Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 12
12 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR NORÐURLÖND Forsætisráðherrar Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum í bænum Riksgräns- en, nyrst í Svíþjóð, yfirlýsingu um hnattvæðingarmál, en þetta er fyrsta yfirlýsingin sem samin er í nafni Hnattvæðingarráðs Norðurlandanna. Í henni ítreka ráðherrarnir vilja til að Norður- löndin stilli saman strengi í við- brögðum sínum við áskorunum hnattvæðingarinnar. „Riksgränsen-yfirlýsingin, sem forsætisráðherrarnir standa að, veitir okkur styrk til að halda áfram starfinu við að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar. Fundurinn í Riksgränsen hefur eflt norræna samkennd,“ hefur fréttavefur Norðurlandaráðs, Norden.org, eftir Halldóri Ásgrímssyni framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Á fundi í finnska bænum Punkaharju í fyrra samþykktu forsætisráðherrarnir fjölmörg verkefni með það að markmiði að mæta áskorunum hnattvæðingar- innar. Þetta leiddi til endurskipu- lagningar á norrænu samstarfi til að auka skilvirkni. Fundurinn í Riksgränsen miðaði að því að færa þetta starf á næsta stig. „Það mikilvægasta við norrænt samstarf er að Norðurlönd nýti sameiginlegan rannsókna- og nýsköpunarkraft ásamt sterkri samkeppnisstöðu til að mæta áskorunum á alþjóðavettvangi. Fundurinn í Riksgränsen veitir fleiri aðilum tækifæri til að taka þátt og koma skoðunum sínum á framfæri. Umræður um tillögur um öndvegisrannsóknir voru bæði jákvæðar og þeim vel tekið – það eflir framtíðarstarfið,“ sagði Halldór á blaðamanna- fundi. Markmiðið með fundinum í Riksgränsen dagana 8. og 9. apríl, sem haldinn var undir yfirskrift- inni „Samkeppnishæf Norður- lönd í hnattvæddum heimi“, var að stuðla að og efla umræðu um tækifæri og áskoranir hnattvæð- ingarinnar og leiða saman full- trúa frá Norðurlandaráði, sjálf- stjórnarsvæðunum, atvinnulífi, iðnaði, mennta- og rannsókna- geiranum, frjálsum félagasam- tökum og ráðuneytum. Þessi fyrsti norræni fundur Hnattvæð- ingarráðs var skipulagður að nokkru leyti að fyrirmynd Davos- fundanna í Sviss sem árlega eru haldnir í nafni World Economic Forum. audunn@frettabladid.is Norðurlönd mæta hnatt- væðingunni Á leiðtogafundi Norðurlandanna í Norður-Svíþjóð var samþykkt yfirlýsing um samstillt viðbrögð Norður landa við áskorunum hnattvæðingarinnar. SAMSTAÐA Forsætisráðherrarnir Jens Stoltenberg, Anders Fogh Rasmussen, Fredrik Reinfeldt, Matti Vanhanen og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Riksgränsen. LJÓSMYND/NORDEN.ORG Það mikilvægasta við norrænt samstarf er að Norðurlöndin nýti sameiginlegan rannsókna- og nýsköpunarkraft... HALLDÓR ÁSGRÍMSSON NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDINNI TRÉ ÖNNU FRANK Björgunaraðgerðir standa nú yfir til að bjarga þessu stóra tré, sem sveppasýking er komin í. Tréð stendur í garði bak við hús Önnu Frank í Amsterdam, þar sem hún og fjölskylda hennar földu sig á sínum tíma fyrir nasistum sem vildu útrýma þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÍBET, AP Evrópuþingið samþykkti í gær að hvetja ráðamenn aðildar- ríkja Evrópusambandsins að mæta ekki á opnunarhátíð Ólympíu- leikanna, sem haldnir verða í Pek- ing í sumar, ef kínversk stjórnvöld hefja ekki viðræður við Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta. Sex manna nefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna, sem hefur kann- að ástand mannréttindamála í Tíbet, sagði enn fremur í gær að kínversk stjórnvöld ættu að hætta að ritskoða fréttaflutning innan- lands af mótmælunum og málefn- um Tíbets. Aðdragandi Ólympíuleikanna í Kína hefur víða um heim verið notaður, bæði af Tíbetum og stuðn- ingsmönnum þeirra, til þess að mótmæla mannréttindabrotum í Tíbet, þar sem Kínverjar ráða ríkjum. Hlaupið var með ólympíukynd- ilinn í San Francisco á miðviku- dag, en næst verður hlaupið með hann um götur Búenos Aíres í dag. Dalai Lama segist hafa stutt það frá upphafi að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Kína. Hins vegar hafi enginn rétt til að þagga niður í mótmælendum, sem krefjast mannréttinda í Tíbet. „Sjálfstjórn í Tíbet er aðeins að nafninu til, hún hefur ekki verið framkvæmd af heilindum,“ sagði hann í Japan í gær, þar sem hann millilenti á leið sinni til Bandaríkj- anna. - gb Evrópuþingið skorar á Kínverja að ræða við Dalai Lama fyrir Ólympíuleikana: Opnunin annars sniðgengin DALAI LAMA „Ég er bara mannlegur, alls enginn djöfull,“ sagði andlegur leiðtogi Tíbeta í Japan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Tuttugu heimilislausir munu fá þak yfir höfuðið samkvæmt áætlun félagsmála- ráðuneytis ins og velferðar- sviðs Reykja- víkurborgar sem kynnt var í gær. Á næstu þremur árum leggur ráðu- neytið 85,6 milljónir króna til verkefnisins. Tuttugu heimilislausir sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímu- efna fá búsetuúrræði, en með fylgir félagslegur stuðningur og endurhæfing sem íbúarnir þurfa á að halda til að ná lífi sínu á strik án vímugjafa. - sgj Félagsmálaráðuneyti: Húsaskjól fyrir 20 heimilislausa JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR KÍNA, AP Á annan tug búddamunka efndu til mótmæla þegar erlendir blaðamenn heimsóttu klaustur í Kína, skammt frá landamærum Tíbets. Munkarnir hvöttu til þess að mannréttindi verði tryggð í Tíbet og að Dalai Lama fái að snúa aftur úr útlegð. „Við erum ekki á móti Ólympíu- leikunum. Við þurfum mannrétt- indi,“ sagði einn munkurinn í Labrang-klaustri í Xiahe, sem ræddi við AP-fréttastofuna í síma. Einn erlendu fréttamann- anna segir að fulltrúar kínverska utanríkisráðuneytisins hafi fylgst með mótmælunum en látið þau afskiptalaus. - gb Búddamunkar mótmæla: Vilja tryggja mannréttindi VINNUMARKAÐUR Mikil endurnýjun verður í stjórn BHM, Bandalags háskólamanna, á aðalfundi sem verður fram haldið um miðj- an maí. Fyrir aðalfundinn, sem hófst í síð- ustu viku, var ljóst að aðeins tveir stjórnar- menn ætluðu að gefa kost á sér áfram, for- maður og vara- formaður BHM. Aðrir stjórnarmenn höfðu lýst yfir að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Á aðalfundi BHM í síðustu viku lagði Bragi Skúlason, formaður Útgarðs, fram tillögu um að lækka aðildargjöld til BHM úr 0,2 pró- sentum af dagvinnulaunum félags- manna í 0,15 prósent. Tekjur BHM skerðast þannig um 18 milljónir árið 2009. Halldóra Friðjónsdóttir, for- maður BHM, situr í stjórn Útgarðs. Hún var á móti tillög- unni en hún var samþykkt með meirihluta atkvæða. Halldóra segir að vitað hafi verið um tillög- una en ekki að hún myndi njóta svona mikils fylgis. Hún kveðst líta á samþykktina sem „ákveðið vantraust“ á sig og hafi því ákveð- ið að draga sig í hlé. Heppilegra sé að finna formann sem meiri sátt sé um. Elsa B. Friðfinnsdóttir, varafor- maður BHM og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að staðan innan BHM skýr- ist eftir miðstjórnarfund í næstu viku. Hún hafi gefið kost á sér í stjórn en ekki komi til greina að gefa kost á sér til formanns. - ghs HALLDÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR Mikil endurnýjun í stjórn BHM á aðalfundi í maí: Allir hætta nema einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.