Fréttablaðið - 08.05.2008, Page 29

Fréttablaðið - 08.05.2008, Page 29
FIMMTUDAGUR 8. maí 2008 3 Barnaherbergið – Leikföng Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem fram- leidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefn- um og máluð eða lökkuð með óvistvænum og jafnvel skað- legum efnum. Plastmýkingar- efni, svokölluð þalöt, eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörg- um tilfellum lík hormónum í líkamanum og hafa því horm- ónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn yfir mörkum hefur einnig oft orðið til þess að leikfangaframleiðendur hafa þurft að innkalla milljónir leikfanga um allan heim. Góð leikföng þurfa ekki allt- af að vera úr hreinum náttúru- legum efnum þó að þau geti verið það. Gervi- efni geta verið til- tölulega jákvæð út frá umhverfissjón- armiðum ef leik- fangið er vandað og endist jafnvel kyn- slóð fram af kyn- slóð. Klassísk leikföng eins og Lego og Playmo hafa upp- eldislegt gildi og eiga sterkan sess í nútímaþjóðfélagi. Börn- um ætti því ekki að vera mein- að að leika sér með þau. En leik- fangabransinn gengur ekki bara út á það að framleiða heilsusamleg og uppeldislega jákvæð leikföng, hvað þá umhverfisvæn og langlíf. Það er því margt sem ber að hafa í huga við val leikfanga fyrir börnin okkar. Leikföng eru oft algert drasl, þola ekki meðhöndlun barnsins og veita því engum gleði, hvorki gef- anda né þiggjanda. Þau lenda fljótt í ruslinu og áhrif þeirra á umhverfið geta því aðeins verið neikvæð. Sjá meira um leikföng á: http://www.natturan.is/husid/1323/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Það er lítið spennandi að þvo hend- ur eða bursta tennur við grút- skít uga vaska og stífluð niðurföll. Vissulega mæðir mikið á vöskum baðherbergja en í raun er leikur einn að viðhalda niðurföllum hreinum. Galdurinn er einn bolli af mat- arsóda á móti einum bolla af ediki ofan í niðurfallið mánaðarlega, en blöndunni er leyft að standa í klukkustund og svo skolað vel með volgu vatni. Þessi lausn dugar einnig vel fyrir niðurföll í baðkör- um, sturtum og eldhúsvöskum. Greið leið Vaska þarf að umgangast af natni og virðingu. Sumar í stofunni Eftir drunga vetrarins er gaman að lífga aðeins upp á heimilið með sumarlegum litum. Það þarf ekki að ráðast í miklar framkvæmdir til að hleypa sumrinu inn í stofu eða svefnherbergi heldur eru það litlu hlutirnir sem skipta máli. Fal- legir púðar í björtum litum setja punktinn yfir i-ið. SÓFASETT Mary Hermes Barbara Paula www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25 Nudd- og meðferðabekkir Rafdrifnir og samanleggjanlegir Nuddolíur og pappír Tilboðsdagar www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.