Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 18
VERSLUN SÆLKERANS
LUMMUR
5 dl hveiti
4 msk. sykur
4 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
6 msk. bragðlítil olía/smjörlíki
5 dl súrmjólk/mjólk (gott að blanda til
helminga)
2-3 egg
Blandið þurrefnunum saman í skál. Gott að
þeyta það sem fljótandi er. Blandið svo því
þurra og blauta saman þar til það hefur jafnast
vel. Hitið pönnukökupönnuna vel og bakið
lummurnar, fyrst á annarri hliðinni þar til þær
eru orðnar þurrar í gegn og svo í skamman
tíma á hinni hliðinni. Rjóðið örlítilli olíu á
pönnuna ef lummurnar festast við. Hægt er að
baka banana með eins og lýst hefur verið.
Þegar við vorum krakkar voru lummur mikið
bakaðar og nýtnin mikil.
Ef afgangur varð á mat
var hann nýttur,“ rifjar
Jens Pétur Clausen upp, en hann er
mikill áhugamaður um lummur. „Hrís-
grjónagrautur var aðaluppistaðan í
lummum í gamla daga. Þá var algengt
að setja rúsínur út í deigið áður en það
var bakað og mikið notað af smjörlíki,
sem var brætt á pönnu og bætt út í.
Mikill sykur var svo notaður ásamt
vanillu og/eða kardimommudropum.
Því fleiri sem eggin urðu, því betri
urðu lummurnar, sem voru bakaðar
löðrandi í smjöri og strásykri stráð
yfir, oft milli laga. Einnig þótti gott að
nota sultu ofan á lummurnar. Rabar-
barasulta var yfirleitt til heima.“
Áhuginn fyrir lummunum virðist
ekki hafa dvínað með árunum þar sem
Jens skellir í lummur eftir þörfum,
bæði fyrir barnabörn og gesti sem
kom með stuttum fyrirvara. Mest
hefur hann bakað úr þremur lítrum af
deigi, en náði þó ekki sjálfur að gæða
sér nema á einni lummu, svo góðar
þóttu þær.
Jens viðurkennir að hafa gert nokkr-
ar breytingar á deiginu í takt við tíðar-
andann. Meðal annars skipt út smjör-
líki, sem þykir ekki lengur eins hollt og
áður, fyrir matarolíu og notað súr-
mjólk. Svo hefur hann gert ýmsar til-
raunir með deigið; skorið niður banana
og þrýst skífunum í lummurnar, meðan
þær bakast öðrum megin, og bakað
bananann með þegar þeim var snúið
við. Hann bendir á að eins sé gott að
stífþeyta eggjahvítur og blanda þeim
varlega við deigið vilji maður léttari
lummur.
ÍSLENSKT, JÁ TAKK!
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
Bráðum kemur betri tíð. Með blóm í haga. Kartöflum í görðum. Jarðarberjum í beðum. Silungi í vötnum. Kátum kúm á túnum. Og
sprækum lömbum í haga.
Blómatími íslenska náttúrueldhússins, með
ferskum keim af öllu sem þaðan kemur og sýnir hina
hliðina á matarteningi lýðveldisins, þegar súrmatur
og sviðakjammar lúta í lægra haldi í matreiðslu-
bókum húsfreyja.
Íslenskur matur geymir bragð af frelsi. Barnslegri
gleði. Og líka ósvikinni hamingju.
Fátt er fegurra en íslenskt sumarsalat á blóm-
legum dúk undir berum himni eða silkimjúkur
skyrtoppur skreyttur nýtíndum jarðarberjum í
rjómalituðu baði, og víst að lofandi angan af íslensku
lambakjöti og nýuppteknu grænmeti á grillhlóðum
sumarkvölda stenst enginn.
Sumardagurinn fyrsti er handan við hornið og
fram undan örstutt, skærbjart og unaðslegt sumar á
ísaköldu landi. Höfum hugfast að lífið er stutt og
njótum hverrar stundar. Sumarið sem koma skal
fáum við aldrei aftur upplifað, frekar en sumrin þar
á undan.
Íslendingar njóta þess að naumt skammtaðir
sumardagar eru lengri hér en víðast hvar í veröld-
inni, þótt stundum vori seint og hausti snemma.
Lifum því hvern dag af spenningi yfir því að vera til
og leyfum okkur að verða ástfangin og eirðarlaus af
girnd í íslensk hlaðborð og óvænt tilefni sumarsins,
eins og árstíðin beinlínis kallar á. Hver einasti
sumardagur er ævintýr og alltaf tilefni til að gleðjast
og gera sér glaðan dag með ástvinum, sem og
sjálfum sér.
Gerum sumarmánuðina fram undan frjósama í
matseldinni. Verum þjóðleg í júní og köllum vini
saman yfir brauðsúpu, sykruðum lummum og
flatkökum með hangikjöti.
Notum alþjóðlega gaffla í matargerð sólmánaðar
þegar við gæðum okkur á spriklandi fiski úr íslensk-
um sjó og setjum punkt yfir i-ið með heimsborgara-
legum útfærslum skyrs í ábæti.
Njótum svo uppskeru úr íslenskri foldu í ágúst,
með litríkum berjum, bragðmiklu grænmeti og
dýrindis kjöti af fjöllum.
Hugmyndirnar eru óþrjótandi, enda matarkistan
ríkuleg og stoltvekjandi fyrir heimili og gestgjafa
vorrar þjóðar. Borðum sem oftast íslenskan mat í vor
og sumar. Það toppar ekkert eigin heimanmund þar.
matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir, emilia@
frettabladid.is og Roald Eyvindsson, roald@frettabladid.is.
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar:
Gunnþóra Gunnarsdóttir, Klara Kristín Arndal, Mikael Marínó
Rivera, Ragnheiður Tryggvadóttir, Rut Hermannsdóttir, Vera
Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir. Ljósmyndir: Fréttablaðið
Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
A Aðal-réttur
E Eftir-réttur Til hátíða-brigða
Hvunndags og
til hátíðabrigða
MATREIÐSLUBÓKIN
Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? er leiðarvísir
ætlaður foreldrum sem eru að byrja að gefa börnum
sínum fasta fæðu. Í bókinni er að finna ýmsar ráðlegg-
ingar og svör við mörgum þeim spurningum sem vakna
hjá foreldrum þegar kemur að þessum áfanga á vaxtar-
skeiði barnsins. Hún
inniheldur meðal annars
ítarlegan lista yfir hve-
nær börn mega byrja að
borða vissar fæðuteg-
undir, leiðbeiningar í
meðhöndlun ávaxta og
grænmetis ásamt fjölda
mynda. Uppskriftir
bókar innar eru margvís-
legar, þar er að finna
margar einfaldar og
góðar uppskriftir að
barnamat, hollum mat fyrir alla fjölskylduna og fyrir
matvönd kríli. Höfundur bókarinnar, Ebba Guðný Guð-
mundsdóttir, er kennari að mennt. Hún eignaðist sitt
fyrsta barn fyrir um fimm árum og bókin er afrakstur
þeirra upplýsinga og uppskrifta sem hún safnaði um
mat og heilsu barna á þeim tíma.
Hollt í litla gogga
Lokkandi ilmur
ÚR ELDHÚSINU
Jens Pétur Clausen bifvélavirki er sérfræðingur í lummugerð.
Jens Pétur Clausen lumar á skemmtilegri lummu -
uppskrift. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Lummur með banönum eru vinsælar hjá barna-
börnum Jens.
Sulta er góð
ofan á lummur.
Fiskur
Hvunndags
2 matur
Sælkeraverslun Friðriks V er til húsa í
kjallara veitingastaðarins Friðriks V að
Kaupvangsstræti 6 á Akureyri. Verslunin
er líkt og veitingastaðurinn rekin af
hjónunum Friðriki Val Karlssyni og
Arnrúnu Magnúsdóttur.
Í sælkeraversluninni er boðið upp á
úrvalshráefni til sælkeragerðar frá
framleiðendum í héraði. Þar er veglegt
fisk- og kjötborð en auk þess ostaborð,
sultur og súkkulaði frá Hafliða Ragnars-
syni.
Hægt er að panta smærri veislur eins og
til dæmis smárétti til að taka með sér og
eru fagmenn reiðubúnir að veita viðskipta-
vinum ráðleggingar við veisluhöld og
matargerð.
Einnig er boðið upp á innfluttar gæða-
vörur eins og olíur, ólífur og fleira sem
tilvalið er að setja í gjafakörfur sem fást í
versluninni.
Í tengslum við sælkeraverslunina er
rekinn hádegisverðarstaður þar sem hægt er að fá súpu og rétt dagsins alla virka daga. Á föstudögum er nýtt sushi til
sölu og á laugardögum er boðið upp á mjólkurgraut á milli klukkan 13 og 14.
Sælkeraverslun Friðriks
Nammi
namm!