Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 8

Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 8
8 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR ÍTALÍA, AP Síbrúnt andlit hins 71 árs gamla Silvio Berlusconi ber merki hinna ófáu fegrunarað- gerða sem á því hafa verið gerðar og hann gengur með gangráð í kosningabaráttunni. Hann hefur sætt lögsóknum, ásökunum um misbeitingu valds og hagsmuna- árekstra og vanhugsuð ummæli hans hafa ítrekað valdið úlfúð innan sem utan Ítalíu. Í þau tvö skipti sem hann þjónaði sem for- sætisráðherra olli hann þjóðinni vonbrigðum með því að senda hermenn til Íraks og setja lög sem gagnrýnendur sögðu sér- hönnuð til að forða því að hann yrði dæmdur í fangelsi. Þrátt fyrir allt þetta bendir flest til að hann sé í þann mund að komast aftur til valda, en Ítalir ganga að kjörborðinu á morgun og mánudaginn. Hægriflokkafylkingin að baki Berlusconi, Frjáls þjóð (Il Popolo della Liberta), sem stofnuð var að hans frumkvæði með þessu nýja nafni í desember síðastliðnum, mældist í síðustu skoðanakönn- ununum sem heimilt var að birta fyrir kosningarnar með nokkurra prósentustiga forskot á höfuð- keppinautinn, Lýðræðisflokkinn, undir forystu hins vinsæla fyrr- verandi borgarstjóra Rómar, Walter Veltroni. Það sem veldur þó mikilli óvissu um úrslitin er að hálfum mánuði fyrir kosningar mældist fjöldi óákveðinna enn um þriðjungur. Stjórnmálaskýrendur gefa þá skýringu á þessari lygilegu endur- komugetu Berlusconi að burtséð frá hinum þekktu persónutöfrum hans og því hve vel hann nýtur sín í sviðsljósinu, þá höfði ferill hans frá skemmtikrafti á skemmtiferðaskipum til auðjöf- urs og síðan stjórnmálamanns til venjulegra Ítala með sérstökum hætti. Hann endurspegli þeirra eigin drauma, veikleika, ástríður og galla. Maðurinn sem vonast til að slá Berlusconi við er hins vegar allt sem hann er ekki: varkár í orð- færi og hæverskur í háttum. Hann leggur sig fram um að sætta ólík sjónarmið og sameina fólk, ólíkt mótherjanum sem skeytir iðulega lítið um álit annarra. Óvinsældir miðju-vinstristjórnar Romanos Prodi háði Veltroni einkum framan af kosningabar- áttunni, en honum tókst þó að vinna upp nokkuð af mældu for- skoti Berlusconis. audunn@frettabladid.is Berlusconi býst til að taka við völdum Bannað er að birta skoðanakannanir síðasta hálfa mánuðinn fyrir þingkosningar á Ítalíu, sem fara fram í dag og á morgun. Áður en birtingarbannið tók gildi sagðist þriðjungur kjósenda óákveðinn. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FANGELSISMÁL Sérsveit fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á Selfossi héldu sameiginlega verk- lega æfingu fyrir helgi. „Æfingin gekk mjög vel en sett voru á svið tilvik sem komið geta upp í fangelsum þar sem nauðsyn- legt er að grípa inn í atburðarás og tryggja öryggi starfsmanna fangelsa og fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar. Hann bætir við að sér- sveitin hafi þessa vikuna verið við sérstakar æfingar en ákveðið hafi verið fyrir nokkru að efla hana og gera æfingar markvissari. „Við erum mjög ánægðir með sam- starfið við lögreglustjórann á Sel- fossi en samstarf fangelsisyfir- valda og þess embættis hefur verið aukið að undanförnu, meðal annars í fíkniefnamálefnum,“ útskýrir forstjóri Fangelsismála- stofnunar. „Samstarf Fangelsis- málastofnunar við lögreglu er mjög mikilvægt og leggjum við áherslu á að auka það á öllum sviðum.“ „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að menn geta haft meiri kraft til að bregðast við ef eitt- hvað fer úrskeiðis til dæmis í fangelsinu,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Sel- fossi. - jss SÉRSVEIT FANGAVARÐA Sérsveit fanga- varða á Litla-Hrauni og lögreglumenn frá embættinu á Selfossi héldu sameigin- lega æfingu. Aukin samvinna milli Fangelsismálastofnunar ríkisins og lögreglunnar á Selfossi: Fangaverðir og lögregla æfa VOGAR Nýtt vatnsból í sveitar- félaginu Vogum var vígt í síðustu viku. Í bígerð er að breyta aðalskipulagi Voga og lenti gamla vatnsbólið inni í miðbæjarskipu- lagi. Brugðist var við með færslu vatnsbólsins, nýrri dælustöð og stofnlögn frá henni. Hitaveita Suðurnesja (HS) og Stofnfiskur gerðu með sér samning um aðgang HS að tveimur ferskvatnsbólum Stofnfisks við Vogavík og fékk HS heimild til byggingar dælu- húss og lagningar pípu til tengingar við stofnkerfi Vatns- veitu Voga. Unnt er að dæla ferskvatni til Stofnfisks. - kg Sveitarfélagið Vogar: Nýtt vatnsból vígt í Vogum F54110408 FANGAVERÐI 1. Hvað heitir Íslendingurinn sem í fyrrakvöld var dæmdur í sjö ára fangelsi í Færeyjum? 2. Hvaða samkynhneigði bandaríski tónlistarmaður heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld? 3. Hvaða lið tryggði sér Íslands- meistaratitilinn í handknattleik karla á föstudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.