Fréttablaðið - 11.04.2008, Page 20
20 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Pólstjörnumálið í Færeyjum
“Þetta
fráb
Sumarbúðir
fyrir 12 - 16 ára
raudikrossinn.is
Frábærar sumarbúðir
fyrir alla unglinga
13. - 17. ágúst 2008
að Löngumýri í Skagafirði
Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég eignaðist fullt af
frábærum vinum... og starfsfólkið var líka æði”
Hlutverkaleikir
Kvöldvökur
Ferðir
Frábær skemmtun
Dagskrá mótsins er blönduð af gamni og alvöru. Unnið er með
viðhorf þátttakenda til ýmissa þjóðfélagshópa og fá þeir meðal
annars tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja
Skráning hjá jon@redcross.is
eða í síma 5704000
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið
■ 9. september
Fíkniefnin fjarlægð úr skútunni í
Færeyjum.
■ 14. september
Birkir greinir kærustu sinni frá því
að hann sé með fíkniefni fyrir 200
milljónir í bíl sínum.
■ 16. september
Fíkniefnin sett aftur um borð.
■ 17. september
Lögregla sér Birki koma með pakka
frá skútunni og setja í skottið á bíl
sínum.
■ 21. september
Birkir er handtekinn. Úrskurðaður í
gæsluvarðhald og einangrun.
■ 21. september
Kærastan setur sig í samband við
lögreglu og segir síðan frá fíkniefn-
unum.
■ 31. september
Einangruninni aflétt.
■ 10. október
Birki tekst að koma bréfi til kær-
ustunnar þar sem lagt er á ráðin
um frekari bréfasendingar. Fyrri
bréfasending hans hafði þá verið
stöðvuð. Settur aftur í einangrun.
■ 9. apríl
Einangruninni aflétt.
ATBURÐARÁSIN Í FÆREYJUM
Kærastan sagði lögreglu
frá fíkniefnum í bílnum
FRÉTTASKÝRING
JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR
jss@frettabladid.is
Það var fyrrverandi fær-
eysk kærasta Birkis Mart-
einssonar, 25 ára Íslend-
ings sem nú bíður dóms í
Færeyjum vegna meintrar
aðildar að Pólstjörnu-
málinu, sem fór að eigin
frumkvæði til lögreglu.
Þar greindi hún frá því
að Birkir væri með mikið
magn fíkniefna í skottinu á
bíl sínum.
Þetta segir Linda Margarete
Hessel berg, saksóknari í málinu, í
ítarlegu viðtali við Fréttablaðið.
Saksóknari undirstrikar að hún
greini einungis frá því sem fram
hefur komið við vitnaleiðslur í
dómsal.
Það var skömmu eftir handtök-
una að kærasta Birkis kom að máli
við lögregluna og kvaðst hafa vitn-
eskju um nokkuð sem hún vildi
greina frá. Hún hafði verið með
Birkis í bíl hans aðfaranótt 14.
september þegar hann sagði við
hana að nú sætu þau í dýrasta bíl í
Færeyjum. Henni þótti þetta
undar legt þar sem bíllinn var kom-
inn vel til ára sinna svo hún spurði
nánar út í málið. Birkir greindi
henni þá frá því að Alvar Óskars-
son og Guðbjarni Traustason
hefðu smyglað gífurlegu magni af
fíkniefnum til Færeyja, því mesta
sem um getur. Þau væru nú í skotti
bílsins og andvirðið væri um 200
milljónir íslenskra króna. Þau
Birkir og stúlkan höfðu þá nýverið
ekið Alvari og Guðbjarna til vinar
þeirra í Klakksvík, þegar þessi
orðaskipti áttu sér stað.
Lögregla gerði Birki grein fyrir
vitnisburði stúlkunnar sama dag
og hún gaf skýrsluna.
Ástæður langrar einangrunarvist-
ar
Spurð um ástæður hinnar löngu
einangrunarvistar Birkis kveðst
saksóknari mjög gjarnan vilja að
þær komi fram nú, þegar séð er
fyrir endann á réttarhöldunum.
„Maðurinn var handtekinn 21.
september. Hann var þá úrskurð-
aður í gæsluvarðhald og einangr-
un. Daginn eftir að stúlkan greindi
lögreglu frá vitneskju sinni bað
Birkir lögregluna að koma til
hennar bréfi frá sér úr fangelsinu,
þótt hann vissi að hann mætti ekki
reyna að hafa samband við vitni í
málinu. Bréfið var stöðvað og
komst aldrei á leiðarenda. Birki
var því afhent það aftur eins og
gildandi reglur segja til um.“
Þann 31. september var ein-
angruninni yfir Birki aflétt. Ekki
var talið þjóna rannsóknarhags-
munum að halda honum lengur í
einangrun, þar sem rannsóknin
var svo vel á veg komin. Þetta var
þó undir því komið að hann héldi
gildandi reglur. Ein þeirra var sú
að sakborningur mátti ekki hafa
samband við vitni í málinu.
„Engu að síður skrifaði hann
annað bréf 10. október til stúlk-
unnar þar sem sagði meðal annars
að hann hefði fundið leið til að
hafa samskipti við hana. Hún ætti
að biðja kærustu færeysks sam-
fanga hans fyrir bréf sín til hans
og hann myndi nota sömu aðferð.
Hún mætti ekki undir nokkrum
kringumstæðum segja neinum frá
þessum samskiptum þeirra, því
þau væru ólögleg. Í bréfinu
útskýrði hann sína hlið á fíkni-
efnamálinu, sem hann vissi að
hann mátti ekki gera því þar með
var hann að hafa áhrif á vitni í
málinu. Stúlkan fór með bréfið til
lögreglu og kvaðst vilja fá frið
fyrir manninum.“
Heimsóknir og bréfaskipti undir
eftirliti
Þetta leiddi til þess að Birkir var
settur aftur í einangrun vegna
ítrekaðra tilrauna til að hafa sam-
band við vitni. Þá var færeyski
fanginn sendur til áframhaldandi
afplánunar í Danmörku.
„Birkir mátti allan tímann í ein-
angruninni fá heimsóknir vina og
síðan fjölskyldu undir eftirliti. Þá
mátti hann skrifa bréf og fá bréf
að því tilskildu að yfirvöldum væri
kunnugt um hvað stóð í þeim bréf-
um,“ útskýrir saksóknari. „Með
því gáfum við honum eins mikið
svigrúm eins og hægt var.“
Bróðirinn handtekinn
Saksóknari segir enn fremur að
Birki hefði mátt vera ljóst að fjöl-
skylda kærustunnar var orðin
flækt í málið með einum eða
öðrum hætti. Bróðir stúlkunnar
hafði verið handtekinn um leið og
Birkir. Ástæðan var sú að Einar
Jökull Einarsson hafði ásamt
öðrum manni sent peninga í byrj-
un september úr banka í Smára-
lind til Færeyja 11. september.
Fóru þeir inn á reikning bróðurins
að beiðni Birkis sem kvaðst sjálf-
ur ekki hafa skilríki til að leysa þá
út. Þá hafði Einar Jökull hringt
símtöl úr almenningssíma, bæði í
Birki og bróðurinn.
„Meginástæða þessarar ein-
angrunarvistar var sú að stúlkan
gæti borið vitni í dómsal, án þess
að vera undir þrýstingi frá sak-
borningi, sem reyndi að ná til
vitnis bréflega.“
Fíkniefnin í Færeyjum
Guðbjarni og Birkir staðfestu
báðir fyrir rétti að fíkniefnin
hefðu verið fjarlægð úr skútunni
sunnudagsmorguninn 9. septem-
ber. Þau voru sett aftur um borð
16. september.
Þegar skútumennirnir yfirgáfu
Færeyjar 17. september skildu
þeir eftir tæp 800 grömm af amf-
etamíni og tæpt kíló af e-töfludufti
í vörslu Birkis.
„Vitni í dómsal útskýrðu að
þessi efni hefðu átt að fara til fær-
eysks einstaklings sem „ætti
fíkniefnamarkaðinn í Færeyjum“.
Einar Jökull var sagður vita
hver þetta var og hafa hitt þennan
einstakling í Danmörku og skipu-
lagt þennan anga málsins.
Birkir sagði í dómsal að Guð-
bjarni hefði sett efnin sem eftir
urðu í skottið á bíl sínum.
„Lögregla fylgdist hins vegar
með Birki úr fjarlægð þann 17. og
sá hann þá koma frá skútunni með
bakpoka sem hann setti í skottið á
bílnum.“
Öll fingraför þurrkuð af pökkun-
um
Efnunum, sem skútumennirnir
skildu eftir, var pakkað í tvo pakka
um borð í skútunni, sem síðan
voru settir í ofangreindan bak-
poka. Guðbjarni sendi þá Birgi
upp í bíl til að ná í bréfþurrkur til
að þurrka öll fingraför af pökkun-
um. Þegar Birkir var spurður fyrir
dómi hvort hann hefði vitað að
nota ætti bréfþurrkurnar til að
afmá fingraför af fíkniefnapökk-
unum kvaðst hann ekki hafa vitað
það. Þegar Guðbjarni var spurður
hvort Birkir hefði vitað til hvers
ætti að nota þær sagðist hann hafa
sagt Birki það. Í skotti bíls Birkis
fundust síðan pakkarnir, án nokk-
urra fingrafara, svo og einnota
hanskar.
Kviðdómur í Færeyjum kveður
upp í dag úrskurð sinn um sekt
eða sýknu Birkis Marteinssonar.
LINDA MARGARETE HESSELBERG Sak-
sóknari í fíkniefnamálinu í Færeyjum.
DÓMSHÚSIÐ Í FÆREYJUM Þar hafa
réttarhöldin farið fram frá því á
mánudag.
SMYGLSKÚTAN Fíkniefnin voru tekin úr skútunni í Færeyjum 9. september og sett
aftur um borð 16. september. Að því búnu var henni siglt til Íslands.