Fréttablaðið - 16.04.2008, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 16.04.2008, Qupperneq 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og eigandi gydja.is, fór í stórskemmtilega ferð til Egypta- lands yfir jól og áramót þar sem hún upplifði óvenjulega hluti ásamt fjölskyldu sinni. Sigrún Lilja tók strax eftir því að mikill menningar- legur munur er á Egyptalandi og þeim löndum Evr- ópu sem hún hefur heimsótt. Hún og fjölskylda henn- ar voru í Hurghada í Egyptalandi á hóteli sem heitir Marriott. Þaðan fóru þau í skoðanaferðir til Luxor, Dals konungana og sáu Pýramídana. Einnig fóru þau í stutta siglingu um ána Níl og til Kaíró. „Það var mjög sérstakt að koma til Kaíró og sjá hvað menningarlegi munurinn er mikill. Konurnar voru huldar með slæðum frá toppi til táar og rétt sást í augu þeirra. Í umferðinni sáust menn ríðandi á ösnum og bílarnir voru margir hverjir að hruni komnir. En á ferðamannastöðunum var notast við nýjar rútur og allt í hæsta gæðaflokki, þjónustan alveg framúrskar- andi og allt eins gott og á verður kosið,“ segir Sigrún Lilja. Á flugvellinum í Hurghada lentu Sigrún Lilja og fjölskylda hennar svo í furðulegri lífsreynslu. „Við vorum í rólegheitum að pakka niður og ætluðum að mæta upp á flugvöll tveimur tímum fyrir brottför, eins og venjan er. En þá fréttum við að það þyrfti lág- mark 3-4 tíma uppá flugvelli til að eiga möguleika á því að ná vélinni. Það fór allt í kerfi og við þutum upp á flugvöll og þá tók á móti okkur heldur betur skrítin sjón. Fólk var að troðast hvert ofan á öðru til að reyna að komast inn á flugvöllinn og í gegnum eitt öryggis- hlið sem var fyrir allt þetta fólk. Þegar inn á flugvöll- inn var komið hélt þetta áfram í gegnum hann allan alveg að hliðinu. Flugvöllurinn var allt of lítill og að springa. Við sáum gamalt fólk vera farið að slást til að komast í gegn og ná flugvélinni sinni. Við vorum ekkert með lítinn farangur og það gekk mikið á við að troða okkur í gegnum þvöguna með allar töskurnar. Fólk var orðið vægast sagt pirrað og farið að tapa glórunni hvert af öðru. Aðra eins flugvallarlífs- reynslu hefur maður aldrei vitað um og vorum við gjörsamlega uppgefin þegar að hliðinu var komið og furðulostin eftir þessa reynslu, og þegar nokkrar mínútur voru þangað til vélin átti að fara var okkur tilkynnt að henni væri seinkað,“ lýsir Sigrún sem segist þó ætla að fara aftur einhvern daginn til Egyptalands og það sem allra fyrst. mikael@frettabladid.is Öðruvísi líf í Egyptalandi Mikill hamagangur var á flugvellinum á heimleiðinni sem endaði þó vel. SPARAKSTUR Með réttu aksturslagi má spara nokkrar krónur sem annars hefðu farið í bensín. Auk þess verður mengunin minni. BÍLAR 2 BÍÓ Á SNERTISKJÁ Breytingar á Boeing 757 farþegavélum Icelandair standa nú yfir en í vél- arnar er verið að setja ný sæti og afþreyingarkerfi. FERÐIR 4 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.