Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 21

Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 21
[ ]Fluguhnýtingar eru þolinmæðisverk sem óráðlegt er að ana að. Hafa skal sjúkrakassa og plástur tiltækan því önglarnir eru beittir. Nú þegar aðeins nokkrar vikur eru í að stangveiði hefjist af fullum krafti hér á landi er tímabært að fara að huga að veiðiútbúnaðinum. Mikilvægt er að fara tímanlega yfir veiðigræjurnar, laga það sem þarf að laga eða verða sér úti um nýjar og betri græjur ef á þarf að halda. Mikið er til af alls konar veiði- hjólum og valið getur verið erfitt. Hjá Vesturröst og Veiðihorninu er mikið úrval af veiðihjólum ásamt öðrum veiðivörum fyrir alla áhugamenn um stangveiði. mikael@frettabladid.is Veiðitímabilið á næsta leiti Veiðihjól frá Tibor Gulfstream eru ein sterkustu fluguhjólin sem fáanleg eru. Bremsan þykir afar öflug og hentar hjólið bæði vel fyrir stórlaxa og þá sem hafa reynslu á því sviði. Tibor Gulfstream kosta frá 69.900 til 79.000 krónur í Vesturröst. Veiðihjól frá TFO í Banda- ríkjunum. Hjólið er fislétt og sterkt. Hjólið er úr málmi og aukaspóla fylgir í tveimur stærðum. Þetta hjól hefur notið mikilla vinsælda og kost- ar 6.900 krónur í Vesturröst. Veiðihjól frá Orvis, Battenkill large arbour er nýtt diskabremsuhjól. Hjólið er létt og fæst í fimm stærðum, allt frá línu eitt og tvö upp í línu tólf. Orvis fluguhjólin eru ein mest seldu fluguhjól í heiminum í dag. Þetta hjól kostar á bil- inu 24.900 til 31.900 krónur í Vesturröst. Scierra EDP fluguhjól er afar vandað veiðihjól úr hágæða áli. Hjólið hefur góða diskabremsu með jöfnu átaki og er fáan- legt í tveimur stærðum. Hjólið er fyrir línur númer fimm og sex og einnig sjö og átta. Sci- erra EDP kostar 11.995 krónur hjá Veiðihorninu. Scierra IC3 er fyrir fluguveiði og er úr hágæða áli. Hjólinu fylgja fjórar spólur og er þeim haganlega fyrirkomið í í hjólatösku sem fylgir. Scierra er svokallað „large arbour” veiðihjól, spólurnar eru breiðar sem gerir það að verkum að bremsuátakið verður jafnara. Hjólið hefur góða diskabremsu og er fáanlegt í tveimur stærðum. Hjólið kostar nú 10.595 krónur hjá Veiðihorninu. Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum nota Jahti Jakt fatnað með góðum árangri. Icefi n Noatuni 17 • S. 5343177 • Skoðið úrvalið á www.icefi n.is Premium veiði og útivistarfatnaður frá fi nnska framleiðandanum Jahti Jakt. Hentar vel við Íslenskar aðstæður -Premium Jahti Jakt Innifalið: Vatnsheldur öndunarjakki og buxur, ullarpeysa, microfl ís nærföt, fl ísmillilag, fl ónelskyrta, derhúfa, axlabönd, öryggisvesti, fl ugnanet, sætisáklæði á bíslstjórasætið. Allur pakkinn kr 35900 Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar? Okuma Epix Pro er smíðað úr léttu og sterku efni. Kramið er úr málmi og hefur mjúka og vandaða bremsu. Í hjólinu er aukaspóla og fæst það í þremur stærðum. Hjólið hefur fimm ára ábyrgð og kostar 8.995 krónur hjá Veiði- horn- inu. Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.