Fréttablaðið - 13.04.2008, Síða 76
20 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þetta ert þú! Vill hafa
það rólegt, vill fara í
langar gönguferðir og er
trúr einni konu.
Eigum við að
fara að læra að
dansa salsa?
Þögn Ertu að
tala við
mig?
Fyrirgefðu,
gleymdu því að
ég hafi spurt!
Í alvöru!
Hversu lengi
hefurðu
þekkt mig?
Fyrirgefðu! Salsa?!!!
Fluga! Ahhh, góð
skemmtun!
Maður verður hálf
örvæntingarfullur svona
í lok sumarfrísins.
Athugum hvort við
sjáum hvali, Mjási.
Jahá
Hvenær
flæðir að?
Ahh. Huggulegt vetrar-
kvöld hér heima.
Tunglskin inn um gluggann..
eldurinn snarkar í arninum...
Leiðinlegt að Krissi
og Sara eru ekki
hér til að njóta.
Hvað?
Hann er að
leika. Ég
útskýri það
fyrir þér í
næsta aug-
lýsingahléi.
Ég er kennarabarn og
fyrstu sjö ár grunnskóla-
göngu minnar var mamma
mín kennari við sama skóla
og ég lærði í. Ég gat til
dæmis ekki verið með mikla stæla
við kennarana eða þóst vera veik til
þess að fara ekki út í frímínútur.
Mamma frétti allt á stundinni og
það gat oft farið í taugarnar á mér.
Ég viðurkenni sem sagt að ég er
kennarabarn, og því er mín skoðun
á kennurum ef til vill örlítið lituð.
Sem barn og unglingur gerði ég
mér litla grein fyrir því hversu erf-
itt það hlýtur að vera að vera kenn-
ari. Það var ekki fyrr en ég tók að
mér að vinna á leikjanámskeiði
fyrir börn eitt sumarið að ég fékk
smjörþefinn af því. Eftir eina viku í
starfi var ég dauðuppgefin. Vissu-
lega var oft gaman, en mikil ósköp
sem þetta gat líka verið erfitt. Mér
fannst mikil ábyrgð fylgja því að
passa upp á öll þessi börn – og þó
var okkur ekki ætlað að vera ein
með tuttugu til þrjátíu börn í marga
klukkutíma og fá þau líka til að
læra eitthvað. Eftir þetta sumar
hef ég borið ómælda virðingu fyrir
öllu því fólki sem leggur það á sig
að eyða tíma og orku í að reyna að
kenna annarra manna börnum.
Mér finnst engan veginn vera
nægilega mikil virðing borin fyrir
kennurum og þeirri vinnu sem þeir
vinna. Í samfélagi þar sem sífellt
eru gerðar meiri kröfur um mennt-
un skýtur það líka skökku við að
fólkið sem sér um undirstöðuna í
þessari menntun skuli vera svona
illa launað. Það hlýtur líka að segja
mikið um metnaðinn og hreinlega
manngæskuna í þessu fólki að það
skuli halda áfram að kenna þrátt
fyrir ömurleg laun og oft á tíðum
erfiðar aðstæður. Sérstaklega þar
sem það gæti hæglega farið með
háskólamenntunina sína í Bíla-
stæðasjóð og fengið, að mér skilst,
hærri laun sem stöðumælaverðir
en kennarar. Með fullri virðingu
fyrir stöðumælavörðum held ég að
við getum flest verið sammála um
að starf kennarans sé aðeins mikil-
vægara. Eða erum við kannski
orðin þannig að okkur þykir ekkert
að því að launa fólkið sem passar
upp á bílana okkar betur en fólkið
sem passar upp á börnin okkar?
STUÐ MILLI STRÍÐA Erfiðisvinnan í skólunum
ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR VILL AÐ BORIN SÉ VIRÐING FYRIR KENNURUMVELJUM LÍFIÐ
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl
kl 20.00 alla daga
ALLAR SÍÐUSTU
SÝNINGAR
Í kvöld 13. apríl kl. 20 – Uppselt
AUKASÝNING: Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20
MIÐAVERÐ: 1.000 KR.
www.opera.is
Áhugavert starf
á atvinnusíðu.