Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 82
26 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR Gleði í skólastarfi 13:00 Setning; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 13:10 Ávarp; Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna 13:20 „Vinátta barna“. dr. Fanny Jónsdóttir 14:00 Hlé – Hreyfing 14:20 „Jákvæðni – húmor og hlýlegt viðmót“. Edda Björgvinsdóttir, leikari 15:20 Kaffihlé 15:50 „ Í skólanum, í skólanum...„ Bjarni Ármannsson fyrrverandi skóladrengur og núverandi faðir 16:15 „Hláturinn lengir lífið“. Valgerður Jónsdóttir skólastjóri og hláturjógi 16:50 Ráðstefnuslit; Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Þátttökugjald er kr. 6.900 ef fólk skráir sig fyrir 17. apríl en 8.000 ef fólk skrá ir sig við innganginn. Móttaka á skráningu er hjá Axel. Netf.: sssk@sssk.is Ráðstefnustjóri: Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla Hjallastefnan ehf. FÓTBOLTI Arsenal verður að vinna topplið Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag til þess að halda lífi í titilbaráttu sinni og koma í veg fyrir að Lundúnaliðið spili þriðja tímabilið í röð án þess að vinna bikar. Liðin mætast í stórleik helgarinnar klukkan 15 og á meðan bíður Chelsea, sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Tímabilið hefur runnið út í sandinn hjá Arsenal á síðustu tíu vikum og liðið datt nú síðast út fyrir Liverpool í Meistaradeild- inni í vikunni og er fyrir leikinn sex stigum á eftir toppliði United. „Tímabilið er ekki búið og öll vinnan á þessu tímabili er í húfi í þessum leik,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Við munum berjast fyrir titlinum allt til enda og ef við vinnum þennan leik eigum við raunhæfa möguleika á titlinum,“ bætti Wenger við en hann hefur stjórnað Arsenal þrisvar sinnum til sigurs á Old Trafford. „Leikirnir gegn Arsenal og Chelsea eru stóru leikirnir og þeir leikir sem allir mínir menn hlakka til þess að spila. Arsenal hefur verið okkar helsti keppi- nautur í þrettán ár og það breytist ekkert á sunnudag- inn. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Alex Fergu- son, stjóri United. - óój Arsene Wenger hjá Arsenal: Tímabilið okk- ar er ekki búiðEnska úrvalsdeildin BIRMINGHAM-EVERTON 1-1 0-1 Joleon Lescott (78.), 1-1 Mauro Zárate (83.). BOLTON- WEST HAM 1-0 1-0 Kevin Davies (46.). DERBY COUNTY - ASTON VILLA 0-6 0-1 Ashley Young (25.), 0-2 John Carew (26.), 0-3 Stilian Petrov (37.), 0-4 Gareth Barry (58.), 0-5 Agbonlahor (76.), 0-6 Marlon Harewood (85.). READING - FULHAM 0-2 0-1 Brian McBride (24.), 0-2 Erik Nevland (90.). SUNDERLAND-MANCHESTER CITY 1-2 0-1 Elano (79.), 1-1 Dean Whitehead (82.), 1-2 Darius Vassell (87.). TOTTENHAM- MIDDLESBROUGH 1-1 1-0 J. Jenas (26.), 1-1 Stewart Downing (69.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Man. United 33 24 5 4 70-17 77 Chelsea 33 22 8 3 58-23 74 Arsenal 33 20 11 2 63-27 71 Liverpool 33 17 12 4 57-25 63 Everton 34 18 7 9 50-28 61 Portsmouth 34 16 9 9 47-33 57 Aston Villa 34 15 10 9 62-44 55 ----------------------------------------------------------- Middlesbr. 34 8 12 14 31-48 36 Sunderland 34 10 6 18 33-52 36 Wigan 33 9 7 17 30-47 34 Reading 34 9 5 20 37-63 32 Birmingham 34 7 10 17 39-52 31 Bolton 34 7 8 19 31-52 29 Fulham 34 5 12 17 32-56 27 Derby 34 1 8 25 16-74 11 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni varð enn meira spennandi eftir leiki gærdagsins því bæði Bolton og Fulham unnu langþráða sigra og færðust fyrir vikið nær öruggu sæti þó að bæði lið þurfi mun fleiri stig til viðbót- ar til að bjarga sér á lokasprettin- um. Bolton er nú aðeins tveimur stigum á eftir Birmingham, sem náði 1-1 jafntefli gegn Everton. Kevin Davies skoraði sigur- mark Bolton-manna en tvö marka liðsins í leiknum voru dæmd af. Markið kom í byrjun seinni hálf- leiks eftir hornspyrnu. Þetta var hundraðasta mark Davies á ferlin- um og kannski eitt af þeim mikil- vægari. Eftir þennan sigur er Bolton með 29 stig en fyrir leikinn höfðu Grétar Rafn og félagar ekki unnið leik síðan 2. febrúar. Grétar Rafn spilaði allan leikinn og stóð fyrir sínu. „Leikmenn mínir eiga heiður skilinn, ekki bara fyrir hvernig þeir spiluðu heldur í hvernig kring- umstæðum þeir spiluðu. Þeir gáfu allt sitt og börðust fyrir hverjum bolta og spiluðu líka góðan fót- bolta. Þeir björguðu minnst þri- svar á línu, Robert Green varði nokkrum sinnum vel og svo voru dæmd af okkur mörk. Á sama tíma sköpuðu þeir ekki neitt,“ sagði Gary Megson, stjóri Bolton. Mörk frá Brian McBride og Erik Nevland tryggðu Fulham fyrsta útisigurinn í nítján mánuði þegar liðið vann Ívar Ingimarsson og félaga í Reading 2-0. Tapið þýðir að Fulham er nú tveimur stigum á eftir Bolton og því fjórum stigum frá öruggu sæti. Reading er líka komið í slæm mál en liðið er með aðeins einu stigi meira en Birm- ingham. Ívar spilaði allan leikinn en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. „Það er ekki hægt að segja annað en að þeir hafi átt sigurinn skilinn. Ég get ekki útskýrt af hverju við spiluðum svona illa. Það eru ekki margir af mínum mönnum sem hafa verið í fallbar- áttu og þeir virtust vera stress- aðir,“ sagði Steve Coppell, stjóri Reading. „Það eru tólf stig eftir í pottin- um og þessi frammistaða glæðir vonir um að við getum náð krafta- verki og bjargað okkur,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Fulham. Darius Vassell tryggði Manchester City sigur á Sunder- land þremur mínútum fyrir leiks- lok og Sunderland-menn eru nú með 36 stig eins og Middlesbrough eftir að Boro gerði 1-1 jafntefli við Tottenham á White Hart Lane. Hermann Hreiðarsson og félag- ar í Portsmouth enduðu þriggja leikja sigurgöngu Newcastle þegar liðin gerðu markalaust jafn- tefli á Fratton Park. Hermann spilaði allan leikinn með Ports- mouth og hafði það náðugt. „Í upphafi vikunnar hefði ég verið mjög sáttur með sigur á Wembley, sigur á West Ham og jafntefli í dag. Það eina sem skipt- ir samt máli fyrir mig í dag er að vinna enska bikarinn. Ef ég gæti valið á milli þess að verða í 5. sæti eða vinna bikarinn tæki ég alltaf bikarinn fram yfir,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. ooj@frettabladid.is Lífsnauðsynleg þrjú stig Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton unnu mikilvægan 1-0 sigur á West Ham í gær og eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í harðri fallbaráttu. GÁFU ALLT SITT Grétar Rafn Steinsson rennir sér fyrir Dean Ashton, framherja West Ham, í leiknum í gær. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Pétur Ingvarsson hefur skrifað undir fimm ára samning um að þjálfa karlalið Hauka og tekur hann við af Henning Henningssyni. Pétur hætti með Hamar í vetur eftir áratugastarf og þjálfaði Ármenn- inga í lok vetrar. Hann er nú kominn aftur í Hauka þar sem hann er uppalinn og lék mestan hluta síns leikmannaferils. - óój 1. deild karla í körfubolta: Pétur kominn heim í Hauka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.