Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 40
F
yrir fjórum árum kom Marín
Magnúsdóttir heim úr námi
frá Ástralíu þar sem hún
lærði mannauðsstjórnun
og markaðs- og almannatengsl. Í
hennar sporum hefðu flestir sótt
um vinnu hjá stóru fyrirtæki og
keppst um að fá sem besta stöðu
en það hvarflaði aldrei að henni.
Hún var nefnilega með við-
skiptaáætlun í farteskinu að sínu
eigin fyrirtæki sem var ekki líkt
neinu fyrirtæki sem hún þekkti.
„Við komum heim í júní 2004 og
það kom aldrei annað til greina
en að stofna strax fyrirtæk. Til
að byrja með var ég ein og vann
þannig í nokkra mánuði en smátt
og smátt jukust viðskiptin og þá
fór ég að ráða til mín fólk. Í dag
eru sjö manneskjur í 100 pró-
sent starfi og örugglega 50 verk-
takar sem koma inn í verkefn-
in hjá okkur. Á fjórum árum er
fyrirtækið búið að vaxa mjög
hratt,“ segir Marín.
Fyrirtækið hennar, Practical,
sérhæfir sig í starfs- og hvata-
dögum fyrir fyrirtæki ásamt við-
burðastjórnun. Svo hefur blaða-
maður heimildir fyrir því að
Marín sjái um margar af er-
lendu stórstjörnunum sem koma
til landsins. Þegar hún er spurð
nánar út í það segist hún ekki
vilja ræða það í viðtalinu enda
væri hún ekki fengin í það ef hún
kjaftaði frá. „Á starfs- og hvata-
dögum fyrir fyrirtæki sérhæfum
við okkur í því að hafa allt klæð-
skerasniðið. Við gerum ekki sama
hlutinn tvisvar og okkar mark-
mið er að flétta saman hópefli,
fyrirlestra og skemmtun og við
sjáum að sjálfsögðu um allt frá
a-ö,“ segir Marín og bætir því
við að það skipti ekki máli hvort
það séu fjórir í hópnum eða 400
manns. „Þegar við skipuleggj-
um svona viðburði sjáum við ekki
bara um viðburðinn sjálfan held-
ur byrjum strax að kynna daginn
á skemmtilegan hátt innan fyrir-
tækisins eða til gesta ásamt því að
klára í rauninni ekki ferðina fyrr
en eftir að hún hefur verið farin.
Þetta gerum við á mjög marg-
an hátt með alls konar glensi og
gríni ásamt góðum hnitmiðuðum
kynningum. Í vikunni fórum við
til dæmis inn í eitt fyrirtæki um
morguninn áður en starfsfólkið
kom til starfa. Þegar þau mættu
voru gulir hjálmar á borðunum
og framan á þeim var spurningar-
merki en starfsfólkið er á leið í
óvissuferð á okkur vegum á morg-
un.“ Til að geta framkvæmt nær
alla hluti kemur starfsfólkið úr
ólíkum áttum, allt frá ferðamála-
fræðingum, viðskiptafræðingum
upp í grafíska hönnuði. Hún segir
að það geri það að verkum að þau
geti framkvæmt og búið til næst-
um því hvað sem er. Þar að auki
er Practical með ferðaskrifstofu-
leyfi. „Við förum oft út í heim
með hópa og við gerum mikið af
því að leigja vélar sjálf þegar það
hentar. Með því að fá okkur til að
skipuleggja þessa hluti fyrir sig
getur fyrirtæki sparað mikla pen-
inga því við erum iðulega með
samninga við okkar birgja og
fáum því alltaf betra verð en sá
sem labbar inn af götunni.
Ég held að fyrirtæki séu að
gera sér grein fyrir því að það
borgar sig að kaupa þjónustu
þegar kemur að slíkum viðburð-
um í stað þess að missa starfs-
menn úr sínum verkefnum. Það
er til fullt af ferðaskrifstofum
og þjónustufyrirtækjum en það
er ekkert fyrirtæki sem ég veit
um sem er að gera nákvæmlega
þetta, að sameina svona marga
þætti. Ég er mjög upptekin af
mannauði fyrirtækja og starfs-
mannastefnu. Þegar ég kom heim
úr námi og fór að skoða hópefli
og hvataferðir var sama hvaða
rútufyrirtæki eða hótel ég gúgg-
glaði, allir virtust bjóða upp á
hópefli. Mér fannst þetta svolítið
skrýtið og hugsaði með mér að
þessi fyrirtæki skildu ekki hvað
hópefli væri í raun og veru. Fyrir
mörgum er hópefli það að fara út
í leiki, en það er ekki alveg svo
einfalt. Við vinnum markvisst að
hópefli, að samræma hug og hönd
og láta fólk gera alls konar þraut-
ir. Það má eiginlega segja að ég
hafi byrjað þar. Mig langaði að
fara inn í fyrirtæki og vera með
alvöru starfsdaga sem væru með
alvöru markmið, ekki bara að fara
upp í rútu og detta í það.“
Dóttirin breytti forgangsröðinni
Marín segir að eini ókosturinn
við að læra í útlöndum sé að vera
ekki með tengslanetið sem mynd-
ast í háskólunum á Íslandi. Hún
lét það þó ekki stoppa sig. Þegar
hún var búin að stofna fyrirtæk-
ið heimsótti hún nokkur fyrirtæki
og kynnti starfsemi sína. „Áður en
ég vissi af var búið að bóka mig í
fyrsta verkefnið sem var starfs-
dagur með hópefli og ferð. Þetta
var lítill hópur en ákaflega dýr-
mætur í mínum huga,“ segir hún.
Þegar hún er spurð að því hvort
það hafi ekki verið dýrt að stofna
sitt eigið fyrirtæki segir hún að
aðal fórnarkostnaðurinn hafi
verið að fá ekki laun. „Þetta var
samt ekkert rosalegt og fljótlega
eftir fyrsta verkefnið fór boltinn
að rúlla. Svona eftir á að hyggja
finnst mér ég hafa tekið rosalega
áhættu og stundum skil ég ekki
hvernig ég þorði þessu. Það hefði
kannski verið skynsamlegra að fá
góða vinnu,“ segir hún og hlær.
Hún segist þó ekki sjá eftir
þessu þótt fyrirtækjareksturinn
hafi vissulega sett mark sitt á líf
hennar. Hún segir að það sé ekki
nóg að vera bara hugmyndarík-
ur, dugnaðurinn þurfi að vera til
staðar. „Ég hef ekki átt neitt líf
fyrir utan vinnuna. Ég hef þurft
að fórna ýmsu og er ánægð með
hvað ég á góða vini. Að þeir séu
ekki búnir að gefast upp á mér. Ég
hef sett vinnuna númer eitt, tvö og
þrjú,“ segir Marín. Fyrir ári síðan
breyttist forgangsröðin reyndar
aðeins þegar hún eignaðist dóttur.
Nú er hún í þessum þremur efstu
sætum og svo kemur fyrirtækið.
„Þetta er búið að kosta blóð, svita
og tár,“ segir hún og viðurkenn-
ir að hafa verið á fundi í vinn-
unni þegar hún fékk fyrstu hríð-
irnar. Hún neyddist því til að fara
heim úr vinnunni og upp á spít-
ala því barnið var að koma. „Ég
fór fljótt að vinna eftir að ég átti.
Maður þarf að vera með skýra
sýn á hvert maður ætlar og vinna
að því. Það gerist engan veginn af
sjálfu sér, þess vegna hef ég verið
hérna dag og nótt. Það má eigin-
lega segja að Saga dóttir mín hafi
bjargað mér svolítið því ég vann
allan sólarhringinn áður en hún
fæddist,“ segir hún og ítrekar
að hún hefði ekki getað gert alla
þessa hluti nema að hafa svona
gott starfsfólk í vinnu.
Krafturinn kemur af Ströndunum
Marín er alin upp á Hólmavík
og segist hafa sterkar taugar til
Strandanna enda býr afi hennar
Marín lifir lífinu lifandi, ef hún er ekki að vinna eða að sinna fjölskyldunni er hún pottþétt með iPod í eyrunum úti að hlaupa. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON
Kemst þangað sem
hún ætlar sér
Þegar Marín Magnúsdóttir var lítil stelpa sagði pabbi hennar við hana að það væri
ekki nóg að lesa um dýrin í Afríku, hún yrði að sjá þau með berum augum. Með
ævintýraþrána í farteskinu hefur hún náð ótrúlegum árangri með fyrirtækið sitt,
Practical, sem sérhæfir sig í hvataferðum og viðburðastjórnun. Í viðtali við Mörtu
MaríuJónasdóttur segir hún frá hvatvísinni, vinnukraftinum og maraþonhlaupunum.
8 • FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008
Í HNOTSKURN
Besti tími dagsins: Morgnarnir.
Bíllinn minn er … Eyðslusamur.
Uppáhaldsmaturinn: Fiskréttirnir
hennar mömmu og sænska súkku-
laðikakan hjá tengdó.
Skyndibitinn: Kjúklingasalat á
American Style.
Diskurinn í spilaranum: A Beautiful
Life – Védís Hervör.
Uppáhaldshúsgagnið: Sjónvarps-
sófinn .
Hvers gætir þú ekki verið án? Fjöl-
skyldunnar.
Hvenær varstu hamingjusömust?
Þegar dóttir mín fæddist.
Dekrið: Laugardagsmorgunn í ról-
egheitum með dóttur minni og
manninum mínum.
Mesti lúxusinn: Góð heilsa.
Hverju myndir þú sleppa ef þú
þyrftir að spara? Sumarfríinu.
Hreinasta snilld!
Ryksugan með gervigreind
ehf.
Hólshrauni 7, Hafnarfirði
símar 555 2585 - 848 7632
www.irobot.is
„Hún eldar kannski ekki, en hún ryksugar á meðan þú eldar“
„Þú ferð í vinnuna og hún er búin að ryksuga þegar þú kemur heim“
Hvað segja notendur?
Tvær gerðir - skoðaðu málið áFj
a
rð
a
rp
ó
s
tu
ri
n
n
0
8
0
4
–
©
H
ö
n
n
u
n
a
rh
ú
s
ið
e
h
f.
Fæst hjá: Byko um land allt, Max Kauptúni og Holtagörðum, Byggt og Búið,
Heimilistæki, Ormsson Smáralind, Ljósgjafi nn Akureyri, Ormsson, Model,
Krákur ehf verslun, Rafsjá fasteignir ehf, Árvirkinn Selfossi og Tölvuþjónusta Vals.