir segja formkröfur stofn- unarinnar svo miklar að nær ómögulegt sé að uppfylla þær og fá endurgreiðslu. Nú sé svo komið að fjárútlát vegna nauð- synlegrar þjálfunar drengsins séu að sliga fjárhag fjölskyld- unnar. „Tryggingastofnun gerði athugasemdir við vinnubrögð tal- meinafræðinga og töldu að samn- ingsbrot hefði átt sér stað, en eftir þær athugasemdir sagði stór hluti talmeinafræðinga sig frá samningum,“ segir Guðbjörg. Uppsögn þeirra frá samningum hafi orðið til þess að reglugerð þyrfti að setja um styrki til for- eldra. Til að uppfylla skilyrði hennar þurfi foreldrar að leggja á sig töluverða fyrirhöfn. Ástæð- urnar fyrir því liggi þó ekki hjá Tryggingastofnun heldur hjá tal- meinafræðingum sem sögðu sig frá samningum vegna eðlilegra athugasemda stofnunarinnar. - kdk Foreldrar barns sem þarf á talþjálfun að halda fá engar endurgreiðslur frá TR: Deilurnar bitna á fjölskyldum NÖKKVI PÁLL Andrés Ævar Grétarsson, faðir Nökkva Páls, fjögurra ára drengs sem þarfnast talþjálfunar, telur nær ómögulegt að fá endurgreiðslur vegna formkrafa Tryggingastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMFERÐARMÁL Að mati Umferðar- stofu hefur í umræðum um merkingar og frágang á vega- vinnusvæðum lítið farið fyrir umfjöllun um mikilvægi ábyrgð- ar ökumanna. Í tilkynningu sem Umferðar- stofa sendi frá sér í gær segir að mikilvægt sé að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir á fram- kvæmdasvæðum til að koma í veg fyrir að slys hljótist af mistökum ökumanna. Ljóst þykir að fjöldi ökumanna fari ekki eftir hraða- takmörkunum á framkvæmda- svæðum og ástundi jafnvel framúrakstur við mjög hættuleg- ar aðstæður þrátt fyrir skýrt bann þar um. - ovd Frágangur vegavinnusvæða: Ábyrgð bílstjóra VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.