Fréttablaðið - 08.05.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 08.05.2008, Síða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Elísabet Anna Kristjánsdóttir, sem útskrifast frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor, er hrifin af notuðum fötum og er hún ekki frá því að MH- menningin hafi eitthvað haft með það að gera. Elísabet segist velta tískunni töluvert fyrir sér og finnst gaman að dressa sig upp á kvöldin og um helg- ar. Hversdags gengur hún oft í víðum og þægilegum kjólum við lágbotna skó og hikar ekki við að kaupa fötin sín notuð. „Ætli vera mín í MH hafi ekki haft eitthvað með það að gera,“ segir hún og nefnir nokkrar flíkur sem hún er ánægð með. „Ég keypti til dæmis úlpu í „second hand“ búð í Malmö sem ég er búin að nota mikið. Hún er blá með loði og þar sem hún er frekar þunn hentar hún vel jafnt sumar sem vetur. Í vetur hef ég verið í ull- ar peysu innan undir sem langömmusystir mín prjón- aði á mömmu mína þegar hún var átján ára,“ segir Elísabet. Hún nefnir einnig hvíta stóra skyrtu sem hún keypti á 50 cent á Nýja-Sjálandi þar sem hún bjó um tíma. „Þetta er svona gömul og víð konuskyrta sem er mjög fín við leggings og stígvél.“ Stígvélin sem Elísa- bet notar hvað mest eru úr 38 þrepum en þau segist hún nánast vera búin að ofnota enda með eindæmum þægileg. Elísabet ætlar á næstunni að taka sér frí frá skóla og stefnir að því að vinna á leikskólanum Grænuborg fram að áramótum. „Síðan ætla ég að fara sem sjálf- boðaliði til Suður-Afríku. Ég kynntist stelpu þaðan á Nýja-Sjálandi og þannig kviknaði áhuginn. vera@frettabladid.is Þægindin ofar öðru Elísabet í jakka sem hún keypti notaðan í Malmö, lopapeysu af mömmu sinni og skóm sem hún notar óspart. Innan undir sést glitta í hvíta skyrtu sem hún keypti á 50 cent á Nýja-Sjálandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRÓSKA Í GRASI Guðmundur Jónsson, garðyrkju- fræðingur og eigandi Túnþöku- vinnslunnar ehf., veit að gras er ekki bara gras. Hann ræktar torf af ýmsum gerðum og tyrfir allt frá lóðum upp í golfvelli. HEIMILI 2 ÖÐRUVÍSI SKART Skartgripahönnuðurinn Hildur Ýr Jónsdóttir heldur einkasýningu í Hafnarborg um þessar mundir. Þar sýnir hún skart sem er unnið úr mun- um úr fjörunni og gamalli trillu. TÍSKA 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.