Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 46
11. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll
Félag fagfólks um endurhæf-
ingu eru frjáls félagasamtök.
Meðlimir eru úr öllum stétt-
um sem koma að hvers kyns
endurhæfingu og vilja vekja
athygli á sínum málefnum. Í
dag verður haldinn aðalfundur
og málþing á Grand hóteli.
„Markmið endurhæfingar er að
koma fólki út í lífið aftur sem fyrst.
Annars vegar þarf fólk að vera til-
búið andlega og líkamlega. Hins
vegar þurfa félagslegar aðstæður
að vera ákjósanlegar,“ segir Krist-
ín Thorberg, formaður Félags fag-
fólks um endurhæfingu ,FFE, en
hún er einnig formaður samtaka
heilbrigðisstétta. Kristín er mennt-
uð hjúkrunarfræðingur, fram-
haldsskólakennari og iðjuþjálfi.
Auk þess er hún í meistaranámi í
lýðheilsu- og kennslufræðum.
Kristín starfar nú á endurhæf-
ingarsviði Landspítala, Grensási,
þar sem hún vinnur að masters-
verkefni sínu í lýðheilsufræðum.
„Endurhæfing byrjar á því lík-
amlega, að ná upp þreki og færni.
Síðan taka iðjuþjálfarnir við til að
fólk geti bjargað sér mest sjálft.
Hvort heldur með hjálpartækjum,
hjólastólum eða breytingum á um-
hverfi heima við,“ segir Kristín
og nefnir sem dæmi brottflutning
þröskulda.
Tildrög félagsins var tillaga
um þverfaglegt fræðifélag fyrir
sjö árum. Magnús Ólason lækn-
ir var í forsvari fyrir undirbún-
ingshópinn og var jafnframt fyrsti
formaður. Í hópnum sat fagfólk á
sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar-
fræði, iðjuþjálfunar, sjúkraþjálf-
unar, sálfræði, stoðtækjafræði og
talmeinafræði. „Endurhæfing er
mikil teymisvinna þar sem meðal
annars læknar, taugasálfræðingar,
hjúkrunarfræðingar og fjölskyld-
ur og aðstandendur taka þátt,“ út-
skýrir Kristín.
Hún segir að markmið FFE sé
að að bæta fagþekkingu og skapa
faglegar umræður sem vonandi
leiða til betri þjónustu. „Í fyrra
voru öndunarvélarnar efst á dag-
skrá. Núna er það spurningin um
hvað sé í boði tengt endurhæfingu
á landsvísu,“ segir Kristín sem býr
sjálf á landsbyggðinni og er bóndi
í Eyjafirði. „Stærstur hluti fer
til Reykjavíkur í endurhæfingu
eftir alvarlegt slys eða langvar-
andi veikindi. Að mínu mati er
langbest að þjálfa fólk heima við.
Nema alveg á fyrstu stigum end-
urhæfingar. Annars er hætta á að
fólk verði háð stofnunum og upp-
lifi lært hjálparleysi. Hins vegar
þarf samfélagið að vera tilbúið í
þessar breytingar,“ segir Krist-
ín og vekur athygli á aðalfundi og
málþingi félagsins í dag þar sem
endurhæfing á landsvísu verður
rædd.
Kristín bætir við að til hefði
staðið að ræða kosti og galla einka-
væðingar í faginu. Hins vegar varð
að fresta því um ár, sökum þess
hve viðkvæmt málið er í augna-
blikinu.
Á málþinginu koma fram tveir
fyrirlesarar. Karl Kristjánsson,
læknir á Reykjalundi, sem fjall-
ar um Stiklu, sem er verkefni um
gagnabanka um endurhæfingar-
úrræði á Íslandi. Þá mun Ingvar
Þóroddsson, læknir á endurhæf-
ingardeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri, Kristnesi, fjalla
um starfsendurhæfingu Norður-
lands. Síðan mun Sigurður Þór Sig-
ursteinsson iðjuþjálfi halda tölu
um endurhæfingarklúbb á Akra-
nesi. „Við reynum að taka púls-
inn hjá fagstéttunum og ræða það
sem brennur mest á hverju sinni.
Þó eru skoðanir á endurhæfingu
mjög misjafnar, en við viljum fá
faglegra sjónarhorn svo hægt sé
að taka upplýsta afstöðu sem fag-
maður,“ segir Kristín.
Nánari upplýsingar um félagið
er að finna á: www.endurhaefing.
com. Aðalfundurinn og málþingið
verða á Grand hóteli í Reykjavík í
dag 11. apríl og standa frá kl. 13-
15.30. - rh/nrg
Fjalla um endurhæfingu á landsvísu
Kristín Thorberg segir markmið Félags fagfólks um endurhæfingu stuðla að faglegri umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
0
7
3
4 Fyrirtækjum ber að skila spilliefnum.
Við leggjum til heppileg ílát til söfnunar og
sækjum ef óskað er. Móttökustöð okkar
í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30-16.15.
Er spilling í þínu
fyrirtæki ?
Dæmi um spilliefni:
Úrgangsolía
Smurolía
Olíusíur
Rafgeymar
Málningarafgangar
Leysiefni
Hreinsiefni
Slökkvitæki
Rafhlö›ur
Spillum ekki framtíðinni
Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is