Fréttablaðið - 08.05.2008, Page 4

Fréttablaðið - 08.05.2008, Page 4
4 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR LEIÐRÉTTINGAR Að gefnu tilefni skal tekið fram að Fréttablaðið ber ábyrgð á inngangi í grein Sigríðar Lillýar Baldursdóttur, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, í blaðinu í gær. Tryggingastofnun áréttar að hún gerir ekki samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS BMW X3 2.5i Nýskr: 08/2004, 2500cc, 4x4, 5 dyra, sjálfskiptur, ljósgrár, ekinn 56.000. Verð 3.990.000 Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI SVEITARSTJÓRNARMÁL Heildarlaun Jakobs Frímanns Magnússonar, nýráðins verkefnisstjóra miðborgar- innar hjá Reykjavíkurborg, eru 861 þúsund þegar allt er talið. Fyrir verkefnisstjórastöðuna sérstaklega fær hann 710 þúsund á mánuði, þar af 236 þúsund á mánuði vegna 48 klukkustunda fastrar yfirvinnu. Þetta kemur fram í launasamningi sem Hallur Páll Jónsson, mann- auðsstjóri Reykjavíkurborgar, afhenti Fréttablaðinu í gær eftir beiðni blaðsins þar um. Samningurinn gildir til 30. apríl á næsta ári. Til viðbótar er Jakob Frímann með 86 þúsund á mán- uði fyrir formennsku í hverfisráði miðborgarinnar og svo 65 þúsund á mánuði fyrir að gegna varafor- mennsku í menningar- og ferða- málaráði. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna í borgarstjórn, segir borgarstjóra þurfa að skýra ráðninguna betur. „Launakjör af þessu tagi eru mér vitanlega út úr öllu korti miðað við það sem almennt gerist í ráðhúsinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna í borgarstjórn. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segir laun Jakobs með því hæsta sem þekkist í ráðhúsinu og það sé ekki óeðlilegt að þau séu rökstudd betur. Svandís segir ráðningu Jakobs Frímanns fyrst og fremst vera pólitíska og það sé ekki í takt við verklag sem Reykjavíkurborg eigi að sætta sig við. „Þetta er augljóslega pólitísk ráðning. Mér finnst þetta hneyksli. Þetta eru ófagleg vinnubrögð og þarna er gengið fram- hjá öðrum sem sóttu um verkefnisstjórastöður hjá borginni sem auglýstar voru í byrjun árs,“ segir Svandís. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, aðstoðarkona borgar- stjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær mikinn feng vera í Jakobi Frímanni fyrir borgina. „Það er gott fyrir Reykjavíkurborg að geta fengið jafn öflugan mann til þess að sinna verkefnum sem varða miðborg- ina. Mér finnst tilraunir minnihlutans til þess að gera þessa ráðningu tortryggilega ómálefnalegar.“ Jakob Frímann segir launin ekki vera ástæðu þess að hann tók við starfi heldur ætli hann að láta gott af sér leiða. „Ólafur F. Magnússon hefur lofað því að efla miðborgina á einu ári. Nú leggst það loforð á mig og ég ætla að standa mig. Launin sem ég fæ eru ekki eins há og þau sem ég hef fengið á mánuði undanfarin ár, enda hefur alþjóð getað séð mín laun sem launahæsta lista- manns þjóðarinnar í gegnum Frjálsa verslun. Ég ætla að tala minna og láta verkin tala.“ Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon við vinnslu fréttar innar. magnush@frettabladid.is Jakob Frímann með 861.000 á mánuði Jakob Frímann Magnússon fær 710 þúsund í mánaðarlaun sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg. Við bætast laun fyrir formennsku í tveimur ráðum á veg- um meirihlutans. Launakjör út úr öllu korti, segir Svandís Svavarsdóttir. JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON SAMNINGUR JAKOBS Jakob Frímann fær 474 þúsund í grunnlaun og 236 þúsund fyrir yfir- vinnu á mánuði. Í bankahólfi á baksíðu Markaðarins í gær var sagt að Vífilfell hefði verið til sölu í um tvo mánuði en fyrirtækið svo verið tekið úr sölumeðferð. Rétt er að fjárfestar hafa haft áhuga á félaginu en það hefur ekki verið til sölu og ekki í neinni sölumeðferð. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 21° 23° 20° 20° 22° 25° 24° 23° 23° 22° 25° 24° 24° 24° 23° 32° 18° Á MORGUN 8-15 m/s, hvassast með ströndum LAUGARDAGUR 5-15 m/s, hvassast nyrst á Vestfjörðum 8 7 6 10 10 11 10 14 12 8 2 4 3 99 6 5 3 1010 8 KÓLNANDI FYRIR NORÐAN Síðustu daga hefur yfi rleitt verið milt á norðan- og austan- verðu landinu og í gær mátti heyra hitatölur fast undir 20 stig, m.a. á Seyðisfi rði. Í dag og næstu daga dregur nokkuð úr hlýindunum nyrðra. Þessa hvítasunnu- helgi eru horfur á vætu af til um allt land. 5 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur KJARAMÁL Engin niðurstaða fékkst á fundi fjögurra ráðherra með fulltrúum BSRB í stjórnarráðinu í gær, önnur en að farið verði yfir málið og fundað í næstu viku. Á fundinum í óskuðu fulltrúar BSRB eftir svörum frá ríkisstjórn- inni um það hvernig hún hyggist efna fyrirheit í kjaramálum sem fjallað er um í stjórnarsáttmálan- um. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, sagði að lítið hefði verið um svör en hann vænti skýrari svara í næstu viku. Geir H. Haar- de forsætisráðherra sagði fundinn hafa verið ágætan. „Svo verðum við bara að sjá til hvort við getum fundið sameigin- lega niðurstöðu,“ sagði Geir. - bj Fundur BSRB með ráðherrum: Vænta skýrra svara eftir viku TIL FUNDAR Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, leiddi átta manna hóp til fundar við ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Samkvæmt ákæru sló maðurinn annan mann í höfuðið með flösku, sem brotnaði við höggið. Síðan gekk maðurinn í skrokk á fórnarlambinu með höggum í andlit og spörkum í líkama. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut allmörg lítil sár á enni, nefi og kinn, skurð á neðri vör og bólgur á hægri mjöðm Atvikið varð að morgni sunnudags árið 2006. Fórnarlambið krefst um 600 þúsund króna í miskabætur. - jss Ákærður fyrir líkamsárás: Stórhættuleg árás með flösku GENGIÐ 07.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,2971 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,72 77,08 150,19 150,93 118,36 119,02 15,859 15,951 15,064 15,152 12,738 12,812 0,7280 0,7322 123,92 124,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAMGÖNGUR Eftir um hálfs árs hlé eru framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar hafnar á nýjan leik. Í gær voru starfsmenn Ístaks að vinna við mislæg gatnamót við afleggjarann að Vogum. Vegagerðin þurfti sem kunnugt er að bjóða verkið út að nýju eftir að verktakafyrirtækið Jarðvélar þurftu að segja sig frá verkinu. Eftir um það bil hálfs árs stopp hófust starfsmenn Ístaks handa við undirbúning á mánudag og í gær fóru vinnuvélarnar í gang á nýjan leik. Áætluð verklok eru um miðjan október. - bj Tvöföldun Reykjanesbrautar: Vinnuvélar af stað á nýjan leik FRAMKVÆMDIR Tvöföldun Reykjanes- brautar á að ljúka fyrir miðjan október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Stjórnarandstæðingar vönduðu stjórnarliðum ekki kveðj- urnar á þingfundi í gær þegar þeir gagnrýndu að frumvarp um sjúkratryggingar væri lagt fram, nú skömmu fyrir þingslit. Í frumvarpinu, sem dreift var í þinginu í gær, eru 73 greinar og fjögur bráðabirgðaákvæði. Sam- kvæmt athugasemdum er mark- mið þess „að tryggja sjúkra- tryggðum aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu og aðstoð sem á hverjum tíma eru tök á að veita og að allir sjúkratryggðir njóti hér eftir sem hingað til umsaminnar þjónustu, óháð efnahag“. „Það er ekki boðlegt að stunda ekki fagleg vinnubrögð á Alþingi. Það er liðin tíð,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks. Sagði hún ekki hægt að moka málinu í gegn á örfáum dögum og bætti við: „Það er verið að niðurlægja þingið.“ Kolbrún Halldórsdóttir, VG, sagði út úr korti að leggja fram mál sem gengi út á að setja heil- brigðisþjónustuna meira eða minna á markað þegar aðeins sjö þingfundadagar væru eftir. Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, sagði á hinn bóginn að þingmönn- um væri vel kunnugt um efni frumvarpsins, hægt yrði að ræða það í heilbrigðisnefnd á komandi nefndadögum og að áhersla væri lögð á að afgreiða það fyrir vorið. - bþs Stjórnarandstaðan gagnrýnir að frumvarp um sjúkratryggingar komi seint fram: Það er verið að niðurlægja þingið FRÁ ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir segir ófagleg vinnubrögð á þingi heyra sög- unni til. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Premyzlaw Plank, sem situr í fangelsi, hefur kært ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þess efnis að hann verði fram- seldur til Póllands. Ákvörðunin var tekin eftir að beiðni barst frá pólskum yfirvöld- um um að Plank yrði framseldur. Þar er hann grunaður um aðild að hrottalegu morði. Maðurinn kærir ákvörðunina til Héraðs- dóms Reykjavíkur. Niðurstöðu hans getur Plank síðan áfrýjað til Hæstaréttar, sé hann ósáttur. Verði ákvörðunin staðfest á báðum dómsstigum, verður maðurinn sendur í lögreglufylgd úr landi, en ella látinn laus. - jss Grunaður um aðild að morði: Kærir framsals- ákvörðun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.