Fréttablaðið - 11.04.2008, Page 88

Fréttablaðið - 11.04.2008, Page 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Það hlaut að koma að því. Ísland er ekki lengur svalasta land í heimi. Fremur leiðinleg tíðindi en þó ekki jafn leiðinleg og sú stað- reynd að nú virðist flest benda til þess að svo hafi aldrei verið. Þetta var allt einhver bölvaður misskiln- ingur. Skýrsla nefndar um ímynd Íslands hefur verið kynnt og niður- stöðurnar eru niðurdrepandi. Fólk er hreinlega farið að skammast sín fyrir að kenna sig við klakann. Ekki vegna þess að ímynd landsins sé slæm heldur vegna þess að hún er svo veik. Ísland er að mestu leyti óþekkt stærð úti í hinum stóra heimi. HVAÐ klikkaði? Björk, Jón Páll, lambakjötið og norðurljósin hafa ekki borið hróður okkar jafn víða og við héldum og áhyggjur okkar af því að lauslátt kvenfólk og hval- veiðar sköðuðu ímyndina voru úr lausu lofti gripnar. Það var engin ímynd til að skaða. Þetta er svo neyðarlegt að það nær ekki nokk- urri átt. Ég er ekki frá því að það væri skárra ef í ljós hefði komið að ímynd Íslands væri skelfileg. Að fólk héldi að við værum lauslátir villimenn upp til hópa étandi heimaslátraða búrhvali í öll mál. Það hlýtur að vera skárra að fólk hafi ranghugmyndir um okkur en að það hafi nákvæmlega engar hugmyndir. LÍKLEGA getum við sjálfum okkur um kennt. Við erum eins og unglingur með brotna sjálfsmynd sem veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Eigum við að skapa okkur ímynd út á óspillta náttúru, besta vatn í heimi og hreinasta loftið eða eigum við að sýna að við séum ekki rómantískir sveimhug- ar og gera stórfyrirtæki og þunga- iðnað að helsta stolti okkar? Jafn- vel nefndin sem fjallaði um þessi ímyndarmál virðist ekki vita hvort hún er að koma eða fara. Nefnir íslenska tungu sem eitt af sérkenn- um þjóðarinnar sem rétt sé að hlúa að um leið og hún kallar aðgerða- áætlunina til að lappa upp á ímynd þjóðarinnar Promote Iceland. KRAFTUR, frelsi og friður verða kjörorðin í markvissri ímyndar- sköpun. Gott og vel. Það er tíma- bært að hvíla klisjurnar um fal- legasta kvenfólk í heimi, skemmtana lífið í Reykjavík, hraunið, mosann og álfana. Ein- hvern veginn grunar mig samt að þess sé langt að bíða að ég rekist á útlending á erlendri grundu sem segir „ahh, ertu frá Íslandi?“ og kemur svo með ræðu um kraft þjóðarinnar, frelsi og frið. Ætli við þurfum ekki að sætta okkur við það í nokkur ár í viðbót að svara spurningum um lífið í snjóhúsun- um. Ímyndarkrísan Í dag er föstudagurinn 11. apríl, 102. dagur ársins. 6.09 13.29 20.50 5.48 13.13 20.41

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.