Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 10
16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
SAMGÖNGUMÁL Reykjavíkurborg
og Vegagerðin hafa boðað til
opins fundar með íbúum í
nágrenni gatnamóta Miklubraut-
ar og Kringlumýrarbrautar í
dag.
Á fundinum mun Gísli Marteinn
Baldursson, formaður umhverf-
is- og samgönguráðs, kynna til-
lögur borgaryfirvalda og Vega-
gerðarinnar um mislæg gatnamót
og nágrenni þeirra.
Fundurinn hefst klukkan 17, og
fer fram í Kennaraháskólanum.
Þá munu fulltrúar Íbúasamtaka
Háaleitis og Íbúasamtaka 3.
hverfis – Hlíða, Holta og Norður-
mýrar – kynna sínar hugmyndir
um skipulag svæðisins. Samtökin
hafa lýst óánægju sinni með
tillögur borgarinnar. - bj
Boðað til fundar um mislæg gatnamót:
Tillögur kynntar
TILLÖGUR Íbúasamtök hafa gagnrýnt
útfærslu borgarinnar og Vegagerðarinnar
á mislægum gatnamótum.
ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi beið
ekki boðanna í gær að útlista
hvernig hann áformar að leysa
vandamál Ítalíu, daginn eftir að
ljóst varð að flokkur hans og
bandamanna á hægri vængnum
fóru með afgerandi sigur af hólmi
í þingkosningum.
Þegar talið hafði verið upp úr
kjörkössunum sýndi sig að hægri-
flokkarnir fengju minnst 167 af
315 sætum í öldungadeild Ítalíu-
þings. Í kosningunum til neðri
deildarinnar, þar sem 630 fulltrúar
eiga sæti, fékk flokkabandalag
Berlusconis, Frjáls þjóð, 46 pró-
sent atkvæða en miðju-vinstri-
bandalagið sem Walter Veltroni fór
fyrir 39 prósent. Vegna þess bón-
uss sem stærstu flokkarnir fá við
úthlutun þingsæta samkvæmt nýju
kosningakerfi tryggir þetta hægri-
flokkunum öruggan meirihluta.
Meðal þess sem styrkti stöðu
þeirra var gott gengi Norðurbanda-
lags Umbertos Bossi, sem með átta
prósent atkvæða fékk meira fylgi
en spáð hafði verið.
Breytingarnar á kosningakerf-
inu valda því ennfremur, að burt-
séð frá Miðjubandalagi kristilegra
demókrata náði enginn annar smá-
flokkur inn á þing, aðrir en þeir
sem voru hluti af stóru flokka-
blokkunum. Kommúnistar og
græningjar í Regnbogasam-
steypunni svonefndu verða utan
þings á þessu kjörtímabili.
Berlusconi veitir ekki af örugg-
um þingmeirihluta til að ná árangri
í að vinna á vandamálum í efna-
hagslífi, stjórnsýslu og velferðar-
kerfi landsins. Hann sagði í gær að
hann hygðist hafa hröð handtök
við að skipa nýja ríkisstjórn. Í
henni muni sitja „fólk sem starfaði
með mér þau fimm ár sem met-
langlíf ríkisstjórn mín sat og sem
þekkir vandamálin og kerfið.“
Meðal fyrstu verka nýju stjórn-
arinnar sagði hann munu verða að
hreinsa til í Napolí, þar sem sorp
hefur hrannast upp á götum vegna
mafíuspillingar í sorphirðu, og að
tryggja að Alitalia verði áfram
ítalskt flugfélag. Það hefur átt í
viðræðum við Air France-KLM.
audunn@frettabladid.is
Berlusconi
til atlögu við
efnahagsvanda
Hægriflokkabandalag Silvios Berlusconi tryggði sér
öruggan meirihluta í báðum deildum Ítalíuþings.
Hann boðar Ítölum erfiða tíma efnahagsumbóta.
BOÐAR SNÖR HANDTÖK Silvio Berlusconi
ávarpar fréttamenn í Róm í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RV
U
N
IQ
U
E
04
08
03
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Rekstrarvörustyrkir RV 2008
RV veitir árlega styrki til félaga og samtaka sem sinna þörfum samfélagsverkefnum og
leggja alúð við umhverfi sitt. Styrkirnir eru í formi vöruúttekta hjá RV sem styrkþegar
geta nýtt vegna reksturs eða til fjáröflunar.
Í ár verða veittir þrír rekstrarvörustyrkir og þurfa umsóknir um þá að berast á netfangið
styrkir@rv.is fyrir 18. maí nk.
Í umsókn skal gerð grein fyrir þeim félögum sem sækja um styrk og verkefnum sem njóta
eiga góðs af styrkveitingu.
Tilkynnt verður um val á styrkþegum þann 5. júní nk. á heimasíðu fyrirtækisins.
RV er sérhæft dreifingarfyritæki sem
sinnir þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir
almennar rekstrar og hreinlætisvörur.
RV leggur sérstaka áherslu á heildarlausn
hreinlætis- og öryggismála, svo
og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og
einstaklinga. Fyrirtækið var stofnað
18.maí 1982. RV á og rekur RV Unique
rengøringssystemer í Rödekro á
Suður-Jótlandi. RV Unique þjónar
viðskiptavinum í Danmörku og
Norður-Þýskalandi.
Nánari upplýsingar
á heimasíðu RV: www.rv.is
Sparakstur með Volkswagen
7
Das Auto.
Skildu tengdó
eftir heima!
Tengdamömmubox og skíðagrindur á þaki bifreiða auka loftmót-
stöðuna og þar með eldsneytiseyðsluna meira en þig grunar. Þess
vegna er best að skilja tengdó sem oftast eftir heima.
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Skráðu þig á námskeið í sparakstri á volkswagen.is.
Aðgangur ókeypis, takmarkaður fjöldi sæta í boði!
Skráðu þig núna!
Lau. 19. apríl,
kl. 10:00
Sun. 27. apríl
, kl. 10:00
Lau. 3. maí, k
l. 10:00
Lau. 10. maí,
kl. 10:00
Námskeiðin e
ru haldin
í HEKLU við L
augaveg.
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið