Tíminn - 26.01.1982, Qupperneq 8
a
Þriðjudagur 26. janúar 1982.
ffmiim
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn
Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur
Gislason. Skrifstofustjbri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrói: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnósson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulssbn. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason,
Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín
Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Agóstsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins-
dóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsinaasimi: 1,8300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu
6.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprenthf.
T ryggingamál
landbúnaðarins
■ í itarlegu yfirliti um þróun landbúnaðar á
siðastliðnu ári, sem Jónas Jónsson, búnaðar-
málastjóri, flutti fyrir skömmu og birt var i
Timanum, var m.a. fjaöað um tryggingarmál
landbúnaðarins og erfiða stöðu Bjargráðasjóðs.
Búnaðarmálastjóri vakti athygli á þvi, að
Bjargráðasjóður hefði þurft að taka stórfelld lán
vegna harðindanna árið 1979, og siðan að bæta
verulega við skuldabyrði sina vegna óveðurstjón-
anna i febrúar i fyrra, og væri sjóðurinn þvi fjár-
vana og skuldum vafinn.
Ákveðið hefur verið að veita bændum, sem
lentu i sérstökum erfiðleikum vegna harðinda á
siðasta sumri, nokkra fyrirgreiðslu i formi lána
úr Bjargráðasjóði, og kom fram hjá búnaðar-
málastjóra, að heimild hefði fengist til að sjóður-
inn taki enn lán til þess að geta annast það verk-
efni.
Um málefni Bjargráðasjóðs sagði búnaðar-
málastjóri, að ekki væri viðunandi annað en að
bæta verulega úr og sagði m.a.:
„Skynsamlegast virðist að endurskoða frá
grunni tryggingamál landbúnaðarins, að þvi er
varðar tryggingu gegn uppskerubresti og stærri
áföllum i búfjárhaldi, frekar en lappa enn upp á
Bjargráðasjóðslögin, sem oft hefur verið gert.
Bent hefur verið á, að meðan stöðugt hallast á ó
gæfuhliðina hjá Bjargráðasjóði er Viðlagasjóður
gildur vel og safnar fé. Enda hallast verulega á
með tekjustofna þeirra. Þannig mun t.d. meðal-
stórt sveitarfélag greiða minna til Bjargráða-
sjóðs heldur en einn einstakur bóndi greiðir af
eignum sinum til Viðlagasjóðs”.
Þarna bendir búnaðarmálastjóri á mikilvægt
mál, sem vissulega er full ástæða til að sé athug-
að gaumgæfilega og fundin á viðunandi lausn.
Bætt ræktun
■ Búnaðarmálastjóri vakti einnig athygli á þvi i
yfirliti sinu um þróun landbúnaðar á siðastliðnu
ári, að heyefnagreiningar hefðu sýnt, að hey hafi
farið versnandi hin siðari ár, þrátt fyrir bætta
tækni og aukna súgþurrkun, og væri ekki hægt að
kenna óþurrkum um. Talið væri einna helst, að
seinn sláttutimi miðað við þroska grasanna væri
helsta ástæðan fyrir þessari iskyggilegu þróun.
Búnaðarmálastjóri benti á nokkur ráð til úr-
bóta, þeirra á meðal að rækta meira og stækka
túnin ef þess væri kostur, þvi þá minnkaði álagið,
að endurvinna kölnu túnin og þau, sem komin
væru með misjafnt og lélegt graslag, en jafn-
framt slikri endurvinnslu þyrfti oft að bæta fram-
ræslu, að rækta meira grænfóður til beitar og
fóðurverkunar og vera jafnan við þvi búnir að
auka hana þegar illa horfi vegna kals, og svo
siðast en ekki sist að beita túnin hóflega og rétt.
Búnaðarmálastjóri lagði á það áherslu, að
bændur þyrftu jafnvel að rækta enn meira en gert
hefur verið, en umfram allt þyrfti að bæta ræktun
og ræktunarmenningu.
—ESJ.
á vettvangi dagsins
Raunsæi eða
óskhyggja
— eftir Guðmund Georgsson
■ Talsmenn aðildar tslands að
Atlantshafsbandalaginu og her-
stöðva Bandarikjanna hérlendis
kenna stefnu sina gjarnan við
raunsæi og afgreiða stefnu her-
stöðvaandstæðinga sem ósk-
hyggju með tilheyrandi lands-
föðurlegum tón hinna ábyrgu og
raunsæju manna. Við þennan tón
kveður i skýrslu Ölafs Jóhannes-
sonar utanrikisráðherra um
utanrikismál, sem var lögð fyrir
Alþingi á liðnum vetri.
IV. kafli ber yfirskriftina,
Atlantshafsbandalagið og
öryggismál tslands, og hefst á litt
rökstuddum fullyrðingum um
það, hvesu heilladrjúg sú ákvörð-
un tslendinga að taka þátt i
Atlantshafsbandalaginu ( hafi
verið, en siðan segir orðre”tt:
„Þvi rifja ég þetta upp nú, að
þeir köldu vindar sem blása i
alþjóðastjórnmálum nú, hafa
komið af stað auknum umræðum
um styrjaldarhættu og hvað
verða megi til þess að bægja
þessari hættu frá. t þeim umræð-
um hefur ýmsum þótt helst til
bjargar islenskri þjóð, að við
snerum baki við bandalagsþjóð-
um okkar og hyrfum aftur til ó-
vopnaðs hlutleysis i þeirri von að
með þvi mættum við sjálfir
komast hjá öllum hættum.
Ég hygg að okkur sé hollast að
vera raunsæir i þessum málum
sem öðrum. Viðskulum lita á kort
af heimsbyggðinni og hugleiða
jafnframt, hvaða hemaðartæki
það eru, sem risaveldin hafa lagt
höfuðáherslu á að koma sér upp á
undanförnum árum, hverjar loft-
leiðirnar eru og hverjar leiðir'
þarf að fara á sjó og neðansjávar
ef einhvern tima á að beita þess-
um tækjum. Okkur verður þá
væntanlega ljóst, að ekki aðeins
erum við tslendingar ekki einir i
heiminum heldur er land okkar
vegna legu sinnar orðið mjög
skýr hluti af þeirri herfææðilegu
heimsmynd sem við risaveldun-
um blasir i dag. Þvi miður þarf
meira en óskhyggjuna eina til að
breyta þeirri mynd og þvi tel ég
það höfuðatriði i öryggismálum
okkar að við tökum þátt f starf-
semi Atlantshafsbandalagsins og
leggjum með þvi fram okkar
skerf til að komið verði I veg fyrir
að styrjöld geti nokkru sinni brot-
ist út i okkar heimshluta”.
Þessi stutti texti gefur tilefni til
margvislegra athugasemda en
hér skal aðeins fjallað um megin-
inntak hans, sem felur i sér
skilyrðislausa trú á það, að jafn-
vægi ógnunar geti komið i veg
fyrir að styrjöld brjótist nokkru
sinni út. Þessari skoðun er teflt
sem raunsæi gegn þeirri ósk-
hyggju herstöðvaandstæðinga,
sem svo er nefnd i skýrslunni, að
vilja ekki sætta sigviðþá „her-
fræðilegu heimsmynd, sem við
risaveldunum blasir i dag”.
Herstöðvaandstæðingar þurfa
raunar ekki að kveinka sér undan
þvi að barátta þeirra sé kennd við
óskhyggju. Ef ekki hefðu verið á
öllum timum ‘uppi menn, sem
ekkisættusig við rikjandi ástand,
væri sú heimsmynd, sem blasir
við okkur nútimamönnum tals-
vertönnur. Trúiegtþykir mér, að
raunsæir og ábyrgir menn hafi
talið baráttu gegn yfirráðum
Dana á liðinni öld óraunsæja. Ætli
margur vinnuþrællinn hafi ekki
talið baráttu þeirra, sem ekki
vildu láta vinnuþega (þ.e. at-
vinnurekendur) skammta sér
kaup og vinnutima, óskhyggju.
Það er þess vegna engin ástæða
fyrir herstöðvaandstæðinga að
kvarta undan þeirri einkunn, sem
baráttu þeirra er gefin. Hins
vegar er fyllsta ástæða fyrir þá,
sem telja sér raunsæi til tekna, að
ihuga hvort það er raunsætt að
ætla, að jafnvægi ógnunar geti
tryggt að aldrei komi til
styrjaldar.
Hættan á þriðju heims-
styrjöldinni
Eins og réttilega er getið i
skýrslu utanrikisráðherra, heyr-
ast æ oftar raddir, sem óttast að
til styrjaldar geti dregið og það
raunar innan skamms. Hins
vegar er það rangt mat hjá utan-
rikisráðherra, að það sé eingöngu
vegna „þeirra köldu vinda, sem
blása i alþjóðastjórnmálum nú”,
eins og komist er svo skáldlega að
orði i skýrslu hans. Ástæðan fyrir
ótta manna um gereyðingarstyrj
öld er fyrst og fremst vantrú á
þvi, að jafnvægi ógnunar i skjóli
kjarnorkuvopna, sem risaveldin
hafatreystá.geti tryggt friði það
óendanlega og feli raunar i sér
öryggisleysi og stórkostlega
hættu á gereyðingarstyrjöld.
Ef litið er á megininntak vig-
búnaðar risaveldanna og sleppt
herfræðilegum bollaleggingum,
sem tilkoma kjarnorkuvopna
geröi úreltar en enduróma þó að
nokkru i mati utnarikisráðherra á
herfræðilegri stöðu tslands, þá
er það ljóst, að risaveldin hafa
lagt megináherslu á að koma sér
upp strategiskum kjarnorkuvig-
búnaði, sem gæti grandað and-
stæðingnum, ef hann legði til at-
lögu. Að visu hefur annað veifið
undanfarna tvo áratugi, eftir að
sú staða var komin upp, að risa-
veldin réðu hvort fyrir sig yfir
svo miklum eyðingarmætti, að
hvorugt mundi lifa af algjöra
kjarnorkustyrjöld, skotið upp
þeirri hugmynd i Bandarikjun-
um, að þeir ættu einnig að taka
mið af þeim möguleika að heyja,
lifa af og sigra i takmarkaðri
kjarnorkustyrjöld.
Forsendur öryggis i
skjóli kjarnorkuvopna
rangar
Meginforsendur, sem öryggi i
skjóli kjarnorkuvopna byggist á
eruaðmati flestra, sem fjalla um
þessi mál af alvöru, rangar. I
fyrsta lagi er treyst á það, að
kjarnorkuvopnum verði ekki
beitt, þó að styrjöld hæfist með
hefðbundnum vopnum. En sagan
sýnir,að gagnkvæm ógnun afla af
svipuðum styrkleika,hefur ávallt
endað með striði og ennfremur,
aðmennsem standa andspænisó-
sigri gripa ætið til öflugustu
vopna sem þeir eiga. Við slik
skilyrði hafa menn meiri áhuga á
að drepa óvininn en lifa sjálfir af
eins og Bertrand Russel orðaði
það. Það mætti leiða fram mörg
vitni, sem hafa lagt skynsamlegt
til þessarar umræðu, en hér skal
sérstaklega vitnað til skýrslu
nefndar Sameinuðu þjóðanna,
sem Kurt Waldheim skipaði fyrir
tveimur árum til þess að gera út-
tekt á kjarnorkuvigbúnaði og
leggja fyrir Allsherjaring S.Þ. i
ár. Nefndin var skipuð sérfræð-
ingum frá 12 löndum og laut for-
ystu Anders I. Thunborg, fasta-
fulltrúa Svia hjá S.Þ.
Raunveruleg hætta á
sjálfsútrýmingu
t skýrslu nefndarinnar segir
m.a.: „Aldrei fyrr hefur
eyðingarmáttur vopna verið svo
yfirvofandi, algjör og alls staðar
nálægur: aldrei fyrrhefur mann-
kynið staðið frammi fyrir raun-
verulegri hættu á sjálfsút-
rýmingu eins og nú.”
„Kjarnorkuvopnum i heimin-
um hefur fjölgað og eyðingar-
menningarmál (
GALLERI
AIRPORT
Sýning Páls Guðmunds-
sonar frá Húsafelli
Mötuneyti Flugleiða
Páll Guömundsson
frá Húsafelli
Myndlistarsýning.
19 myndir
Galleri Airport
■ Galleri Airport, nefna starfs-
menn i innanlandsflugi matstað
sinn á Reykjavikurflugvelli
stundum, en þar eru oft haldnar
myndlistarsýningar, og hefur svo
verið um nokkurt skeið, eftir að
fallegt mötuneyti var innréttað
þar i gömlu húsi, sem áöur var
notað undir annað.
Ekki veit ég hverjir urðu upp-
hafsmenn að þessum myndlistar-
sýningum, er starfsmenn sjá á
máltiðum, er þeir sitja yfir soðn-
ingu, eða steikum, eða við kaffi-
drykkju milli anna við flugið, Þó
get ég nafngreint tvo menn, þá
Þórarin Stefánsson, afgreiðslu-
stjóra, og Orn Eiriksson, flugleið-
sögumann. Þeir hafa að minnsta
kosti báðir komið nálægt þessum
hlutum, sem sé að útvega myndir
i matinn.
Þá hefur undirrituðum einnig
virst, aö myndlistarsýningar
þarna út i Vatnsmýrinni tengist
einkum og sér i lagi vetraráætlun
félagsins. Enda myndlistin eink-
um vetrariþrótt á tslandi, og þær
eru orðnar æði margar sýn-
ingarnar, sem menn hafa gengist
fyrir þarna. Bæði frægir og nafn-
togaðir listamenn hafa sýnt þar
verk sin, og eins aðrir, er
skemmra eru á veg komnir i met-
orðastiganum.
Páll Guðmundsson frá
Húsafelli
Um þessar mundir stendur yfir
suðurá flugvelli, i mötuneytinu,
sýning á myndum eftir Pál Guð-
mundsson, frá Húsafelli, sem
mun vera maður á góðum aldri.
Hann sýnir þar 19 myndverk,
vatnslitamyndir.kritarmyndir og
teikningar. Einhver sagði mér að
hann hefði, auk annars, notið til-
sagnar Valtýs Péturssonar og
Péturs Friðriks, þótt ekki viti ég
sönnur á þvi.
Það er gaman að sjá myndir frá
þessum nýja manni, sem eigin-
lega er uppalinn i frægu mótivi,
manni sem er nánast kominn