Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 13. apríl 2008 — 100. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG 18 FÓLK Hjónin Jón Egill Indriðason og Sigríður Þóra Stormsdóttir rækta hið svokallað Maine Coon- kattarkyn á heimili sínu í Varmahlíð. Kettir af þessu kyni geta náð eins metra lengd og borið fjórtán kíló með sæmd, án þess að þykja feitir. Kettirnir hafa vakið mikla athygli hér á landi að undanförnu og verða sífellt vinsælli meðal kattavina. Jón Egill segir auðvelt að falla fyrir þessu kattarkyni, þeir séu ákaflega gáfaðir og ekki síst miklir persónuleikar. Þá gleymi fólk stærð þeirra þangað til þeir standi við hliðina á venjulegum köttum. - fgg / sjá síðu 30 Jón Egill og Sigríður Þóra: Kúabændur rækta risaketti ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 12 Rockwood fellihýsi & Polar hjólhýsi Í Útilegumanninum að Fosshálsi 5-9 finnur þú allt til ferðalagsins. Opið Helgar 12.00-16.00 mán - fös 10.00-18.00 Í FYRSTA SINN Fyrstu kynni Margrétar Pálu af tómöt um voru ekki góð en Oddný Sturludóttir vissi upp á hár hvenær hún varð pólitísk. FYLGIR Í DAG STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður VG, setur spurningarmerki við ágæti þess að auðmenn láti fé af hendi rakna til samfélagslegra verkefna. Hann vill heldur hækka skatta á auðmenn og að ríkið – í krafti lýðræðis – útdeili pening- um. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segist Ögmundur óttast að efnahags- og félagslegum ávinningi 20. aldarinnar sé ógnað. Hann gagnrýnir líka farrýma- skiptingu Icelandair en viður- kennir að sjálfur sitji hann oft á fyrsta farrými enda þingmönnum oft gert að sitja þar. - bþs / sjá síðu 16 Ögmundur Jónasson: Efast um ágæti gjafa auðmanna ÖGMUNDUR JÓNASSON Formaður BSRB og þingmaður VG. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrkoma sunnantil Í dag verður úrkoma sunnanlands, og færist svo smám saman til austurs. Bjartviðri á Norðvesturlandi en víða þung- búið annars staðar. Vindur er víðast hvar úr austri og á bilinu 5-12 m/s, hvassast NV-lands. VEÐUR 4 -1 -0 4 4 2 STJÓRNMÁL „Þrátt fyrir að ekki sé veitt heimild til skólagjaldtöku ríkisháskóla í þessu frumvarpi tel ég aðeins tímaspursmál hvenær sú heimild verði veitt,“ segir Sig- urður Kári Kristjánsson, for maður menntamálanefndar. Í greinar- gerð með frumvarpi um opinbera háskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í byrjun þessa mánaðar segir að umræða verði að eiga sér stað um það hvort opinberir háskólar fái heimild til að taka skólagjald. „Stjórnarflokkarnir verða að taka afstöðu til þess og mér hefur fundist þetta sjónarmið njóta sífellt meiri stuðnings í samstarfsflokknum,“ segir Sig- urður Kári. „Það verkefni sem bíður okkar er að svara þeirri spurningu hvernig við getum jafnað sam- keppnisstöðu háskólanna svo allir sitji við sama borð,“ segir Einar Már Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingar og varaformaður nefndar innar. „Ég hef þó ekki þá mælistiku að geta kastað reiður á það hvort sífellt meiri stuðningur sé um þessar hugmyndir eins og Sigurður segir í mínum flokki. Ég minni hins vegar á að til eru ýmsar aðrar leiðir í þeim efnum.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segist fagna því að þessi umræða fari fram. „Það er alveg ljóst að samkeppnisstað- an er skert þar sem aðrir skólar mega taka skólagjöld til viðbótar við framlög ríkisins og það er mál sem þörf er á að ræða,“ segir hún. Mikil óánægja ríkir meðal Stúd- entaráðs Háskóla Íslands um nýtt frumvarp. „Þarna er verið að stokka upp í háskólaráði og ef frumvarpinu verður ekki breytt er búið að koma á meirihluta í ráð- inu sem er ekki innanbúðarfólk í háskólanum,“ segir Björg Magnús- dóttir, formaður stúdentaráðs. Þessir fulltrúar sem hún nefnir koma frá menntamálaráðuneytinu og svo úr atvinnulífinu. „Í frum- varpinu er háskólaráði gefin glufa til að hækka innritunargjaldið þannig að ef þessum meirihluta sýndist svo væri hægt að fá það í gegn á einum fundi.“ Einnig er Björg afar ósátt með að aðeins sé gert ráð fyrir einum fulltrúa frá nemendum í ráðinu í stað tveggja líkt og nú. - jse Upptaka skólagjalda aðeins tímaspursmál Formaður menntamálanefndar Alþingis segir aðeins tímaspursmál hvenær opinberum háskólum verði gefin heimild til að taka skólagjöld. Formaður Stúdentaráðs er afar óánægður með nýtt frumvarp um opinbera háskóla. INGÓ IDOL SYNGUR UM ÁSTINA Nýjasti smellur Veður- guðanna fjallar um að minnsta kosti tíu stelpur. VIÐTAL 22 Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Apríl 2008 ÍslensktÞ Nanna Rögnvaldardóttir skrifarSkyr – sætt, súrt og kryddað Petrína Rós KarlsdóttirÍslensk súpa með suðrænu ívafi Matreiðslumeistarar elda úr fersku hráefniSjávarréttaveislaá heimsvísu DÓMSMÁL Miklar líkur eru á því að Birgir Páll Marteinsson áfrýi dómnum sem hann hlaut fyrir fíkniefnamál í Færeyjum á föstu- dag. Þetta staðfestir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir hans. Birgir Páll var dæmdur í sjö ára fang- elsi. Íris Inga segir að honum hafi verið mjög brugðið við dóminn. „Við bjuggumst við því að hann fengi um tveggja til þriggja ára dóm fyrir það sem hann var búinn að játa á sig. Við vorum gjörsamlega í losti þegar við hlýddum á dómsuppkvaðninguna og erum hálffrosin ennþá,“ segir Íris. Hún segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um áfrýjun, en Birgir Páll hefur tvær vikur til þess. „Þetta er allt í skoðun en ég reikna fastlega með því að hann áfrýi dómnum, enda er hann allt of þungur og ekki í líkingu við eitt eða neitt. Þetta er óskiljanlegt og gjörsamlega fáránlegt.“ Ekki er vitað hvort ákæru- valdið áfrýjar, en það verður að teljast ólíklegt. Farið var fram á tíu ára refsingu. - kóp / sjá síðu 4 Fjölskyldan í losti eftir að Íslendingur fékk sjö ára fangelsisdóm í Færeyjum: Birgir Páll áfrýjar líklega LEIKA LISTIR SÍNAR Í HLÍÐARFJALLI Mikið var um tilþrif á Íslandsmeistaramóti snjóbrettamanna í Hlíðarfjalli þar sem keppendur bar við himin líkt og sólina sem gladdi menn fyrir norðan. Í dag munu svo keppendur þeysa í brunkeppni en þá keppa fjórir í einu og verða þeir að standa af sér nokkur stökkbretti sem verða á leið þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.