Fréttablaðið - 16.04.2008, Page 16

Fréttablaðið - 16.04.2008, Page 16
16 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ólympíuleikarnir hófust í París mánudaginn 7. apríl, vasklega var keppt og mörg met voru sett. Þótt keppnisgreinarnar væru að vísu ekki þær sömu og verða í Peking í sumar þegar leikunum verður þar haldið áfram, er hætt við að sá árangur sem náðist í París muni skyggja nokkuð á það sem fara mun fram í höfuðstað Miðríkisins, hvað sem það verður. Það er erfitt að vega og dæma öll þau frækilegu afrek sem unnin voru þennan dag og raða þeim niður enda virðist engin metaskrá hafa verið birt, a.m.k. ekki enn sem komið er. Þó er óhætt að fullyrða að gullverðlaun í hindrunarhlaupi fékk það fíleflda lið sem bar Ólympíukyndilinn tuttugu og átta km fram og aftur gegnum París. Hlaupið hófst við Eiffel- turninn, þar sem einhverjir gárungar höfðu sett upp stóran borða með merki Ólympíuleik- anna, hringunum fimm, umbreytt- um í handjárn, og lagði fyrsti hlauparinn af stað kl. hálf eitt, að hátíðaræðunni lokinni. Hann var kominn heila sex metra, þegar formaður „græningja“ í borgar- stjórn Parísar reyndi að hrifsa kyndilinn úr höndum hans. En hann sleppti ekki takinu, og fimm menn drógu græningjann burt. Korteri síðar, við Tokyo-höll, geystist fram kona ein, varafor- maður „græningja“ í héraðsstjórn Parísarhéraðsins, og réðst á kyndilinn með slökkvitæki að vopni. Hún einnig var dregin burtu, en kyndilberinn sá þann kost vænstan að leita skjóls í strætisvagni sem til þess var ætlaður. Hálftíma síðar sté hlauparinn út úr vagninum, en varð að hörfa þangað aftur, þegar lögreglumenn handsömuðu fimmtuga konu sem virtist til alls vís, hrintu henni og drógu hana á braut. Haldið var upp á Stjörnurtorg og þaðan hljóp kyndilberinn hetjulega niður Ódáinsvelli, en á leiðinni var margsinnis reynt að slökkva á kyndlinum með því að sprauta vatni og alls kyns vökvum öðrum. Utan í einu íbúðarhúsinu var aftur breiddur borði með Ólympíu- merkinu umbreyttu. Við Tuileries- garðinn, í grennd við Louvre, var í annað sinn reynt að ráðast á kyndilinn með slökkvitæki, og þá leitaði kyndilberinn skjóls í strætisvagni. Þegar komið var að ráðhúsi Parísar opnaðist gluggi á annarri hæð, og þar birtust tvær hendur sem veifuðu fána Tíbets. Þá töldu menn að komið væri fullnóg af hindrunum, einhverri athöfn við ráðhúsið var aflýst í skyndi, og kínverski sendiherrann sem var eins konar siðameistari í prósessíunni ákvað að nú skyldi haldið beint til áfangastaðar, á íþróttavellinum í Charlety, án þess að frekar yrði stoppað. Þangað kom kyndillinn klukku- tíma á eftir áætlun og var þá í strætisvagni eins og oftlega á leiðinni; sögðu sumir að á honum hefði slokknað fimm sinnum. Í lokin var loginn geymdur undir gleri eins og í námumannalampa. Kínverski sendiherrann hélt ræðu yfir hausamótunum á tvö hundruð sálum í Charlety og talaði um Coubertin, bræðralag og kyndil- inn sem brann. Haglél tók að lemja Parísarborg. Gullverðlaun í klifri fékk tvímælalaust sá fullhugi sem las sig upp framhliðina á Vorrar Frúar kirkju að utan í skjóli nætur og hafði ekki annan búnað en svefnpoka. Þegar komið var upp í annan turninn lagðist hann fyrir í svefnpokanum og sofnaði þar svefni hinna réttlátu. En hann vaknaði reiðubúinn til dáða þegar prósessían með kyndilinn kom að kirkjunni og breiddi þá út heljarstóran borða sem hékk niður meðfram framhliðinni. Á honum gat að líta sömu útgáfu af Ólympíumerkinu og menn höfðu þá þegar séð á Eiffel-turninum og á Ódáinsvöllum. Gullverðlaun í óvæntri mót- mælaaðgerð fengu fjörutíu þingmenn, bæði hægri og vinstri, sem stilltu sér upp í röð á veggnum umhverfis þinghúsið, hver og einn með breiðan borða í frönsku fánalitunum yfir vinstri öxl og hægri mjöðm, en það er merki kjörinna fulltrúa þjóðarinn- ar. Sagt er að einhver þeirra hafi haft á orði að þeir skyldu loka Boulevard Saint-Germain sem var leið prósessíunnar, kannske með götuvígi, en þeir hafi ekki treyst sér í lögguna. „Hvað yrði nú úr okkur ef kínverski herinn kæmi?“ á þá annar þeirra að hafa sagt. Þeir létu sér því nægja að bera risastóran borða með áletruninni „virða ber mannréttindi í Kína“. Um leið og kyndillinn kom að þinghúsinu hófu þingmennirnir upp sína raust allir sem einn og fóru að syngja franska þjóðsöng- inn, sem er, eins og menn vita, baráttusöngur gegn harðstjórum. Bronsverðlaun fyrir barsmíðar fékk lögreglan í París. Þrjú þúsund lögreglumenn voru kallaðir út, gangandi, ríðandi, á vélhjólum og í þyrlum, og gengu þeir vel fram í að hrinda konum, draga þær eftir götunni og berja menn blóðuga, einnig lúbörðu þeir sjónvarpsmann við myndatöku. En einhvern veginn fannst manni lögreglan ekki vera í fullri þjálfun og víst er að henni hefur farið aftur síðan í maí og júní ’68. Því á hún ekki skilið meira en brons. Þetta er vafalaust huggun fyrir Kínverja. Í þessari grein geta þeir heldur en ekki bætt um betur; lögreglan og herinn eru þegar byrjuð að sópa að sér gullinu í Tíbet, og ekki sér fyrir endann á því. Ólympíuleikar EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Hindrunarhlaup UMRÆÐAN Borgarmál Það er ekkert yndislegra en að eignast barn. Níu mánaða meðganga og 9 mánaða fæðingarorlof er tími sem foreldr- ar muna alltaf sem ánægjulegan í lífi sínu. Sumir hafa einstakt tækifæri til vera hjá ungabarni einhverja mánuði í viðbót. Að því loknu taka hins vegar við erfiðir 9 mánuðir þar sem foreldrar leita að og bíða eftir dagvistun. Foreldrar hafa lengi óskað eftir því að þetta bil verði brúað. Ný aðgerðaráætlun sem ber nafnið Borgarbörn var samþykkt í leikskólaráði í síðustu viku, og sýnir tímasettar og raunhæfar aðgerðir að því markmiði að foreldrar reykvískra barna hafi val um dagvistun 2012 að loknu fæðingarorlofi. Á næstu þremur árum verður leikskólaplássum fjölgað í nýjum leikskólum og nýjum deildum bætt við rótgróna leikskóla. Einnig verða í áætluninni nýjungar á borð við ný úrræði í þjónustu dagforeldra, hækkun niður- greiðslna til dagforeldra, þjónustutrygging, ungbarnaskólar, jöfnun niðurgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla, rafræn innritun í leikskóla sem og upplýsingavefur um dagvistunarmöguleika. Þjónustutrygging er tímabundið úrræði fyrir foreldra sem eru á biðlista eftir plássi fyrir barn sitt. Þjónustutrygging stendur foreldrum til boða frá 1. september á þessu ári og er jafn há greiðsla og Reykjavíkur- borg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri, eða 35.000 kr., en fellur niður þegar barn fær boð um vistun í leikskóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk foreldra. Foreldrar sem þiggja þjónustu- tryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta á milli sín greiðslutímabilinu líkt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Þjónustutrygging byggir þannig á hugmyndum um réttlæti og jafnrétti á þann hátt að yfirvöldum ber skylda til að tryggja jafnræði borgaranna og jafnrétti kynja, þannig að reglur um fæðingarorlof foreldra eru nýttar til að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera þeim kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Höfundur er borgarfulltrúi. Borgarbörn ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR S ilvio Berlusconi, hinn skrautlegi „Cavaliere“, snýr aftur til valda. Ítalskir kjósendur ákváðu í kosningunum sem fram fóru á sunnudag og mánudag að gefa honum nýtt tækifæri, eftir að miðju-vinstristjórn Romanos Prodi hafði spilað frá sér vinsældum og trúverðugleika með auknum álögum á almenning og ráðaleysi í mörgum málum sem mest brunnu á fólki, eins og úrbótum í efnahags-, innflytjenda- og sorphirðumálum. Forsætisráðherraefni endurskipulagðs miðju-vinstribandalagsins, Walter Veltroni, tókst ekki að þvo hendur sínar af óvinsældum Prodi-stjórnarinnar og situr uppi með að hafa lotið í lægra haldi fyrir fjölmiðlajöfrinum umdeilda sem kominn er á áttræðisaldur. Berlusconi tekur við erfiðu búi. Höfuðvandamálin sem við er að etja á Ítalíu hafa legið fyrir í mörg ár: ítalska ríkið þarf á víð- tæku umbótaátaki að halda til að færa stofnanir þess, stjórnsýslu og efnahagslíf til nútímalegri og skilvirkari vegar. En hvorki spilling og skipulögð glæpastarfsemi sem flett hefur verið ofan af, né síversnandi efnahagsástand og þaðan af síður heitstreng- ingar stjórnmálamanna hafa dugað til að koma umbótum áleið- is. Það hefur heldur engu breytt að völdin færðust á víxl milli hægri- og vinstriblokkarinnar á síðustu árum; hömlurnar gegn því að umbætur kæmust í framkvæmd hafa reynzt of sterkar. Tvennt varðandi kosningaúrslitin nú gefur þó hóflega ástæðu til bjartsýni. Í fyrsta lagi hefur Berlusconi traustan meirihluta í báðum þingdeildum að baki sér, sem setur hann í mun sterkari stöðu til að koma nauðsynlegum umbótamálum í gegn en fyrri ríkisstjórn var í aðstöðu til að gera. Í öðru lagi virðist Berlusconi gera sér fulla grein fyrir því að nú sé komið að því að efna gefin fyrirheit um umbætur, þótt á þeim sex árum sem hann var for- sætisráðherra hafi alls konar önnur mál – sem gjarnan tengdust hagsmunagæzlu fyrir fyrirtækjasamsteypu hans og persónu- legri glímu forsætisráðherrans við réttarkerfið – flækzt fyrir því að hin fögru fyrirheit kæmust til framkvæmda. Spyrja má hvort maður sem kominn er yfir sjötugt hafi yfir þeirri orku að búa sem þarf til að árangur náist í þessum slag við tregðu umbótaóviljugs kerfisbákns, en á hinn bóginn má vænta þess að einmitt vegna þess að þetta er síðasta tækifæri Berlusconis til að marka spor sín í ítalska stjórnmálasögu vilji hann nýta það til að gera hluti sem hans verður minnzt fyrir. Þýðingarmeiri hluti en óvarkárar yfirlýsingar um menn og málefni sem annars hafa markað mjög orðstír hans til þessa. Fyrstu ummæli Berlusconis í sigurgleðinni að kvöldi kjördags gefa ástæðu til að trúa því að þetta sé einmitt tilfellið. Hann lýsti því strax yfir að erfiðir tímar væru framundan. Ríkisstjórn hans yrði að hrinda sársaukafullum umbótum í framkvæmd. Þá er bara eftir að sjá hvort hann getur staðið við stóru orðin – og treyst á að bandamenn hans sem sjá honum fyrir þingmeirihluta á borð við hinn umdeilda foringja Norðurbandalagsins, Umberto Bossi, bregðist ekki þegar á hólminn er komið. Berlusconi snýr aftur til valda á Ítalíu. Umboð til umbóta AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Þetta er síðasta tækifæri Berlusconis til að marka spor sín í ítalska stjórnmálasögu. Það vill hann nýta til að gera hluti sem hans verður minnzt fyrir. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fátt sameiginlegt Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylking- arinnar, eru bæði ósátt við tillögur Samtaka atvinnulífsins um að íslensk fyrirtæki taki upp evru. Ragnheiður Elín og Mörður eiga annað sameig- inlegt, til dæmis hafa bæði verið aðstoðarmenn fyrrverandi fjármálaráðherra, þeirra Geirs H. Haarde og Ólafs Ragnars Grímssonar. En þá er það um það bil upptalið, það litla sem þau eiga sameiginlegt. Útlagastjórnin Þrettán þingmenn og þrír ráðherrar voru í útlöndum í gær. Það sætir tíðindum að mati Sunn- lendingsins Bjarna Harðarsonar, sem skrifar á heimasíðu sína: „Við Íslendingar höfum nú átt margskonar stjórnir, bæði utanþingsstjórn, þjóð- stjórn, vinstri stjórn, viðreisnarstjórn, nýsköpunarstjórn en aldrei fyrr en nú höfum við átt að hætti stríðshrjáðra landa ÚTLAGASTJÓRN.“ Gleyminn ritstjóri Sigurjón Egilsson ritstjóri heldur því fram á vef Mannlífs að í nýlegu viðtali við blaðið hafi Jón Baldvin Hannibalsson nefnt það „fyrstur manna“ að skipta ætti út stjórnendum Seðlabankans. Nú hafi Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent tekið undir með honum. Þetta er auðvitað þvæla því þessi sjónarmið hafa komið fram margoft og löngu áður en þau hrutu af vörum Jóns Baldvins í Mannlífi. Sem dæmi má nefna að Þorvaldur Gylfason gagnrýndi það mjög þegar Davíð Oddsson var skipaður seðlabankastjóri 2005 og sagði það ganga í berhögg við markmið laga um að auka sjálfstæði Seðlabankans. Hann hefur líka skrifað nokkrar greinar í Fréttablaðið um að skipta verði um seðlabankastjóra. Þetta ætti Sigurjón að vita, hann vann jú á Fréttablaðinu. bergsteinn@frettabladid.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.