Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 74

Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 74
18 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR Í FYRSTA SINN SEM ÉG FÓR Í LJÓS … Friðrik Ómar Hjörleifsson … þá brann ég svo illa að ég varð að fara heim úr vinnunni áður en vinnudeginum lauk. Ég hafði notað hádegishléið til að prufa ljósabekk- inn og ég var svo illa leikinn að ég komst ekki út í búð til að kaupa eitthvað til að bera á brunann. Ég bað því systur mína að skreppa fyrir mig og hún var að flýta sér svo mikið í einhvern saumaklúbb að hún rétt kom við til að henda í mig einhverri túpu. Ég leit ekki einu sinni á túpuna heldur bar á mig allan og eftir fimm mínútur fór mig að svíða svona líka rosalega og skoðaði því túpuna betur og þá var þetta Hawaiian Glitter Sun – og gerði ekkert fyrir mig nema setja glimmer áferð á brunann. Ég dreif mig í bað og hélt ég myndi fá lost í baðkerinu. Ég hef því ekki farið í ljós síðan. Enda mun viðkvæmur fyrir sól með minn húð- og háralit og mun því ekki liggja í sólbaði í Serbíu. Í fyrsta sinn... Allt er einhvern tímann fyrst. Einhvern tímann kyssum við fyrst, höldum í fyrstu bíóferðina okkar eða bökum kanilsnúða í fyrsta skipti. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk nokkra vel valda menn og konur til að deila eftirminnilegri „fyrstu reynslu“. Í FYRSTA SINN SEM ÉG SÁ KVENNALISTAKONUR … Oddný Sturludóttir … í sjónvarpinu, fimm ára gömul, vissi ég að ég var pólitísk. Þetta var í fyrsta sinn sem þær buðu fram til Alþingis og þær vöktu óskipta athygli mína. Fram að þeim tíma höfðu gráklæddir jakkafatamenn þusað um pólitík í sjónvarpinu og mér fannst þeir allir eins. Kvennalistakonurnar töluðu um hluti sem voru áhugaverðir – meira að segja fyrir fimm ára gamla stelpu í Árbænum. Kvennalistakonurnar lifa ansi sterkt í minningunni og ég man hvað mér þótti hárið á Sigríði Dúnu æðislegt. Við mamma skeggræddum um hvaða Kristín væri okkar „uppáhalds- Kristín“ og það var oft úr vöndu að velja! Það verður aldrei undirstrikað nægilega hvað fyrir- myndir eru mikilvægar. Í mínu tilviki, og margra annarra stelpna og kvenna, var tilkoma Kvennalist- ans upphafið að pólitískri vakningu. Í FYRSTA SINN SEM ÉG HÉLT AÐ ÉG MYNDI DEYJA … Páll Ásgeir Ásgeirsson … var í nóvember 1978 eða ’79 djúpt úti af Hornafirði í suðaustan ofsaroki og rigningu um borð í Guðmundi Kristni SU. Við vorum að draga línuna. Ég stóð við rúlluna og reyndi að slæma goggnum í þessa fáu fiska sem sveifluðust á krókunum í veðurofsanum. Það var komið myrkur og veðrið versnaði stöðugt og ég minnist þess að hafa litið upp og séð grænan brim- skafl rísa lóðrétt yfir höfði mér og falla svo eins og fossandi skriðu yfir bátinn. Ég beygði mig niður og tók eins fast og ég gat um rör undir lunningunni en fann hvernig þilfarið hallaðist sífellt meira undir fótum mér uns ég hékk alveg á rörinu því báturinn var lagstur á hliðina undir brotinu. Það var sjór allt í kringum mig en mér var ekki kalt. Ég man að ég hugsaði að ef bátnum hvolfdi myndum við sennilega lenda undir honum sem væri ekki gott og kannski ætti ég að reyna að komast yfir lunninguna. Mér fannst heldur ekki góð tilhugsun að flækjast í línunni með sínum beittu krókum. Ég hef heyrt um að við þessar kringumstæð- ur renni ævi manna fyrir hugskotssjónum þeirra á örskotsstund eins og kvikmynd. Stutta stund var eins og dallurinn vægi salt á hliðinni en svo sleppti sjórinn takinu og gamli Gvendur valt rólega á réttan kjöl aftur. Ég missti af myndinni ef hún hefur þá verið sýnd. Í FYRSTA SINN SEM ÉG HÉLT JÓLIN Á EIGIN HEIMILI … Kolbrún Pálína Helgadóttir … bauð ég allri fjölskyldunni minni og allri tengdafjölskyldunni sem þá var um fimmtán manns. Þannig brutum við langa hefð í fyrsta skipti og fórum að skapa okkar eigin. Síðan þá höfum við alltaf haft aðra hvora fjölskylduna hjá okkur og jafnvel báðar. Mér fannst þessi reynsla mjög merkileg og þetta heppnaðist stórkostlega. Ég eldaði hamborgarhrygg, enda vön því heiman frá mér, og allir komu með eitthvað með sér. Þannig kom pabbi með rjúpur og allt með því. Það kom mér reyndar ekkert á óvart að þessi fyrsta reynsla af eigin jólum væri svona ánægjuleg því ég fíla mig afskaplega vel í eldhúsinu. Fjölskyldan fer að vísu alltaf stækkandi og boðin með. En það klúðraðist ekkert og þetta er ein af mínum bestu „fyrstu reynslu“- minningum. Allt í lagi líka að dekra við foreldrana loksins – þau eru búin að dekra við mann frá því maður fæddist. Í FYRSTA SINN SEM ÉG KOMST Í BLÖÐIN … Þorsteinn Guðmundsson … var þegar það kom forsíðumynd af mér framan á menningarblaði DV. Ég hafði verið að leika í nokkurs konar leik- gjörningi í Stúdentaleikhúsinu eftir Jón Tryggva- son sem gekk út á það að við stóðum í kjólfötum í kringum borð með stóru pappaspjaldi á, drukk- um litað jógúrt og skyrptum því út úr okkur um leið og við fórum með frasa úr leikhúsgagnrýni. Í lok gjörningsins höfðum við þannig skapað listaverk úr lituðum hrákanum og gagnrýni. Mjög sniðugt. Þetta var auðvitað hrikalega beitt hjá okkur og við vorum sannfærð um að við værum með þessu að breyta þjóðfélag- inu og hrista upp í listasnobb- liði bæjarins. (Ég man að Ragnheiður Skúladóttir, deildarstjóri leiklistar- deildar Listaháskólans, var þarna líka). Ég fór með blaðið heim til ömmu minnar og sýndi henni. Hún áttaði sig ekki alveg á myndinni þannig að ég spurði hana: Sérðu ekki hver þetta er? „Jú, auðvit- að,“ sagði hún. „Þetta er Ómar Ragnars- son.“ Í FYRSTA SINN SEM ÉG SMAKKAÐI TÓMAT … Margrét Pála Ólafsdóttir … varð ég fyrir óendanlegum vonbrigðum. Ég var nýflutt til stórborgarinnar Akureyrar, var þar í fínu fermingarboði og á smurbrauðs tertu blasti við mér ótrúlega fallegt, rautt og girnilegt fyrirbæri. Ég fékk mér stóra sneið og stóran bita í kjölfarið en fylltist skelfingu og ógurlegum vonbrigð- um vegna súrheit- anna og kom mér í ofboði út í horn til að spýta vonbrigðun- um í servíettuna. Svo tók það drjúga stund að finna rusladall með mikilli leynd og losa mig þannig við ófögnuðinn. Og ég hef aldrei fyrirgefið tómötunum eftir þessa reynslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.