Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 4
4 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR GENGIÐ 04.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,6918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,30 76,66 150,36 151,10 118,02 118,68 15,813 15,905 14,891 14,979 12,628 12,702 0,7251 0,7293 123,48 124,22 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNSÝSLA „Íslensk erfðagreining mótmælir harð- lega ef til stendur að keyra málið í gegn með slíku offorsi andstætt lögum og góðum stjórnsýsluhátt- um,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í bréfi til borgarstjórnar í gær. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að Reykja- víkurvorg er að selja lóð við hlið byggingar Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til S10 ehf. Það félag er í eigu sömu aðila og eiga S8 ehf. sem keypti hús ÍE árið 2001 og leigir það líftæknifyrirtækinu. Við söluna á lóðinni er vitnað til þess að ÍE seldi S8 fast- eignina á Sturlugötu 8 og að í gildandi deiliskipulagi sé gert ráð fyrir að lóð ÍE geti stækkað til suðurs þar sem nú er hverfisbækistöð frá borginni. Kári hefur sent borgaryfirvöldum tvö bréf á sex dögum vegna málsins. Í fyrra bréfinu sem sent er 30. apríl segist hann hafa séð í fjölmiðlum að ráð- stafa ætti umræddri lóð án samráðs við ÍE. „Ofangreind lóðaréttindi eru ekki meðal þeirra réttinda sem framseld voru til S8 ehf. við sölu fast- eignarinnar Sturlugötu 8 og er því enn að fullu í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Því telur ÍE fráleitt að Reykjavíkurborg eigi viðræður við óskylda aðila um nýtingu lóðarinnar án aðkomu ÍE,“ skrifar Kári og krefst þess að borgin gangi strax til viðræðna um skilmála fyrir afhendingu lóðarinnar til ÍE. Sama dag og Kári ritaði fyrra bréfið samþykkti borgarráð að lóðin skyldi seld S8 fyrir 260 milljónir króna. Kári, sem ekki hafði fengið svar við því bréfi sínu í gær, sendi þá Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur, forseta borgarstjórnar nýtt bréf merkt „ÁRÍÐ- ANDI“. Þar krefst forstjórinn þess að afgreiðslu málsins yrði frestað á fundi borgarstjórnar í dag og lóðin þess í stað afhent Íslenskri erfðagreiningu. „Tekið skal fram að ÍE áskilur sér rétt til að grípa til allra þeirra réttarlegu úrræða sem tiltæk eru til að gæta hagsmuna fyrirtækisins, verði Reykjavíkur- borg ekki við ofangreindum kröfum,“ segir í seinna bréfi Kára sem gaf forseta borgarstjórnar frest til klukkan fjögur í gær til að bregðast við. Þá er þess að geta sem fram hefur komið að Krist- ín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur einnig gert kröfu í lóðina fyrir hönd skólans. Í gær náðist ekki í Hönnu Birnu Kristánsdóttur, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann borgarráðs eða Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. Kári Stefánsson er erlendis og ekki fengust upplýsingar hjá ÍE varð- andi hvort svar hefði borist frá borgaryfirvöldum. gar@frettabladid.is ÍE krefst umdeildrar lóðar í Vatnsmýrinni Kári Stefánsson segir Íslenska erfðagreiningu rétthafa sjö þúsund fermetra lóð- ar á Sturlugötu og mótmælir að keyra eigi sölu á lóðinni til annars félags í gegn „með offorsi“ á fundi borgarstjórnar í dag. Ekki næst í talsmenn borgarstjórnar. UMFERÐARÖRYGGI „Ég tel að þessi þrjú slys kalli á að það verði að lengja vegriðið upp eftir beygj- unni,“ segir Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, sem hyggst ræða við Vegagerðina um aðbúnað í Kömbum ofan Hveragerðis. Karlmaður á sjö- tugsaldri lést þar á sunnudaginn þegar bíll hans fór út af rétt ofan við þar sem vegrið endar. Tvö slys hafa áður orðið á sama stað og slysið varð í gær. Það fyrra varð um miðjan síðasta áratug, þar sem alvarleg slys urðu á fólki, og það síðara árið 2002 þegar ungur maður slapp lítið meiddur. Ágúst Mogensen, forstöðumað- ur Rannsóknarnefndar umferðar- slysa, staðfestir að nefndin hafi lagt til, eftir síðara slysið, að vegr- ið yrði lengt á þessum stað. „Við munum skoða hvort það er ástæða til að fara með þetta vegrið ennþá lengra,“ segir Ágúst. Ólafur Helgi telur eðlilegt að skoða vandlega hvað gerðist í slys- inu á sunnudaginn og rifja einnig upp hvað gerðist í hin skiptin. Maðurinn sem lést á sunnudag- inn er sá sjöundi sem lætur lífið í umferðinni það sem af er árinu. Lögreglan á Selfossi, sem fer með rannsókn málsins, hefur rætt við vitni að slysinu en tildrög þess eru enn óljós. - ovd Áður hefur verið lagt til að lengja vegrið í Kömbum þar sem slysið varð: Vilja lengra vegrið í Kömbum BÍLLINN NEÐAN HAMARSINS Tvær bifreiðar hafa áður farið út af á sama stað og stöðvast rétt við íbúðarhús sem er undir hamrinum. MYND/KÁRI HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR KÁRI STEFÁNSSON STURLUGATA 10 Hin umdeilda lóð er um sjö þúsund fermetrar og á að seljast á 260 milljónir króna með rétti til að byggja við hús ÍE auk nýbyggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEILBRIGÐISMÁL Samninganefnd heilbrigðisráðherra hefur samið við fyrirtækin Sjónlag LaserSjón um hátt á annað þúsund augn- steinaaðgerðir. Um 500 manns biðu eftir slíkri aðgerð fyrir ári og var meðalbið- tími þá frá hálfu ár upp í níu mánuði. Í tilkynningu sem send var frá heilbrigðisráðuneytinu í gær er sagt að þessir biðlistar heyri nú sögunni til með nýjum samning- um. Með samningunum er ætlunin að fjölga aðgerðunum hér á landi úr 1.800 í 2.600 á ári eða um rúm 44 prósent. - kdk Löng bið hefur verið í aðgerð: Samið um augn- steinaaðgerðir VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 18° 20° 18° 18° 17° 22° 18° 21° 19° 27° 22° 17° 19° 24° 22° 31° 22° 13 Á MORGUN 3-8 m/s en þó stífari allra syðst. MIÐVIKUDAGUR Hæg, breytileg átt. 9 13 13 9 14 12 12 10 12 6 5 1 1 1 5 4 6 15 6 6 8 12 14 13 1012 8 14 13 1110 RÓLEGHEIT Í VEÐRINU Veðurhorfurnar eru einn bestar fyrir norðanvert landið, bæði í dag og næstu daga. Mér sýnist á öllu að þar verði víða bjart veður í dag en að það þykkni upp smám saman síðdegis. Á morgun verður þar líklega bjart með köfl um í hægum vindi. Hiti verður um 10-16 stig þar um slóðir. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur ÞÝSKALAND, AP 44 ára gömul húsmóðir í bænum Wenden í Þýskalandi var í gær handtekin, grunuð um að hafa komið líkum þriggja kornabarna fyrir í frystikistu í húsi sínu. Líkin fundust er uppvaxin börn konunnar voru að leita að pitsu í frystikistunni á sunnudaginn. Lögregla staðfesti líkfundinn í gær. Konan hefði sjálf gefið sig fram. Grunur leikur á að hún hafi fætt börnin lifandi en dánarorsök þeirra verður rannsökuð með krufningu. - aa Hryllingur í þýskum smábæ: Þrjú ungbarna- lík í frystikistu Maðurinn gaf sig fram Unga stúlkan sem ekið var á á Selfossi á laugardagskvöldið reyndist ekki alvarlega slösuð. Maðurinn sem ók á stúlkuna gaf sig fram við lög- reglu á sunnudagsmorguninn. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSTÓLAR Rúmenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til miðvikudags vegna gruns um þjófnað úr stöðumælum hér á landi. Félagi mannsins er grunaður um þátttöku í athæfinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðin- um kemur fram að tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi gefið lög- reglu upplýsingar um að menn- irnir hefðu haft meðferðis ýmis verkfæri við komuna til landsins. Lögreglan fylgdist með ferðum þeirra og voru þeir handteknir við þjófnað úr stöðumæli við Garða- stræti á miðvikudag. -jss Gæsluvarðhald framlengt: Þjófnaðir úr stöðumælum BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í Búrma, sem í áratugi hefur sniðgengið alþjóðasamfélagið, birti í gær ákall til umheimsins um að veita landinu neyðaraðstoð í kjölfar hamfaranna sem fellibyl- urinn Nargis olli um helgina. Ríkisútvarp herforingjastjórn- arinnar greindi frá því að staðfestur fjöldi látinna væri kominn í 3.939 manns. En utanrík- isráðherrann, Nyan Win, tjáði erlendum sendierindrekum í Rangún að fjöldi fórnarlamba fellibylsins kynni að vaxa í yfir 10.000 manns. - aa Búrma vill neyðaraðstoð: 10.000 kynnu að vera látnir FJÖLMIÐLAR Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá beiðni þeirra Sigrúnar Stefánsdótt- ur og Þórhalls Gunnarssonar um að nefndin taki á ný fyrir synjun Ríkisútvarpsins um birtingu ráðningasamninga þeirra. Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is. Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, fór þess á leit í september síðastliðnum að Vísi yrðu veittar upplýsingar um laun dagskrárstjóra hjá Ríkisútvarpinu en RÚV neitaði að láta upplýsing- arnar af hendi. Ritstjóri Vísis kærði þá synjun til úrskurðar- nefndar um upplýsingarmál. Lögmaður Sigrúnar og Þórhalls bað um endurupptöku á málinu sem Úrskurðarnefnd hefur nú hafnað. - shá Laun dagskrárstjóra Rúv: Beiðni um upp- töku hafnað Bílbruni á Reykjanesbraut Ökumann og farþega sakaði ekki þegar eldur kom upp í pallbíl á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi. Bíllinn skemmdist mikið. Bruni á leiksvæði barna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að leikskólanum Steinahlíð í Reykjavík upp úr klukkan níu í gærkvöldi. Þar logaði eldur í kofa á leiksvæði utan við skólann. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.