Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 29

Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 29
ATVINNA SUNNUDAGUR 13. apríl 2008 135 Við erum stolt af starfsemi okkar! Viltu slást í hópinn? ILVA er ný húsgagna- og heimilisvöruverslun frá Danmörku. Við erum stolt af orðspori okkar er varðar gæði, verðlagningu og þjónustu. Fyrir okkur er gott einfaldlega ekki nógu gott. Við viljum vera stolt af starfsfólki okkar og við viljum að starfsfólkið sé stolt af okkur. Hvað er ILVA? ILVA hóf starfsemi í Danmörku árið 1974 og varð fljótt þekkt af fjórum meginþáttum; miklu vöruvali úrvalshönnunar, glæsilegum verslunum, hagstæðri verðlagningu og þjónustu í sér- flokki. ILVA er ein stærsta smásöluverslun með sérhönnuð húsgögn og heimilisvörur á Norður- löndum. Í dag eru reknar ILVA verslanir í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Lestu meira um ILVA á heimsíðunni www.ilva.com. Laus störf í nýrri verslun okkar í Reykjavík Síðsumars mun ILVA opna nýja og glæsilega verslun að Stekkjabrekkum við Vesturlandsveg. Því leitum við að framúrskarandi starfsfólki til að slást í hópinn. Við óskum eftir fólki sem býr yfir frumkvæði, sjálfsöryggi og eðlislægri þjónustulund sem getur veitt viðskiptavinum okkar bestu mögulegu aðstoð og þjónustu, en er einnig reiðubúið að ganga skrefinu lengra til hagsbóta fyrir viðskiptavini og fyrirtækið. Fyrir þig er þetta frábært tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu einstakrar verslunar. Við óskum eftir fólki til eftirtalinna starfa: Viltu slást í hópinn? Frekari upplýsingar um störfin fást hjá STRÁ MRI Guðný Harðardóttir og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson svara fyrirspurnum, en viðtalstímar eru frá kl. 13–15. Vinsamlegast sendið umsóknir/ starfsferilskrár til stra@stra.is. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2008. Upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu STRÁ www.stra.is. Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík - simi 588 3031 - www.stra.is Verslunarstjóri Verslunarstjóri ber ábyrgð á daglegri stjórn verslunarinnar og framþróun hennar. Við óskum eftir einstaklingi með víðtæka reynslu í verslunarrekstri, aðili sem veit að styrk stjórnun, reglulegt vöruflæði, góð markaðssetning, og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini eru lykilþættir árangurs. Svæðisstjórar Svæðisstjórar bera ábyrgð á tilteknum svæðum verslunar- innar. Verslunin skiptist í þrjú svæði, tvö húsgagnasvæði og eitt með heimilisvörum. Svæðisstjórar munu taka þátt í daglegum rekstri verslunarinnar og leiða hóp starfsfólks. Þjónustustjóri Þjónustudeild veitir stuðning við söludeildir og ber ábyrgð á sölukössum, þjónustuábendingum, frágangi raðgreiðslu- samninga og almennri þjónustu við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og sjá til þess að þjónustumarkmið fyrirtækisins séu uppfyllt. Lagerstjóri Undir daglega ábyrgð heyrir vörumóttaka, afgreiðsla til við- skiptavina og lagerstjórnun. Við óskum eftir einstaklingi sem hefur mikla vörustjórnunarhæfileika og veit að ánægja viðskiptavinarins er okkar aðalmarkmið. Starfsfólk í sölu og þjónustu Við óskum eftir starfsfólki til heilsdags- og hlutastarfa. Í boði eru störf við sölu húsgagna og heimilisvöru, kassa- afgreiðslu, símasvörun, meðhöndlun þjónustuábendinga svo og lagerstörf. Við leitum að rösku og útsjónarsömu fólki sem er fúst að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Útstillingahönnuður Verkefni útstillingahönnuðar er að tryggja heildarútlit vöruframsetningar í samráði við söludeildir. Einnig skipu- lagningu á sölu árstíðarbundinnar vöru og söluátaka. Leitað er að hæfileikaríkum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á híbýlahönnun og gott auga fyrir litum og formum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.