Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 26

Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 26
18 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR ELLEN BARKIN KVIKMYNDA- LEIKKONA ER 54 ÁRA. „Leiklist snýst um að opin- bera öll sín leyndarmál.“ Kyntáknið Ellen Barkin hefur leikið í myndunum Sea of Love og The Big Easy. timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar og sonur, Björn Kristjánsson kjötiðnaðarmaður, Skúlabraut 45, Blönduósi, andaðist sunnudaginn 13. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Ásgeir Már Björnsson, Eyþór Björnsson Erla Hafliðadóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Arngrímsson kennari, Kópavogsbraut 51, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.00. Áslaug Jóelsdóttir Guðný Sverrisdóttir Margrét Sverrisdóttir Guðmundur H. Friðgeirsson Guðrún Vigdís Sverrisdóttir Trausti Aðalsteinn Egilsson Jóel Sverrisson Guðfinna Guðnadóttir Sveinn Áki Sverrisson Ragnhildur Pála Tómasdóttir Arngrímur Sverrisson Steinþóra Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís Gróa Jónsdóttir Melteig 22, Keflavík, verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudag- inn 22. apríl kl. 13.00. Emil Ágústsson Ingileif Emilsdóttir Snorri Eyjólfsson Anna María Emilsdóttir Árni Hannesson Ægir Emilsson Sóley Ragnarsdóttir Sigríður Þórunn Emilsdóttir Valdimar Ágúst Emilsson Ágústa Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Magni Magnússon framkvæmdastjóri, til heimilis á Stekkjarflöt 21, Garðabæ, andaðist þriðjudaginn 8. apríl á líknardeild Landspítalans á Landakoti. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Minningarkort fást hjá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. S. 525 5280. Netfang: hildurfr@hi.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Kristinn Valdimarsson áður til heimilis að Brekkustíg 16, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 13. apríl. Útförin verður auglýst síðar. María Karlsdóttir Þórhallur Guðmundsson Valdimar Karlsson Björg Björgvinsdóttir Kolbrún Karlsdóttir Ásgeir N. Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og kærrar vinkonu, Sigurjónu Sigurjónsdóttur Hólavangi 9, Hellu, áður Smáratúni, Þykkvabæ. Guð blessi ykkur öll. Heimir, Friðsemd, Sighvatur, Kristborg, Linda, Bryndís og fjölskyldur. Pálmi Viðar Samúelsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, og langalangamma, Hulda Guðjónsdóttir frá Bæ í Lóni, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 13. apríl. Útför fer fram þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00 frá Bústaðakirkju. Erla Sigfúsdóttir Geir Sigurðsson Kristín Sæmundsdóttir Þórður Þórðarson Þórarinn Sæmundsson Brynja Benediktsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Antonsson Tumabrekku, sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks aðfara- nótt föstudags 11. apríl, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Hartmannsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Sigurlaug Reynisdóttir Melavegi 1a, Njarðvík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugardaginn 12. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 18. apríl kl. 14.00. Sturla Eðvarðsson Erla María Sturludóttir Jónas Guðni Sævarsson Svava Rún Sturludóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Kristín Marteinsdóttir Hafraholti 30, Ísafirði, sem lést 5. apríl, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann sama dag kl. 16.30. Svanbjörn Tryggvason Brynjar Svanbjörnsson Bára Berg Sævarsdóttir Marteinn Svanbjörnsson Elín Hólm Tryggvi Svanbjörnsson Aron Svanbjörnsson barnabörn, systkini og fjölskyldur. 50 ára! Óskar Thorarensen tónlistarmaður er fi mmtugur í dag. Af því tilefni verður gripið til heljarinnar veislu á Barnum (gamli 22) á 2. hæð, fögnuðurinn byrjar kl. 21.00 og eru allir velkomnir. Safndiskurinn Extreme Chill vol. 3 kemur út sama dag og verður hann ókeypis á meðan birgðir endast.... Nú stendur sem hæst samkeppni um nafn á nýrri menn- ingar- og tómstundamiðstöð fyrir ungt fólk í Kópavogi. Síðustu forvöð til að skila inn tillögum til fræðslu-, tóm- stunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar eru 18. apríl næstkomandi. Veglegum verðlaunum er heitið fyrir bestu tillöguna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ nýverið. Stefnt er að því að opna ungmennahúsið á Kópavogsdög- um eða 3. maí næstkomandi. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað að ráðast í byggingu húss fyrir menningar- og tómstunda- starf ungs fólks í tilefni af fimmtíu ára afmæli Kópavogs- bæjar vorið 2005. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustung- una að húsinu um haustið sama ár. Menningar- og tóm- stundamiðstöð ungs fólks í Kópavogi verður rekin á þriðju hæð hússins, sem er risið við Hábraut við rætur Borgar- holtsins, gegnt öðrum menningarstofnunum bæjarins. Með stofnun miðstöðvarinnar er ungu fólki 16 ára og eldra boðin vímulaus félags- og tómstundaaðstaða sem verður sérsniðin að þeirra óskum og þörfum. Aðstaðan býður upp á ýmsa möguleika og þar má nefna að ungt fólk getur komið menningu sinni og listum á fram- færi með tónleikahaldi, sýningum eða öðrum gjörningum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður veitt ráðgjöf í samstarfi við fagaðila og samtök fyrir þá sem þess óska. Síðast en ekki síst er húsið hugsað sem samkomustaður þar sem rekið verður kaffihús, aðgangur verður að Inter- netinu og aðstaða fyrir fjölbreytta tómstundaiðkun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Allar nánari upplýsingar um menningar- og tómstunda- miðstöðina og nafnasamkeppnina veitir Andri Þór Lefe- ver, forstöðumaður ungmennahússins, í síma 840-2609. Einnig má sjá góðar upplýsingar á heimasíðu Kópavogs- bæjar, www.kopavogur.is Samkeppni um nafn á ungmennahúsi VEGLEG VERÐLAUN Nú eru síðustu forvöð að skila inn tillögum að nafni á nýrri menningar- og tómstundamiðstöð fyrir ungt fólk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.