Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 34
26 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Það er óhætt að segja
að það ríki gríðarleg spenna fyrir
oddaleik Keflavíkur og ÍR sem fer
fram í Sláturhúsinu í kvöld. ÍR
vann fyrstu tvo leikina en Kefla-
vík hefur komið til baka með sigr-
um í síðustu tveimur leikjum. Það
er því allt undir í kvöld og ljóst að
barist verður til síðasta blóð-
dropa.
Hinn öflugi og yfirlýsingaglaði
ÍR-ingur, Hreggviður Magnússon,
hefur engan veginn fundið sig í
síðustu tveimur leikjum eftir að
Gunnar Einarsson var settur á
hann. Gunnar hefur hreinlega
tekið Hreggvið í nefið.
„Keflvíkingar hafa verið mjög
harðir í síðustu leikjum. Þeir tóku
einn aðalmann sinn, Tommy John-
son, út úr liðinu og setja í staðinn
mann sem hefur ekki byrjað lengi.
Hans hlutverk á vellinum er mjög
augljóst og hefur tekist vel. Við
höfum ekki mætt þessari hörku
með hörku á móti,“ sagði Hregg-
viður en hann vitnar þarna í fyrr-
nefndan Gunnar. Hreggviður vildi
ekki svara því hvort Gunnar væri
hreinlega að spila óheiðarlega.
Lofar ÍR-sigri
„Við verðum bara að bíta frá okkur
núna og láta hart mæta hörðu. Ég
mun svara fyrir mig í þessum
oddaleik og ætla mér að sigra.
Liðið verður að mæta einbeitt og
ég þarf að vera leiðandi afl í lið-
inu, ólíkt síðustu leikjum. Ég mun
sýna mitt rétta andlit og hjartað
verður skilið eftir á vellinum,“
sagði Hreggviður en getur hann
lofað sigri?
„Ég ætla að gera allt til þess að
við vinnum. Já, ég ætla að lofa
sigri. ÍR-blaðran er alls ekki
sprungin. Ég tel okkur vera með
betra lið. Ef við stillum upp maður
á móti manni þá erum við með
yfirburði,“ sagði Hreggviður kok-
hraustur.
Fréttablaðið bar ummæli Hregg-
viðs undir Gunnar. „Hann er eigin-
lega horfinn greyið, og ekki skor-
að þegar það skiptir máli. Ég er
með það hlutverk að stýra vörn-
inni og mér hefur gengið vel með
Hreggvið. Ég er búinn að vera
lengi í þessu og ég kann þetta,“
sagði Gunnar, en er hann að spila
óheiðarlega?
„Alls ekki. Ég er bara fastur
fyrir og í toppformi. Ég er alls
ekki óheiðarlegur. Ef svo væri
hefðu myndavélar náð því. Ég
stend ekki í neinu slíku.“
Magnús Gunnarsson, fyrirliði
Keflavíkur, segir sitt lið hafa þurft
tvö töp til að hreinlega vakna.
„Við þurftum greinilega spark í
afturendann. Við töldum okkur
vera það góða að við værum ósigr-
andi. Annað kom á daginn og því
þurftum við að breyta ýmsu, eins
og hugarfarinu. Við ákváðum að
spila eins og við værum bestir í
stað þess að hugsa það bara,“ sagði
Magnús, en hann segir liðið ekki
hafa tekið krísufund og að ekkert
sé hæft í orðrómi um slæman
móral í hópnum.
ÍR-ingar röfla í dómurunum þegar
þeir tapa
„Það er aldrei krísa í Keflavík.
Þegar illa gengur verða menn
samt pirraðir en mórallinn er samt
frábær hjá okkur. Það vita þeir
sem umgangast klefann hjá
okkur,“ sagði Magnús en hvernig
finnst honum að spila gegn ÍR-
ingum. „Þeir eru helvíti góðir með
sig þegar þeir vinna en þegar þeir
tapa röfla þeir bara í dómurun-
um,“ sagði Magnús sem hefur
fengið nokkrar glósur úr stúkunni,
en hann segir þær hafa góð áhrif á
sig.
„Það koma alltaf kyndingar úr
stúkunni. Það væri ekkert gaman
að þessu án þeirra. Ég tek kynd-
ingum fagnandi og peppast við
þær. Það verður vonandi baulað
sem mest á mig. Ef ÍR-ingar vilja
tapa leiknum þá skulu þeir endi-
lega gera það,“ sagði Magnús að
lokum. henry@frettabladid.is
Það verður stríð í Sláturhúsinu
Lokaorrustan í stríði Keflavíkur og ÍR verður háð í Sláturhúsinu í kvöld. Nú þegar hefur mikið gengið á og
allt verður lagt undir í kvöld. Gunnar Einarsson hefur tekið Hreggvið Magnússon í bakaríið í síðustu leikj-
um en Hreggviður lofar sigri í kvöld. Fyrirliði Keflavíkur auglýsir eftir því að baulað verði á sig.
RIMMA KVÖLDSINS Augu margra verða á þeim Gunnari Einarssyni og Hreggviði
Magnús syni í kvöld. Gunnar hefur pakkað Hreggviði saman í síðustu tveimur leikjum,
og munar um minna fyrir ÍR. Hreggviður mun svara í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM & STEFÁN
> Ragnar aftur til Dunkerque
Handknattleikskappinn Ragnar Óskarsson er búinn að
ganga frá þriggja ára samningi við sitt gamla félag, Dun-
kerque í Frakklandi. Ragnar gekk í raðir Nimes fyrir núver-
andi tímabil en vildi komast þaðan þar sem félaginu
gekk illa að standa við gerðan samning og til að mynda
komu laun oftar en ekki seint. Ragnar sagði við Frétta-
blaðið að hann væri mjög kátur með þessa
lendingu, hann vissi að hverju hann
gengi hjá félaginu og þar stæðu menn
við sitt. Ekki skemmdi heldur fyrir að í
Dunkerque byggi tengdafjölskylda hans.
Ragnar er annars meiddur en hann sleit
krossband í lok síðasta árs og spilar
ekki aftur fyrr en eftir sumarið.
Guðmundur E. Stephensen varð í fyrrakvöld Svíþjóðarmeistari í
borðtennis annað árið í röð þegar hann og félagar hans í Eslöv unnu
Halmstad 5-2, og þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu. Guðmundur vann
alla 8 leiki sína í úrslitakeppninni og 19 af 20 leikjum sínum á tíma-
bilinu. Hann gerði því betur en í fyrra þegar hann vann 8 af 9 leikjum
sínum í úrslitakeppninni og 24 af 31 leik á tímabilinu.
„Það eru allir voðalega ánægðir með mann. Ég vann alla leikina,
sem er mjög gott, enda ekki hægt að gera betur. Þetta var mjög
gaman, ekki síst þar sem ég tók síðasta boltann sem vann titilinn.
Félagið er að verða hundrað ára í maí og af því tilefni var rosalega
flott partý í gær,” sagði Guðmundur E. Stephensen.
„Við erum með mjög sterkt lið í Svíþjóð og erum eiginlega með
yfirburðalið. Þetta kom því alls ekki á óvart en það þarf samt að
vinna. Þetta var samt erfiðara en ég bjóst við þótt ég hafi ekki
tapað leik, og þetta voru allt hörkuleikir,” segir Guðmundur, sem
hefur ekki búið í Svíþjóð í vetur heldur flogið í leikina. „Það hefur
gengið vonum framar hjá mér í vetur. Ég ákvað að flytja heim og
bjó heima á Íslandi, sem hefur gengið ótrúlega vel þó ég sé að æfa
aðeins minna og á móti slakari spilurum. Þetta var samt allt annar
vetur en í fyrra. Það tekur aðeins á að vera á þessu flakki, en maður
er orðinn vanur því að ferðast mikið og ég get alveg sagt að ég þekki
flugvöllinn á Kapstrup orðið ágætlega,” segir Guðmundur, sem er
ekki búinn að ákveða hvað hann gerir í framhaldinu. „Ég er bara á
leiðinni heim í kvöld (gærkvöld) og svo á ég eftir að ákveða með
framtíðina, hvort ég haldi áfram hérna í Svíþjóð eða fari til Þýska-
lands, Spánar eða hvert sem er. Ég er ekki búinn að loka neinum
dyrum því ég ætlaði að byrja á því að vinna
gullið og taka svo ákvörðunina eftir það,”
segir Guðmundur, sem var að klára sitt
fjórða tímabil í Svíþjóð.
Hann vann fyrst tvö
silfur með Malmö en
hefur nú verið Svíþjóð-
armeistari tvö ár í röð.
„Ég er ennþá ungur í
þessari íþrótt og þetta er rétt
að byrja,” sagði Guðmundur að
lokum, aðspurður um framtíðina.
GUÐMUNDUR E. STEPHENSEN SÆNSKUR MEISTARI MEÐ ESLÖV: VANN ALLA LEIKINA SÍNA Í ÚRSLITAKEPPNINNI
Mjög gaman að taka boltann sem vann titilinn
Stig frá bekk
Fyrsti og annar leikur ÍR +7
ÍR 53
Keflavík 46
Þriðji og fjórði leikur Keflavík +91
Keflavík 115
ÍR 24
Skotnýting frá bekk
Fyrsti og annar leikur ÍR +5,7%
ÍR 47,4%
Keflavík 41,7%
Þriðji og fjórði leikur Keflav. +38%
Keflavík 59,4%
ÍR 21,4%
MUNURINN Á BEKKNUM
Stig skoruð í leik
Fyrsti og annar leikur 15,0
Þriðji og fjórði leikur 8,5
Skotnýting utan af velli
Fyrsti og annar leikur 62,5%
Þriðji og fjórði leikur 40,0%
Víti fengin í leik
Fyrsti og annar leikur 6,0
Þriðji og fjórði leikur 3,0
Stig í fyrri hálfleik
Fyrsti og annar leikur 13
Þriðji og fjórði leikur 3
MUNURINN Á HREGGVIÐI
KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson,
fyrirliði Snæfellinga, átti frábært
undanúrslitaeinvígi gegn
Grindavík.
Hlynur var með 15,8 stig, 16,3
fráköst, 3,8 stoðsendingar og 3,0
varin skot að meðaltali. Hann
nýtti 65 prósent skota sinna og
státaði af framlagi upp á 32,0 stig
sem var 6,0 stigum hærra en
næsthæsti leikmaður einvígisins
sem var Adama Darboe hjá
Grindavík. Hlynur tók alls 37
fráköst í fjórum leikjum eða 37
fleiri en Jamaal Williams sem
kom næstur. - óój
FRAMLAG Í EINVÍGINU:
1. Hlynur Bæringsson, Snæfelli 32,0
2. Adama Darboe, Grindavík 26,0
3. Jamaal Williams, Grindavík 20,3
4. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli 18,3
Hlynur Bæringsson, Snæfelli:
37 fleiri fráköst
en næsti maður
DUGLEGUR Hlynur Bæringsson tók 65
fráköst í einvíginu á móti Grindavík þar
af 24 þeirra í sókn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Brasilíska knattspyrnu-
kempan Romario hefur nú form-
lega tilkynnt að hafa lagt skóna á
hilluna eftir að hafa verið frá
keppni síðan í nóvember.
„Tíminn er búinn hjá mér og ég
get nú sagt að ég sé formlega
hættur. Þetta hefur verið frábær
tími en ég ræð ekki lengur við
þetta og er búinn að bæta á mig
fjórum til fimm kílóum síðan í
nóvember,“ sagði hinn 42 ára
gamli Romario sem var þekktur
fyrir að leiðast æfingar og vildi
bara spila leikina.
„Það er engin eftirsjá í þessari
ákvörðun og ég mun sannarlega
ekki sjá eftir því að þurfa að fara
á æfingar og fara í keppnisferðir
og dvelja á liðshótelum,“ sagði
Romario.
Hann byrjaði feril sinn hjá
Vasco de Gama í Brasilíu og gerði
svo garðinn frægan hjá PSV
Eindhoven, Barcelona og Valencia
áður en hann sneri aftur til
Brasilíu þar sem hann lék lengi.
Romario var valinn besti leik-
maður heims af Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu, FIFA, eftir
að hann varð heimsmeistari með
Brasilíu árið 1994 en hann skor-
aði alls 56 mörk í 73 landsleikjum
fyrir Brasilíu.
Romario heldur því fram að
hann hafi skorað yfir 1000 mörk
á ferlinum og þegar hann skoraði
hið meinta mark númer eitt þús-
und í maí árið 2007 fóru ýmsir
fjölmiðlar að grennslast fyrir um
málið. Í framhaldinu var Romar-
io sakaður um að telja með mörk
úr yngri flokkum og æfingaleikj-
um en engin eiginleg niðurstaða
fékkst í málið. - óþ
Brasilíska goðsögnin Romario er búin að leggja skóna á hilluna góðu:
Búinn að vera frábær tími
MARKAHRÓKUR Romario
segist hafa skorað yfir
1.000 mörk á ferli sínum.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Rio Ferdinand hefur
samþykkt nýjan fimm ára
samning við Man. Utd.
Samkvæmt heimildum The
Daily Express er Rio búinn að
samþykkja framlenginguna en
einungis á eftir að skrifa undir
samninginn. Núverandi samning-
ur hans við félagið átti að renna
út eftir tvö ár. - óþ
Góð tíðindi fyrir Man. Utd:
Rio framlengir