Tíminn - 02.02.1982, Síða 6

Tíminn - 02.02.1982, Síða 6
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. 6____________________________ þingfréttir f réttir Tölvuöldin í garð gengin á ■ Daviö Aöalsteinsson hefur mælt fyrir þingsályktunartil- lögu sem hann flutti ásamt sex öðrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins um þróunar- horfur og stefnumótun i upp- lýsinga- og tölvumálum. Hér er hreyft máli sem á eftir að skipta miklu með si- aukinni notkun öreindatækni á fjölmörgum sviðum. Tillagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar aö fram fari athugun á stöðu og þróunar- horfum i upplýsinga og tölvu- málum og á hvern hátt unnt er að stjórna þeirri þróun. Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að skipa nefnd er kanni almenna stöðu þessara mála, þróunarhorfur og bendi á valkosti varðandi stefnu- mótun og opinbera á- kvarðanatöku á fyrrgreindu sviði. Nefndin geri tillögur um með hvaða hætti islenskt þjóð- félag geti best numið og hag- nýtt sér hina nýju tækni til al- híiða framfara, svo sem aö þvi er varöar atvinnumál, félagsmál, fræðslumál, mál varðandi almennar upp- lýsingar og aðra þá þætti er varða samfélagið. Nefndin skal vib störf sin hafa hliösjón af þeirri vinnu og þeim skýrsl- um sem þegar kann aö vera lokið hérlendis og erlendis Nefndin skal hafa lokið störf- um og birt niðurstööur fyrir árslok 1982.” 1 framsöguræðu sinni rakti Davið þá þróun sem orðin er i þessum málum og benti á að Alþingi nauösyn bæri til að fylgst væri vel með gangi þessara mála og að þjóðfélagið verði tilbúið að taka við þeim breytingum sem fyrirsjáanlega verða á upplýsinga- og tölvuöld. Vilmundur Gylfason lýsti yfir ánægju með tillöguna i heild og sagði sjálfsagt að styðja hana þótt sitthvað mætti að henni finna. Davið sagði það eðlilegt enda vekti það aðallega fyrir flytjendum hennar að vekja máls á þessum atriðum og að búa svo í haginn að þjóðin væri sem best undirbúin að taka þeim miklu breytingum sem i vændum eru. OÓ. ■ ólafur Þ. Þóröarson og Jón Ingi Ingvarsson hafa lagt fram frumvarp þess efnis aö tekið sé tillit til kostnaðar for- eldra við menntun barna sinna við álagningu skatta. Er lagt til að málsgrein i lögum um tekju- og eignar- skatt veröi breytt þannig, aö ef maður hefur veruleg út- gjöld vegna menntunar barna sinna 14 ára og eldri, verði þau að hluta frádráttarbær. Greinargerð frumvarpsins er svohljóðandi: „Arlega er varið miklum íjar munum af opinberu fé til menntunar barna og ung- menna. Foreldrar kosta einnig miklu til menntunar barna sinna. Það ræður miklu um þeirra kostnað hvort hægt er að ljúka grunnskólaprófi innan sveitar eða hvort senda þarf börnin langan veg til náms i efstu bekkjum grunn- skólans. Samkvæmt lögum þurfa nemendur i efstu bekkjum grunnskóla að vera minnst 12 i árgangi að meðaltali svo skóli eigi rétt á að hafa efstu bekk- ina. Meö þvi að safna þessum nemendum saman og hafa fleiri nemendur saman i bekk sparar hið opinbera. Þetta leiðir aftur á móti til stórauk- inna útgjalda foreldra og leiðir oft til búferlaflutninga. Einnig er vitað að lægra hlut- fall nemenda fer til fram- haldsmenntunar frá þessum svæðum og meira um það að nemendur þar ljúki ekki grunnskólanámi. Það, sem hér er lagt til, er aöeins skref i réttlætisátt. Með bættum efnahag þjóðarinnar veröa vonandi stigin stærri skref. Jafnir menntunar- möguleikar æskunnar eru ekki bara réttlætismál, heldur einnig undirstaða efnahags- legrar velferöar þjóöarinnar” Oó Kostnaður við menntun verði frádráttarbær Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum deila við kaupfélagið um gatnagerðargjöld: KAUPFÉLAGH) SVKNAÐ f BÆIARMNGIEN BÆRINN AFRyjAR ■ „Þetta er prófmái. öllum hef- ur fundist þetta réttlætismál, en sumum á hinn bóginn virst spurn- ing hvort þetta væri löglegt eða ekki og þvi var ákveðið að fara i prófmál”, svaraði Páll Zóphóníasson bæjarstjóri i Vest- mannaeyjum er Timinn ræddi við hann um dóm i bæjarþingi þar sem Kaupfélag Vestmannaeyja er sýknað af kröfu bæjarsjóðs um greiðslu gatnagerðargjalda af húseignum félagsins við Báru- götu i Vestmannaeyjum og bær- inn hefur ákveðið aö visa til Hæstaréttar. Mál þetta gengur, i stuttu máli, út á það hvort bænum er heimilt að leggja á gatnagerðargjöld þegar slitlag er lagt á þær götur sem einhverntimann áður var bú- iö að leggja slitlag á. I Vest- mannaeyjum var um nokkrar götur að ræða, þar sem þurfti að taka fyrra slitlag af vegna af- leiðinga gossins og annarra ástæðna. Um leið var þá jafnvel skipt um holræsi og um jarðveg áður en nýtt slitlag var lagt á aftur. Bárugatan var þá m.a. hellulögð. Þá var samþykkt i bæjarstjórn að leggja B-gatna- geröargjöld á húseigendur við þessar götur. En tekið skal fram aö B-gatnagerðargjöld voru ekki innheimt i Vestmannaeyjum fyrr en eftir 1976 þannig að þarna var ekki um endurálagningu aö ræða. Páll sagði menn á einu máli um að haldiö skuli áfram meö þetta mál fyrir Hæstarétti. Nokkrir húseigendur hafa þegar greitt umrædd gjöld sem bærinn yrði þá að endurgreiða ef hann tapar málinu einnig fyrir Hæstarétti. En vinni hann málið yrðu það á hinn bóginn stærri fjárhæðir sem hann fengi greiddar. —HEI Timamynd: Ella Það hefur verið nóg að gera i snjóbyggingaiðnaöinum undanfarna daga þingfréttir Málþóf um lækkun á heimilistækjatollum ■ Frumvarp um breytingu á tollskrá var rætt á alþingi i gær, en i þvi' felst helmingslækkun á tollum á ýmis heimilistæki, eða úr 80% f 40%, og er lagt fram i tengslum við efnahagsaðgeröir rikisstjórnarinnar. Fjármálaráö- herra mælti fyrir frumvarpinu og kvaöst hann vænta þess að hægt væri að afgreiða frumvarpiö samdægurs i báðum deildum þingsins. 1. ágúst s.l. gekk i gildi niður- felling á 24% vörugjaldi á kæli- skápum, þvottavélum, hrærivél- um og ryksugum. Með frumvarp- inu sem afgreiða átti i gær lækkar verðá þessum tækjum enn meira, en frumvarpið felur í sér lækkun tolla um 50% á kæliskápum, frystikistum, eldhúsviftum, upp- þvottavélum, þvottavélum, þurrkurum, strauvélum, ryksug- um, viftum, hrærivélum og brauöristum. Tekjutap rikissjóðs vegna breytinganna eru um 22 millj. kr. á ári, að þvi er ætlað er. Frumvarpið var lagt fram i neðri deild og var hin efri starfs- litil meðan umræður fóru fram. Margirþingmenn tóku tilmáls og gagnrýndu stjórnarandstæðingar þann flýti sem þeim fannst vera á afgreiðslu frumvarpsins og töldu að ekki lægi nein ósköp á að af- greiða það samdægurs. En sam- kvæmt þingsköpum þarf laga- frumvarp að fara til nefndar að lokinni fyrstu umræðu, í þessu til- felli fjárhags- og viöskiptanefnd- ar ogþrjár umræöur að fara fram i hvorri deiid. Nokkrir stjórnar- andstæðingar lögðu til að tollar á nokkrum vöruflokkum til viðbót- ar yrðu endurskoðaðir og lækkað- ir og kváðust vilja athuga frum- varpið betur. Fjármálaráöherra sagði að frumvarpið hafi veriö lagt fram s.l. fimmtudag og hefðu menn haft nægan tima til aö skoða þaö enþað væri einfaltað allri gerð og vorkunnarlaust að afgreiða þaö á einum degi. Páll Pétursson, formaður þing- fiokks Framsóknarflokksins kvað mótstöðu stjórnarandstæðinga koma sér á óvart, þar sem hann vissi ekki betur en að samkomu- lag hafi tekist með formönnum þingflokkanna og fleiri aðilum um að afgreiða málið á einum degi og sagðist treysta þvi aö frumvarpið yrði ekki tafið af óþörfu.enda væri máliö einfalt og væri afgreiðsla þess leikur einn. Þegarliðinn var nær helmingur þingtímans lauk fyrstu umræöu i n.d. og málið sent i nefnd. Henni var gefinn hálftimi til að skila af sér en það tókst ekki svo aö enn varð töf, en þingfundir boöaðir i báðum deildum kl. 18.00. Væntanlega hefur málið hlotið farsæla afgreiöslu i' gærkvöldi og stjórnarandstaðan sé að að sér, svo að fólk geti farið að kaupa ódýru heimilistækin sem fyrst. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.