Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 86
30 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Mér finnst þeir ekkert sérstak- lega stórir. Þeir verða það kannski þegar þeir standa við hliðina á þessum „venjulega“ ketti,“ segir Jón Egill Indriðason, kúabóndi í Varmahlíð. Undanfarin fimm ár hefur hann ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þóru Stormsdóttur, ræktað ákaflega sérstakt og stórt kattar- kyn að nafni Maine Coon en þeir hafa vakið mikla athygli að undan- förnu og njóta sífellt meiri vin- sælda meðal nýrra kattavina. Kettirnir kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund, allt eftir því hvort nota eigi þá til ræktunar eða ekki, en Jón Egill er í samstarfi við Sigríði Þóru Gabríelsdóttur fyrir sunnan þannig að áhugasam- ir þurfa ekki að keyra norður til að kaupa sér kött. Meðal þeirra sem hafa átt svona kyn er Bubbi Mort- hens og hann fór ekki í grafgötur með ágæti kattarins, sagði hann vera algjöran dreka. „Ég flutti í hús um stundarsakir þar sem kett- ir voru ekki vel séðir. Jón Atli Jónasson, rithöfundur með meiru, tók hann í fóstur fyrir mig og þeir urðu svo góðir vinir að ég gat ekki tekið hann frá honum,“ segir Bubbi, sem ætlar þó að fá sér kött þegar hann flytur í nýja húsið í Kjósinni enda mikill kattavinur. Hvort það yrði Maine Coon kæmi í ljós. „Ég verð að ræða það við betri helminginn,“ skýt- ur Bubbi inn í. Maine Coon- kettirnir geta orðið ótrúlega stórir, ná allt að metra að lengd og geta borið fjórtán kíló með sæmd án þess að þykja feitir. Jón Egill og Sigríður Þóra eru einmitt sjálf með högna sem er eins metra langur á heimili sínu. „En það eru oftast hinir rauðu Maine Coon sem ná hámarks þyngd og lengd,“ útskýrir Jón Egill en hann átti ein- mitt von á einum slíkum frá Noregi á næstunni. „Hann bíður úti í Hrísey eftir að fá að kom- ast til okkar,“ útskýrir Jón en fyrstu dýrin þeirra komu frá Finn- landi í júní 2003. Aðspurður hvað það sé við þessa „risaketti“ sem sé svona heillandi, segir Jón það ekki vera flókið mál í sjálfu sér. Maine Coon-kettirnir séu miklir persónuleikar sem bíði við hurðina eftir að eigandinn komi heim, spjalli lengi við hann þegar sá gállinn er á þeim en þyki fátt jafn skemmtilegt og að liggja í leti. „En þess á milli geta þeir látið alveg eins og hálfvitar,“ segir Jón og hlær. Kettir þeirra hjóna eru inni allan daginn og fá kýrnar á bænum því ekki að njóta sam- vista við þá. „Og það gæti líka verið ansi flókið að ná fjósalykt- inni úr feldinum á þeim fyrir sýn- ingar,“ bætir Jón við. freyrgigja@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: ÞURFTI AÐ GEFA RISAKÖTT FRÁ SÉR Kúabóndi ræktar risaketti STÓR OG STÆÐILEGUR Jón Ingi með tæplega tveggja ára gamlan högna sem enn á eftir að stækka en Maine Coon-kettirnir hætta að vaxa fjögurra ára gamlir. DREKI Bubbi Morthens lýsti sínum ketti sem dreka og saknar hans. Hann ætlar að fá sér nýjan kött í Kjósinni. Leikararnir Jörundur Ragnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eiga vafalítið eftir að kynnast ansi náið á næstu sex vikum. Þau eru að leika saman í Dagvaktinni en auk þess að sinna þeim störfum fyrir vestan eiga þau að stíga á svið Þjóðleikhússins þess á milli. Leikararnir ætla því að keyra á milli Reykhólahrepps og Reykjavíkur á Suzuki Vitara- jepplingi Jörundar ef allt gengur að óskum. „Við erum heppin með það að við erum að sýna sömu kvöldin,“ segir Jörundur, sem setur það ekki fyrir sig að þeysast á milli vesturs og suðurs. Jörundur leikur aðalhlutverkið í Þeim ljóta sem fengið hefur prýðilega dóma að undanförnu en Ólafía Hrönn er bæði í Sólarferð og Ívanof. Jörundur bendir reyndar á að Reykhólahreppur sé ekkert svo langt frá höfuðborginni, aðeins tveggja og hálfs tíma akstur frá miðborginni. „En þetta verða nokkrar klukku- stundir þegar allt kemur saman,“ bætir Jörundur við og er feginn því að Vitaran skuli ekki vera bensín- svelgur heldur fremur eyðslu- grannur bíll af jepplingi að vera. Tökur á Dagvaktinni hefjast á mánudaginn og hafa æfingar stað- ið yfir að undanförnu. Reyndar var Jörundur lagstur í flensu þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum og ætlaði að liggja uppi í rúmi það sem eftir lifði helgar til að fá sig góðan af henni. Fimmtán manna tökulið hertekur síðan Hótel Bjarkarlund en tæplega tuttugu íbúar Reykhólahrepps eiga eftir að koma töluvert við sögu í þáttunum. Leik- stjóri Dagvaktarinnar er sem fyrr Ragnar Bragason en þættirnir verða alls ellefu talsins. Með Jörundi verða síðan að sjálfsögðu Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon auk valinkunnra gesta. - fgg Leikarar fastir í Vitara-jepplingi HVER ER MAÐURINN? Jörundur og Ólafía eiga vafalítið eftir að brydda upp á skemmtilegum leikjum í öku- ferðum sínum og gætu farið í leikinn Hver er maðurinn? Hvað er að frétta? Ég er að klára MR og er að leita mér að starfi. Fyrir utan það hef ég verið að fagna ýmsum sigrum keppnisliða MR að undanförnu. Svo er ég að byrja í stúdentsprófum. Augnlitur: Blár Starf: Nemi í atvinnuleit. Fjölskylduhagir: Mjög góðir. Hvaðan ertu? Ég er Reykjavíkurbarn, fæddur og uppalinn. Ertu hjátrúarfullur? Ég vil ekki vera það en ég er það samt innst inni. Það er 7, 9, 13 og stigarnir. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það myndu klárlega vera Mannaveiðar, bind óneitanlega smá taugar til þeirra þátta. Uppáhaldsmatur: Eldsmiðjupitsur. Ég borða slatta af þeim, allt of mikið. Fallegasti staður: Vesturbærinn. iPod eða geislaspilari: Báðir ónýtir. Hvað er skemmtilegast? Það er Laugardalslaugin á sólríkum degi. Hvað er leiðinlegast? Leiðinlegast að hafa lítið fyrir stafni. Það kemur fyrir hjá manni. Helsti veikleiki: Ég get verið dálítið manískur. Maður fer oft í hlutina af fullmikilli hörku. Helsti kostur: Má ég nefna fjóra? Duglegur, skemmtilegur, fyndinn og hógvær. Helsta afrek: Að klára þriðja stig á básúnu. Lauk því þegar ég var tólf ára. Hef aðeins látið það sitja á hakanum síðan. Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki klárað fleiri stig á básúnu. Hver er draumurinn? Að fá sumarvinnu. Hver er fyndnastur/fyndnust? Andri Gunnar Hauksson, skólafélagi minn úr MR. Hann er með þróaðasta húmor sem sést hefur. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fólk sem kann ekki gott að meta. Hvað er mikilvægast? Að hverfa aldrei frá tónlistarnámi. HIN HLIÐIN BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON INSPECTOR SCHOLAE MR Vonbrigði að hætta að læra á básúnu 2.2. 1988 „Ég er að fá mér nýjan jakka. Ég verð flottastur. Allt fyrir stelpurn- ar,“ segir Egill „Gillz“ Einarsson. Fréttablaðið náði tali af Agli í Retró-fataversluninni í Smára- lind. Hann var þá að búa sig til brottfarar og klæða sig upp. Klúbburinn The Table, þar sem hann er fremstur meðal jafningja, hefur brugðið undir sig betri fæt- inum og ætlar að vera viðstaddur viðureign Manchester United og Arsenal sem fram fer í dag í Manchester. En hvaða klúbbur er þetta? „Já, nú, það er ég, Auddi Blö, Guð- mundur Karl, Hjöbbi Ká, Ofur- hugi, Stjáni rúnkari... bíddu nú við, hverjir eru fleiri í þessu,“ segir Egill meðan hann mátar hvurn jakkann á fætur öðrum í Retró. Hann fellst fúslega á að The Table sé ekki mjög frumlegt nafn á klúbb áhugamanna um fót- bolta en þannig sé að þessi hópur komi reglulega saman á Players, setjist við sama borðið og horfi á fótbolta. Auðunn Blöndal, sjónvarpsmað- ur og meðlimur The Table, segir engan foringja í klúbbnum, allir séu fremstir meðal jafninga. Fréttablaðið náði tali af Audda í Leifsstöð skömmu fyrir brottför. Aðspurður hvort Gillzenegger væri flottastur í nýjum jakka segir hann ekki svo vera. „Nei, ég myndi segja að Guðmundur Karl væri flottari. Annars erum við allir í fínum jökkum,“ segir Auðunn og fellst á að sérkennilegar megi heita þær yfirlýsingar Egils að hann sé að klæða sig upp fyrir enskt kvenfólk, hvað þá enskar kvenkyns fótboltabullur. Hugsan- lega sé Egill að klæða sig upp fyrir strákana í klúbbnum. - jbg Allir í fínum jökkum THE TABLE Í LEIFSSTÖÐ Frá vinstri: Guðmundur Karl Guðmundsson, Auðunn Blöndal, Kristján Óli Sigurðsson, Hallur Dan Johansen, Egill Einarsson, Hugi Halldórsson og Hjörvar Hafliðason. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS JÓNSSON „Hann er mjög fylginn sér og með sterka réttlætiskennd. Ekki bara gagnvart sjálfum sér heldur öðrum líka. Hann hefur alltaf verið staðfastur. Var mjög skemmtileg- ur krakki og fjörugur, átti til að prufa allt sem ekki mátti. Hann hvatti fólk til að setja rauða borða á speglana á bílunum sínum. Ég hef ekki séð neinn bíl með þá, en ég er með tvo.“ Ólafía Kristín Kristófersdóttir er móðir Sturlu Jónssonar, forsprakka mótmæla vörubílstjóra. Spennandi starf inni í blaðinu. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8. 1 Birgir Páll Marteinsson. 2 Rufus Wainwright. 3 Haukar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.