Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 80
48 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
KÖRFUBOLTI ÍR-ingurinn Nate
Brown komst í metabækurnar á
miðvikudagskvöldið þegar hann
bætti níu ára met Warrens Peebles
með því að gefa 18 stoðsendingar í
94-77 sigri ÍR á deildarmeisturum
Keflavíkur.
Það merkilega var að hann skaut
aðeins fjórum sinnum á körfuna
og tapaði boltanum bara tvisvar
sinnum í leiknum og einbeitti sér
að því að spila góða vörn og stjórna
leik síns liðs. Það sýnir líka hversu
mikið hann var að sprengja upp
Keflavíkurvörnina að aðeins ein
af þessum átján stoðsendingum
var fyrir þriggja stiga skot, sem
eru jafnan auðveldustu sending-
arnar að gefa.
Nate Brown hefur leikið stór-
kostlega í úrslitakeppninni og
hefur alls gefið 51 stoðsendingu á
félaga sína í 5 leikjum sem gera
10,2 stoðsendingar að meðaltali í
leik. Hann var einnig sá leikmaður
sem gaf flestar stoðsendingar í
leik í deildarkeppninni, 108 í 14
leikjum eða 7,7 að meðaltali í
leik
Warren Peebles setti sitt met í
tapi Grindavíkur í Keflavíkur í
þríframlengdum undanúrslitaleik
liðanna 9. apríl 1999 en að auki var
hann með 31 stig og 10 fráköst í
leiknum.
Nate bætti því líka met þeirra
Anthony Q. Jones og félaga
síns Eiríks Önundarsonar
sem voru þeir tveir leik-
menn sem höfðu átt flestar
stoðsendingar í venjulegum
leiktíma, Eiríkur gegn Kefla-
vík í átta liða úrslitum 2003
og Anthony í átta liða úrslit-
um árið eftir.
Nate Brown varð enn
fremur aðeins annar leik-
maðurinn í sögu Íslands-
mótsins til þess að gefa svo
margar stoðsendingar í einum
leik því KR-ingurinn David
Edwards gaf einnig 18 stoð-
sendingar gegn ÍR í deildar-
leik 8. desember 1996.
Nate gaf sex af þessum
stoðsendingum fyrir
hraðaupphlaupskörfur
og aðrar sex fyrir
körfur skoraðar
inni í teig. Hinar
sex gaf hann á
leikmenn sem
skoruðu
með
skot-
um
fyrir utan teig (5) eða úr þriggja
stiga skoti (1). ooj@frettabladid.is
Setti glæsilegt stoðsendingamet
Hertoginn í ÍR-liðinu, Nate Brown, tók aðeins fjögur skot í sigrinum á Keflavík en var engu að síður maður
leiksins enda gaf hann 18 stoðsendingar og komst í metabækurnar.
18 STOÐSENDINGAR Nate Brown var
frábær gegn Keflavík þrátt fyrir að
skora bara 7 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FLESTAR STOÐSENDINGAR
Í LEIK Í ÚRSLITAKEPPNI
18 Nate Brown, ÍR
(gegn Keflavík, 9. apríl 2008)
16 Warren Peebles, Grindavík
(gegn Keflavík, 2. apríl 1999)
15 Anthony Q. Jones, Grindavík
(gegn KR, 14. mars 2004)
15 Eiríkur Önundarson, ÍR
(gegn Keflavík, 16. mars 2003)
15 Tyson Patterson, Grindavík
(gegn Keflavík, 4. apríl 2002)
14 Damon Johnson, Keflavík
(gegn ÍR, 14. mars 2003)
14 Friðrik Ragnarsson, Njarðvík
(gegn Keflavík 29. mars 1998)
14 Friðrik Ragnarsson, Njarðvík
(gegn Keflavík 7. apríl 1998)
14 Jón Arnar Ingvarsson, Haukum
(gegn Njarðvík, 10. mars 1997)
14 Jón Kr. Gíslason, Grindavík
(gegn Skallagrími, 9. mars 1997)
STOÐSENDINGAR NATE
BROWN GEGN KEFLAVÍK
1. leikhluti 5 stoðsendinngar
Á Eirík í hraðaupphlaupi
Á Sveinbjörn í hraðaupphlaupi
Á Hreggvið inni í teig
Á Sani fyrir utan teig
Á Sani inni í teig
2. leikhluti 4 stoðsendingar
Á Steinar í hraðaupphlaupi
Á Steinar í 3ja stiga skoti
Á Hreggvið í hraðaupphlaupi
Á Sveinbjörn í hraðaupphlaupi
3. leikhluti 4 stoðsendingar
Á Sani inni í teig
Á Sani inni í hraðaupphlaupi
Á Ómar inni í teig
Á Hreggvið inni í teig
4. leikhluti 5 stoðsendingar
Á Steinar fyrir utan teig
Á Ólaf fyrir utan teig
Á Ólaf fyrir utan teig
Á Sani inni í teig
Á Elvar fyrir utan teig
Þessir fengu stoðsendingu:
Tahirou Sani 5
Steinar Arason 3
Hreggviður Magnússon 3
Ólafur Jónas Sigurðsson 2
Sveinbjörn Claessen 2
Ómar Sævarsson 1
Eiríkur Öndunarson 1
Elvar Guðmundsson 1
FÓTBOLTI Gary Neville, varnar-
maður Manchester United, kom
loksins við sögu hjá liðinu í leik
gegn Roma í fyrrakvöld eftir að
hafa verið meira og minna frá
vegna meiðsla í rúmt ár.
„Það er frábært að vera kominn
aftur á fullt með liðinu og
ánægjulegt að geta tekið þátt í að
ná jafn góðum úrslitum og raun
ber vitni gegn Roma,“ sagði
Neville, sem á von á skemmtileg-
um leikjum gegn Barcelona.
„Bæði liðin vilja spila sóknar-
bolta þar sem leikmenn á
heimsmælikvarða stýra sýning-
unni,“ sagði Neville kátur. - óþ
Gary Neville, Man. Utd:
Frábært að vera
kominn aftur
FÓTBOLTI Lögreglan í Birmingham
handtók og færði til yfirheyrslu
tvo af hæstráðendum knatt-
spyrnufélagsins Birmingham City
í gær. Það eru annars vegar með-
eigandinn David Sullivan og
rekstrarstjórinn Karren Brady
hins vegar. Þau mættu bæði til
yfirheyrslu en var sleppt að þeim
loknum.
Málið tengist víðtækri rann-
sókn lögreglunnar á spillingu í
knattspyrnuheiminum. Þetta sér-
staka atvik er talið tengjast
greiðslum til umboðsmanns og
tveggja leikmanna sem ekki voru
nafngreindir. Parið er talið hafa
gerst sekt um fjársvik og bók-
haldssvindl.
Félagið bað í kjölfarið um að
hlutabréf félagsins yrðu fryst
tímabundið. Það tók einnig skýrt
fram að það væri meira en viljugt
til þess að vinna með lögreglunni
að framgangi málsins. Í yfirlýs-
ingu Birmingham er enn fremur
sagt að enginn stjórnarmaður né
félagið hafi grætt á þeim viðskipt-
um sem verið væri að rannsaka.
Lögreglan leitar víða fanga í
spillingarmálinu en það er ekki
nema mánuður síðan lögreglan
ruddist inn til Portsmouth og leit-
aði í bókhaldi þess. Í kjölfarið
voru Harry Redknapp knatt-
spyrnustjóri, Milan Mandaric,
fyrrverandi stjórnarmaður, og
Peter Storrie framkvæmdastjóri
handteknir og færðir til yfir-
heyrslu. - hbg
Lögreglan réðst til atlögu í Birmingham:
Tveir hæstráðendur hjá
Birmingham handteknir
KARREN BRADY OG DAVID SULLIVAN Eru grunuð um fjár- og bókhaldssvindl og voru
handtekin og færð til yfirheyrslu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
NORÐURLANDAMÓTIÐ
Í KARATE 2008
LAUGARDAGINN 12. APRÍL Í LAUGARDALSHÖLL KL. 1000
KEPPT VERÐUR Í KATA OG KUMITE
KEPPENDUR FRÁ: DANMÖRKU, EISTLANDI, FINNLANDI, ÍSLANDI, NOREGI OG SVÍÞJÓÐ
LIÐ ÍSLANDS Í KATA UNDIR STJÓRN
HELGA JÓHANNESSONAR SKIPA:
MAGNÚS KR. EYJÓLFSSON
PATHIPAN KRISTJÁNSSON
TÓMAS LEE RÓBERTSSON
ÁSA KATRÍN BJARNADÓTTIR
HEKLA HELGADÓTTIR
RAGNA KJARTANSDÓTTIR
NORDIC KARATE CHAMPIONSHIP, SATURDAY APRIL 12TH 2008, REYKJAVÍK, ICELAND
LIÐ ÍSLANDS Í KUMITE UNDIR STJÓRN
JÓNS INGA ÞORVALDSSONAR SKIPA:
ANDRI SVEINSSON, -80 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ
ARI SVERRISSON, -75 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ
GUÐBJARTUR ÍSAK ÁSGEIRSSON, -70 KG OG LIÐ
KRISTJÁN Ó. DAVÍÐSSON, -70 KG OG LIÐ
GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR, +60 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ
HELENA MONTAZERI, -60 KG, OPINN FLOKKUR OG LIÐ
BJÖRG JÓNSDÓTTIR, LIÐ