Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 22
22 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 642 5.348 -1,88% Velta: 5.863 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,44 -0,8% ... Bakkavör 44,70 -1,54% ... Eimskipafélagið 24,70 -1,4% ... Exista 12,72 -2,83% ... FL Group 7,09 -2,88% ... Glitnir 17,55 -3,04% ... Icelandair 24,25 -0,21% ... Kaupþing 846,00 -2,08% ... Landsbankinn 30,8 -1,28% ... Marel 91,60 -1,42% ... SPRON 5,97 -0,5% ... Straumur-Burðarás 12,58 -0,87% ... Teymi 4,49 -0,87% ... Össur 92,00 -0,54% MESTA HÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS 0,23% SKIPTI 0,13% MESTA LÆKKUN GLITNIR 3,04% FL GROUP 2,88% EXISTA 2,83% Jón Baldvin vilji halda í Davíð Davíð Oddsson var spurður um það, á fundi Seðlabankans í gær, hvort hann myndi segja af sér sem bankastjóri, eins og fram hefði komið í fjölmiðlum. „Hver hefur sagt það?“ spurði Davíð, stuttur í spunann. Þá var nefndur Jón Baldvin Hannibalsson. Davíð rifjaði þá upp að árið 1984, hefði Jón Baldvin sagt að það yrði sitt fyrsta verk að reka Jóhannes Nordal þegar hann kæmist á valdastól, „Svo varð hann ráðherra í sex ár, og eitt af hans síðustu verkum var að biðja Jóhannes um að halda áfram. Það gæti vel farið svo. En eigum við ekki að halda okkur við efnið og ekki ræða svona slúður,“ sagði Davíð. Hrun húsnæðismarkaðar- ins Eflaust hefur einhverjum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir renndu yfir Peningamál Seðlabankans og sáu inni í miðri bók að bankinn spáir hruni á húsnæðismarkaði; raunverð húsnæðis lækki um þrjátíu prósent á næstu tveimur árum og öll hækkun undanfarin fimm ár gangi til baka. Seðlabankamenn virtust ekki sjá ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þessari svörtu spá. Peningaskápurinn ... Seðlabankinn gerir ráð fyrir að stýrivextir fari upp undir sextán prósent á árinu. Verðbólga fari nálægt ellefu prósentum. Verðbólgumarkmiðinu verði ekki náð fyrr en í árslok 2010. Seðlabankastjóri segir að gjaldeyrisforðinn kunni að tvöfaldast en bíður hag- felldari skilyrða til lántöku. „Vegna mikilla skulda heimila og fyrirtækja mun gengislækkunin sem orðin er hafa samdráttaráhrif en viðvarandi verðbólga kemur skuldsettum heimilum og fyrir- tækjum verst og grefur undan stöðug leika fjármálakerfisins til lengri tíma. Það er því þjóðarnauð- syn að verðbólga verði hamin,“ sagði Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri þegar hann rökstuddi hálfs prósentustigs stýrivaxtahækkun bankans í gær. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 15,5 prósent, þeir hæstu sem þekkj- ast í iðnvæddum ríkjum. Skammt er síðan bankinn hækkaði stýri- vextina um 1,25 prósentustig. Fram kom í máli Arnórs Sig- hvatssonar, aðalhagfræðings Seðla- bankans, að gert væri ráð fyrir frekari hækkun stýrivaxta á árinu, um 0,25 prósentustig til viðbótar. Í fráviksspá bankans um stýrivexti, sem birt er í Peningamálum, er sá möguleiki sýndur að vextirnir fari yfir átján prósent á þessu ári, verði verðbólguþróun óhagstæð og verð- bólgan fari yfir tólf prósent. Arnór benti þó á að mikil óvissa væri í spám. Í grunnspánni er annars gert ráð fyrir því að markmiði bankans um 2,5 prósenta verðbólgu verði náð undir lok árs 2010. Davíð sagði einnig að gengi krón- unnar væri óeðlilega lágt, en vaxta- hækkunin ein og sér leysti ekki vandann á gjaldeyrisskiptamark- aði. Aukin útgáfa tryggra skulda- bréfa til handa erlendum fjár- festum ætti að opna farvegi gjald eyrisinnstreymis. Davíð sagði það vilja ríkisvalds- ins að gjaldeyrisforðinn yrði auk- inn með lántöku. Hann nemur nú um 220 milljörðum króna. Lántaka væri í undirbúningi en endanleg ákvörðun hefði ekki verið tekin. „Við viljum gjarnan að skilyrði væru hagfelldari en þau eru í augnablikinu.“ Davíð sagði að upp- hæðir hefðu ekki verið nefndar. „En ég teldi það ekki óeðlilegt að hann yrði að minnsta kosti tvöfald- aður.“ Þá benti Davíð á að mikill kostnaður fylgdi því að vera með mikinn gjaldeyrisforða. Hann sagði hins vegar að engin formúla væri fyrir því hvað teldust hagfelld skil- yrði. „Við teljum okkur ekki hafa heimild til þess, sem umboðsmönn- um íslensku þjóðarinnar, til að taka lán til að styrkja forðann við óhag- stæðari kjör en við teljum boðleg,“ sagði Davíð og bætti því við að tryggingarálag ríkisins hefði farið lækkandi og hann gerði ráð fyrir því að sú þróun héldi áfram. Davíð nefndi enn fremur að ekkert benti til þess að íslensku bankarnir væru í hættu. En hafa þyrfti í huga að ríkisábyrgð hefði ekki verið seld með bönkunum á sínum tíma. „Meginverkefni banka er að bjarga sér sjálfir.“ ingimar@markadurinn.is Tvöfalda gjaldeyrisforð- ann við betri aðstæður ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði að tvöfalda mætti gjaldeyrisforðann en meginverkefni banka væri að þeir björguðu sér sjálfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stýrivaxtadagur var hjá bæði Eng- landsbanka og evrópska seðlabank- anum í gær. Englandsbanki brást við versnandi efnahagshorfum með lækkun stýrivaxta upp á 25 punkta og færði vaxtastigið niður í fimm prósent á sama tíma og evr- ópski bankinn ákvað að halda vöxt- unum óbreyttum í fjórum prósent- um. Í rökstuðningi bankastjórnar Englandsbanka segir að margar hættur vofi yfir bresku efnahags- lífi. Þar á meðal séu væntingar um tiltölulega lítinn hagvöxt árið á enda á sama tíma og verðbólgu- þrýstingur sé mikill. Verðbólga mældist 2,5 prósent í Bretlandi í febrúar en vonast er til að minni hagvöxtur, um 1,6 prósent, þar í landi dragi hana niður á árinu. Samtök smásala í Bretlandi fögn- uðu ákvörðun bankans í gær. Stephen Robertson, formaður þeirra, sagði í samtali við vefmiðil- inn Talking Retail að verðhækkanir á matvælum á heimsvísu ýttu undir verðbólgu nú og gætu seðlabankar heimsins lítið gert til að sporna við því. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, sagði hins vegar lítil ummerki um samdrátt í efnahagslífinu og vísaði til aukinn- ar framleiðslu í Frakklandi, þriðja mánuðinn í röð. Á móti væri verð- bólga enn of há, 3,5 prósent í mars, og væri það áhyggjuefni. Hefði því verið ákveðið að halda stýrivöxt- um óbreyttum að sinni. - jab Verðbólguþrýstingurinn áhyggjuefni í Evrópu Enn að safna gögnum Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri sagði á fundi banka- stjórnar í gær að enn væri verið að safna gögnum í tengslum við vísbendingar um að menn hefðu beitt sér gegn fjármálakerfi lands- ins. „Hún er forsenda þess að menn geti síðar átt sam- starf við önnur yfirvöld ann- ars staðar því athugun af þessu tagi fer ekki eingöngu fram hér í þessum ranni. Menn þurfa að færa fram sínar upp- lýsingar gagnvart kollegum annars staðar. Ég veit ekki betur en að sú vinnsla sé í gangi. Þegar henni er lokið verður þessu máli fylgt fram,“ sagði Davíð. Hann sagði sumt af því sem þess- ir aðilar gerðu væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt og að minnsta kosti ekki lögbrot. „Í þess- um efnum geta menn hins vegar farið yfir mörk- in. Og það er það sem menn eru að kanna og fara yfir,“ sagði seðla- bankastjóri. Ekki væri hægt að fullyrða hvort saknæmt athæfi hefði átt sér stað. Það væri flókið mál að sanna en þýðing- armikið út á við að það væri kunnugt að þessi athugun færi fram. Aðspurður sagði Davíð að Fjár- málaeftirlitið ynni að þessari athug- un. „Það hefur svo samband og samvinnu við viðeigandi fjármála- eftirlit þar sem starfsemi þessara aðila er stærst.“ - bg DAVÍÐ ODDSSON „Það hefði þurft að auka við gjald- eyrisforðann og tryggja lánalínur erlendis,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann bætir við að tak- mörk séu fyrir því hversu mikið Seðlabankinn geti hækkað vexti til þess að styrkja gengið því hver vaxtahækkun til viðbótar auki lík- urnar á harðri lendingu. Fjármálamarkaðurinn brást ekki vel við stýrivaxtahækkun Seðla- bankans í gær. Gengi hlutabréfa féll snarlega strax í upphafi dags og fór Úrvalsvísitalan niður um 1,88 prósent þegar yfir lauk. Þá lækkaði gengi krónunnar um 1,2 prósent. „Tilkynning Seðlabankans um væntanlega aukningu gjaldeyris- forðans er góð svo langt sem hún nær. Maður átti von á frekari aðgerðum með það fyrir augum að senda umheiminum sterkari skila- boð,“ segir Ólafur Ísleifsson, hag- fræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Fjöldi erlendra fjölmiðla fjallaði um vaxtaákvörðunina í gær. Danska blaðið Börsen hafði eftir Thomas Haugaard Jensen, yfirhagfræðingi Handelsbanken, að fleira hefði þurft að koma til en vaxtahækkun. „Þróunin undirstrikar að Seðla- bankinn hefur málað sig út í horn,“ segir hann. - jab Vonbrigði með ákvörðun bankans ÁSGEIR JÓNSSON Forstöðumaður grein- ingardeildar Kaupþings segir takmörk fyrir því hversu mikið Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Stýrivextir eru hvergi jafn háir og hér í þeim löndum sem eru með þróaðan fjármálamarkað. Næsthæstu vextirnir eru í Tyrk- landi, fimmtán prósent. Á eftir fylgir Brasilía með 11,25 prósenta stýrivexti. Vaxtaákvörðunardagur er í Brasilíu í næstu viku og því spáð að vextir verði hækkaðir um fjórð- ung úr prósenti og jafnvel meira til að draga úr verðbólgu. Fjallað var um stýrivaxtahækkun Seðlabankans víða í erlendum fjöl- miðlum í gær. Danska dagblaðið Berlingske Tidende gerði létt grín að þessu vafasama heiðurssæti Íslands og sagði landið hafa náð „þessu leiðinlega fyrsta sæti“. - jab STÝRIVEXTIR Í HÁVAXTALÖNDUNUM Land Vaxtastig (í %) Ísland 15,50 Tyrkland 15,25 Brasilía 11,25 Suður-Afríka 11,00 Nýja-Sjáland 8,25 Ungverjaland 7,50 Ástralía 7,25 Hæstu stýri- vextir á Íslandi Gengi hlutabréfavísitalna lækkaði almennt á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær. Verri efnahagshorfur eiga hlut að máli en Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn reiknar með minni hagvexti á heimsvísu á árinu. Mest lækkaði gengi hlutabréfa í fjármálafyrir- tækjum og fyrirtækjum í smásölugeiranum. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,31 prósent, Dax- vísitalan í Þýskalandi um 0,25 prósent og Cac-vísitalan í Frakklandi um 0,32 prósent. Af norrænum hlutabréfamörkuð- um var sá norski sá eini sem hækkaði, fór upp um 0,1 prósent. - jab Vísitölur niður NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. D Y N A M O R EY K JA V IK Þri 15/4 kl. 20 Mið 16/4 kl. 20 Fös 18/4 kl. 21 Lau 19/4 kl. 19 Lau 19/4 kl. 21 Fös 2/5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Forsýning - uppselt Forsýning - uppselt Frumsýning - uppselt Uppselt S Ý N I N G A R Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.