Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 12
12 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
NORÐURLÖND Forsætisráðherrar
Norðurlandanna samþykktu á
fundi sínum í bænum Riksgräns-
en, nyrst í Svíþjóð, yfirlýsingu
um hnattvæðingarmál, en þetta
er fyrsta yfirlýsingin sem samin
er í nafni Hnattvæðingarráðs
Norðurlandanna. Í henni ítreka
ráðherrarnir vilja til að Norður-
löndin stilli saman strengi í við-
brögðum sínum við áskorunum
hnattvæðingarinnar.
„Riksgränsen-yfirlýsingin,
sem forsætisráðherrarnir standa
að, veitir okkur styrk til að halda
áfram starfinu við að mæta
áskorunum hnattvæðingarinnar.
Fundurinn í Riksgränsen hefur
eflt norræna samkennd,“ hefur
fréttavefur Norðurlandaráðs,
Norden.org, eftir Halldóri
Ásgrímssyni framkvæmdastjóra
Norrænu ráðherranefndarinnar.
Á fundi í finnska bænum
Punkaharju í fyrra samþykktu
forsætisráðherrarnir fjölmörg
verkefni með það að markmiði að
mæta áskorunum hnattvæðingar-
innar. Þetta leiddi til endurskipu-
lagningar á norrænu samstarfi
til að auka skilvirkni. Fundurinn í
Riksgränsen miðaði að því að
færa þetta starf á næsta stig.
„Það mikilvægasta við norrænt
samstarf er að Norðurlönd nýti
sameiginlegan rannsókna- og
nýsköpunarkraft ásamt sterkri
samkeppnisstöðu til að mæta
áskorunum á alþjóðavettvangi.
Fundurinn í Riksgränsen veitir
fleiri aðilum tækifæri til að taka
þátt og koma skoðunum sínum á
framfæri. Umræður um tillögur
um öndvegisrannsóknir voru
bæði jákvæðar og þeim vel tekið
– það eflir framtíðarstarfið,“
sagði Halldór á blaðamanna-
fundi.
Markmiðið með fundinum í
Riksgränsen dagana 8. og 9. apríl,
sem haldinn var undir yfirskrift-
inni „Samkeppnishæf Norður-
lönd í hnattvæddum heimi“, var
að stuðla að og efla umræðu um
tækifæri og áskoranir hnattvæð-
ingarinnar og leiða saman full-
trúa frá Norðurlandaráði, sjálf-
stjórnarsvæðunum, atvinnulífi,
iðnaði, mennta- og rannsókna-
geiranum, frjálsum félagasam-
tökum og ráðuneytum. Þessi
fyrsti norræni fundur Hnattvæð-
ingarráðs var skipulagður að
nokkru leyti að fyrirmynd Davos-
fundanna í Sviss sem árlega eru
haldnir í nafni World Economic
Forum.
audunn@frettabladid.is
Norðurlönd
mæta hnatt-
væðingunni
Á leiðtogafundi Norðurlandanna í Norður-Svíþjóð
var samþykkt yfirlýsing um samstillt viðbrögð
Norður landa við áskorunum hnattvæðingarinnar.
SAMSTAÐA Forsætisráðherrarnir Jens Stoltenberg, Anders Fogh Rasmussen, Fredrik
Reinfeldt, Matti Vanhanen og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Riksgränsen.
LJÓSMYND/NORDEN.ORG
Það mikilvægasta við
norrænt samstarf er að
Norðurlöndin nýti sameiginlegan
rannsókna- og nýsköpunarkraft...
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDINNI
TRÉ ÖNNU FRANK Björgunaraðgerðir
standa nú yfir til að bjarga þessu stóra
tré, sem sveppasýking er komin í.
Tréð stendur í garði bak við hús Önnu
Frank í Amsterdam, þar sem hún og
fjölskylda hennar földu sig á sínum
tíma fyrir nasistum sem vildu útrýma
þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TÍBET, AP Evrópuþingið samþykkti
í gær að hvetja ráðamenn aðildar-
ríkja Evrópusambandsins að
mæta ekki á opnunarhátíð Ólympíu-
leikanna, sem haldnir verða í Pek-
ing í sumar, ef kínversk stjórnvöld
hefja ekki viðræður við Dalai
Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta.
Sex manna nefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, sem hefur kann-
að ástand mannréttindamála í
Tíbet, sagði enn fremur í gær að
kínversk stjórnvöld ættu að hætta
að ritskoða fréttaflutning innan-
lands af mótmælunum og málefn-
um Tíbets.
Aðdragandi Ólympíuleikanna í
Kína hefur víða um heim verið
notaður, bæði af Tíbetum og stuðn-
ingsmönnum þeirra, til þess að
mótmæla mannréttindabrotum í
Tíbet, þar sem Kínverjar ráða
ríkjum.
Hlaupið var með ólympíukynd-
ilinn í San Francisco á miðviku-
dag, en næst verður hlaupið með
hann um götur Búenos Aíres í
dag.
Dalai Lama segist hafa stutt það
frá upphafi að Ólympíuleikarnir
verði haldnir í Kína. Hins vegar
hafi enginn rétt til að þagga niður
í mótmælendum, sem krefjast
mannréttinda í Tíbet.
„Sjálfstjórn í Tíbet er aðeins að
nafninu til, hún hefur ekki verið
framkvæmd af heilindum,“ sagði
hann í Japan í gær, þar sem hann
millilenti á leið sinni til Bandaríkj-
anna. - gb
Evrópuþingið skorar á Kínverja að ræða við Dalai Lama fyrir Ólympíuleikana:
Opnunin annars sniðgengin
DALAI LAMA „Ég er bara mannlegur, alls
enginn djöfull,“ sagði andlegur leiðtogi
Tíbeta í Japan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÉLAGSMÁL Tuttugu heimilislausir
munu fá þak yfir höfuðið
samkvæmt
áætlun
félagsmála-
ráðuneytis ins
og velferðar-
sviðs Reykja-
víkurborgar
sem kynnt var í
gær. Á næstu
þremur árum
leggur ráðu-
neytið 85,6
milljónir króna
til verkefnisins.
Tuttugu heimilislausir sem hætt
hafa neyslu áfengis- eða vímu-
efna fá búsetuúrræði, en með
fylgir félagslegur stuðningur og
endurhæfing sem íbúarnir þurfa
á að halda til að ná lífi sínu á strik
án vímugjafa. - sgj
Félagsmálaráðuneyti:
Húsaskjól fyrir
20 heimilislausa
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
KÍNA, AP Á annan tug búddamunka
efndu til mótmæla þegar erlendir
blaðamenn heimsóttu klaustur í
Kína, skammt frá landamærum
Tíbets. Munkarnir hvöttu til þess
að mannréttindi verði tryggð í
Tíbet og að Dalai Lama fái að
snúa aftur úr útlegð.
„Við erum ekki á móti Ólympíu-
leikunum. Við þurfum mannrétt-
indi,“ sagði einn munkurinn í
Labrang-klaustri í Xiahe, sem
ræddi við AP-fréttastofuna í
síma. Einn erlendu fréttamann-
anna segir að fulltrúar kínverska
utanríkisráðuneytisins hafi fylgst
með mótmælunum en látið þau
afskiptalaus. - gb
Búddamunkar mótmæla:
Vilja tryggja
mannréttindi
VINNUMARKAÐUR Mikil endurnýjun
verður í stjórn BHM, Bandalags
háskólamanna, á aðalfundi sem
verður fram
haldið um miðj-
an maí. Fyrir
aðalfundinn,
sem hófst í síð-
ustu viku, var
ljóst að aðeins
tveir stjórnar-
menn ætluðu að
gefa kost á sér
áfram, for-
maður og vara-
formaður BHM.
Aðrir stjórnarmenn höfðu lýst
yfir að þeir myndu ekki gefa kost
á sér til endurkjörs.
Á aðalfundi BHM í síðustu viku
lagði Bragi Skúlason, formaður
Útgarðs, fram tillögu um að lækka
aðildargjöld til BHM úr 0,2 pró-
sentum af dagvinnulaunum félags-
manna í 0,15 prósent. Tekjur BHM
skerðast þannig um 18 milljónir
árið 2009.
Halldóra Friðjónsdóttir, for-
maður BHM, situr í stjórn
Útgarðs. Hún var á móti tillög-
unni en hún var samþykkt með
meirihluta atkvæða. Halldóra
segir að vitað hafi verið um tillög-
una en ekki að hún myndi njóta
svona mikils fylgis. Hún kveðst
líta á samþykktina sem „ákveðið
vantraust“ á sig og hafi því ákveð-
ið að draga sig í hlé. Heppilegra
sé að finna formann sem meiri
sátt sé um.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, varafor-
maður BHM og formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga,
segir að staðan innan BHM skýr-
ist eftir miðstjórnarfund í næstu
viku. Hún hafi gefið kost á sér í
stjórn en ekki komi til greina að
gefa kost á sér til formanns. - ghs
HALLDÓRA
FRIÐJÓNSDÓTTIR
Mikil endurnýjun í stjórn BHM á aðalfundi í maí:
Allir hætta nema einn