Fréttablaðið - 16.04.2008, Page 30
22 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
> MÖGNUÐ MYNDBÖND
Britney Spears ku áforma að gera
myndbandsdagbók sína aðgengilega
fyrir almenning. Síðustu sex mánuði
hefur söngkonan haldið slíka dag-
bók, þar sem hún hefur talað um
allt það sem hefur gengið á í
lífi hennar fyrir framan upp-
tökuvél, en eins og flestir
vita hefur engin lognmolla
verið í kringum söngkonuna
upp á síðkastið.
Hjá Senu er verið
að klára að setja
saman 5 diska safn-
kassann „100 Euro-
visionlög“ og er
áætlaður útgáfu-
dagur 5. maí. Plat-
an er hluti af 100
laga safnplöturöð-
inni sem selst hefur
eins og funheitar
lummur síðustu
árin. Á plötu 1 og 2
eru erlend sigur-
lög, á plötu 4 eru
íslensku vinnings-
lögin og á plötu 5 eru önnur íslensk lög úr undankeppnum sem náð
hafa vinsældum. Ekki er um tæmandi útgáfu af sigurlögum keppn-
innar að ræða, enda 52 sigurlög til, en aðeins eru 39 í kassanum. Fáir
Íslendingar þekkja öll sigurlögin en þekkja þess betur ýmis lög sem
lentu neðar. Á plötu 3 er þessum lögum safnað saman. Þar verða til
dæmis Congratulations með Cliff, Volare með Domenico Modugno,
In My Dreams með Wig Wam og Le Dernier Qui A Parle með frönsku
gyðjunni Aminu. Eftir mikla leit náðist í síðustu viku samband við
höfund lagsins Shir ha’batlanim, sem hefur notið óvenju mikilla vin-
sælda á Íslandi undir heitinu „Hoopa Hulle Hulle“. Lagið varð í 8.
sæti fyrir Ísrael árið 1987 og telst ekki til þekktari laga keppninnar
þrátt fyrir vinsældirnar hér. Lagahöfundurinn hafði samband við
gríndúettinn Datner og Kushnir, eða Lazy Bums eins og þeir kölluðu
sig, og voru þeir yfir sig hrifnir að heyra um vinsældir lagsins hér og
yfir því að fá að vera með á safnplötunni.
Flytjendur Hoopa
Hulle í skýjunum
37 DAGAR TIL STEFNU
GLEYMDIR ALLS STAÐ-
AR NEMA Á ÍSLANDI
Hoopa Hulle Hulle lifir!
Nú eru aðeins tveir söngv-
arar eftir í Bandinu hans
Bubba. Þeir berjast til
síðasta raddbands á föstu-
daginn, einn fær millurnar
þrjár, útgáfusamninginn og
söngvarastöðuna í Bandinu,
en hinn fær ekki neitt.
Fúlt. Hverjir eru svo þessir
strákar?
EYÞÓR:
Mesta rokkið að vera maður
sjálfur
Ég fattaði fyrst að ég gæti sungið
þegar... „ég byrjaði að tala. Ætli ég
hafi ekki verið sex ára þegar ég
sönglaði hin og þessi lög og meðal
annars Elvis Presley á mjög slakri
íslensku.“
Þegar ég var lítill var ég aðdá-
andi... „Elvis Presley og Ladda. Ég
hreinlega sá ekkert annað. Sönglaði
lög með snillingunum til skiptis.
Svo var til spóla heima með Heilsu-
bælinu í Gervahverfi og það fannst
mér og finnst enn eitthvað það
besta sem hefur sést í íslensku
sjónvarpi.“
Mín helsta fyrirmynd er... „Thom
Yorke og Jeff Buckley.“
Það rokkaðasta sem ég hef gert...
„er að vera ég sjálfur.“
Þrjár bestu hljómsveitir í heimi
eru... „Led Zeppelin, Bítlarnir og
Radiohead.“
Besta íslenska hljómsveitin í dag
er tvímælalaust... „Mugison.“
Ef ég mætti syngja dúett með
hverjum sem er, lífs eða liðnum,
syngi ég með... „David Bowie,
vegna þess að hann er einhver sá
eitursvalasti.“
Þótt mér væri borgað fyrir það
færi ég aldrei á tónleika með...
„það er ýmislegt sem mér þykir
afar slæmt en fyrsta hljómsveitin
sem mér dettur í hug er Linkin
Park.“
Ef ég vinn... „verð ég hress, kátur
og held bara áfram að reyna að
sanna mig sem sjálfstæður tónlist-
armaður.“
Ef ég tapa... „held ég bara áfram
að semja tónlist, koma henni á
framfæri og hreinlega rokka fram
á níræðisaldur.“
ARNAR:
Stagedive-ið um síðustu
helgi var mesta rokkið
Ég fattaði fyrst að ég gæti sung-
ið... „fyrir alvöru þegar ég reyndi
að syngja erfið lög sem er ekkert
fyrir alla að syngja, háu tónana í
perlulögum með Queen, Deep Pur-
ple og Zeppelin, til dæmis.
Og maður bara, heyrðu nú mig, get
ég þetta? Haha, þannig byrjaði
þetta nú allt saman... svo fór maður
bara að æfa sig og syngja á fullu.“
Þegar ég var lítill var ég aðdá-
andi... Rokklinganna, en þegar
Synir stuðningsfullt
J. K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, bar vitni fyrir
rétti í New York á mánudag vegna máls sem hún höfðaði á
hendur útgáfufyrirtækinu RDR Books til að reyna að koma í
veg fyrir útgáfu Harry Potter-alfræðibókar. Bókin verður í
raun einungis prentútgáfa af heimasíðu Steven Vander Ark, en
Rowling telur útgáfu hennar vera brot á höfundarrétti. Hún
segir bókina vera lítið annað en umritun á hennar eigin efni,
og sagði dómara að svo mikið af hennar eigin skrifum væri
notað þar að það jafngilti ritstuldi. „Þessi bók er stuldur á
sautján ára langri erfiðisvinnu minni,“ sagði Rowling.
Hún sagði einnig að hún hefði nýverið hafist handa við að
gera sína eigin alfræðibók, og áformaði að gefa ágóða af sölu
hennar til góðgerðarmála. Hún segir að verði bók Vander Ark
gefin út sé hún alls ekki sannfærð um að hún gæti lokið verki
sínu, og að hún haldi þar að auki að sú útgáfa myndi verða þess
valdandi að ýmis konar og misgáfulegar vörur tengdar Harry
Potter myndu flæða inn á markaðinn.
Lögmaður RDR Books vill meina að alfræðibókin falli undir
lög varðandi uppsláttarrit og væri þannig ekki brotleg
gagnvart höfundarrétti.
J. K. Rowling í vitnastúkuna
SEGIR ALFRÆÐIBÓK RITSTULD J. K. Rowling bar vitni fyrir rétti í New York
á mánudag, vegna máls sem hún höfðaði á hendur RDR Books, sem
hyggur á útgáfu alfræðibókar um Harry Potter. NORDICPHOTOS/GETTY
Eyþór Ingi Gunnlaugsson verður nítján ára í maí.
Hann er fæddur og uppalinn á Dalvík þar sem
hann býr ennþá, nema þessa dagana býr hann
á Hótel Loftleiðum. Hann á tvær yngri systur,
mamma hans er í skóla en vann áður sem
stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Pabbi hans
er sjómaður og gerir út trilluna Toni EA.
Eyþór segist ekki vera góður námsmaður
og hætti námi í VMA. Hann segist sjá
sig sem tónlistarmann í framtíð-
inni, frekar en söngvara – finnst
„tónlistarmaður“ virðulegra og
ná betur utan um það sem
hann vill gera. Hann hefur
líka áhuga á leiklist og
reynir kannski einhvern
tímann að komast
inn í Leiklistarskól-
ann. Hann hefur
tekið að sér „lítil og
plebbaleg“ hlut-
verk hjá Leikfélagi
Akureyrar og leikið
ýmis hlutverk hjá
Leikfélagi Dalvíkur.
Eyþór er lagahöf-
undur og hefur verið í
bílskúrsbandi á Dalvík.
Það kallaði sig fyrst The
Mashed Bananas, þá
Engima, en endaði sem
The Turn-offs, sem þótti
nógu hallærislegt til að vera
töff. Bandið er í pásu enda
orðið „fast í sama grautn-
um“ að mati Eyþórs. Eyþór
sigraði í Söngkeppni fram-
haldsskólanna í fyrra þegar
hann söng Deep Purple-
lagið Perfect Stranger.